Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason og Kristján Már Unnarsson skrifa 24. febrúar 2021 14:52 Hin átta ára gamla Ásdís Vala gaf sér tíma til að ræða við Kristján Má Unnarsson fréttamann í Grindavík í dag. Vísir/Vilhelm Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. Skjálftahrinan hófst rétt upp úr klukkan tíu þegar stærsti skjálftinn, sem mældist 5,7 að stærð, reið yfir. Síðan þá hefur virkni verið mikil og fjölmargir skjálftar yfir fjórir að stærð orðið á Reykjanesinu. Foreldrar barna í leik- og grunnskólanum í Grindavík voru hvattir til að sækja börnin sín í skólann. Ásdís Vala var á meðal þeirra sem sótt voru. Móðir hennar hafði engan áhuga á að ræða við fréttamann á staðnum, ekkert fyrir athyglina, en Ásdís Vala gaf sig á tal við fréttamann með leyfi móðurinnar. Aðspurð af hverju móðir hennar væri komin að sækja hana var Ásdís Vala fljót til svars. „Út af því að ég var hrædd við jarðskjálftann,“ sagði Ásdís Vala. Sjá mátti tár á hvarmi en krakkarnir voru sumir hverjir í nokkru uppnámi vegna skjálftans. Ásdís Vala sagði marga krakka hafa verið hrædda. Hún væri á leið heim úr skólanum en reiknaði með að mæta þangað galvösk aftur á morgun. Hún sagði krakkana hafa hlaupið út úr skólanum og á kunnuglegan stað. „Við hlupum út á körfuboltavöllinn,“ sagði Ásdís Vala sem þekkir körfuboltann betur en margir enda faðir hennar Páll Axel Vilbergsson, þriggja stiga skytta með meiru, úr Grindavík. Páll Axel starfar á Keflavíkurflugvelli og var þar við störf þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann sagði dóttur sína almennt nokkuð harða af sér og benti á að í skólum gæti orðið ákveðinn múgæsingur þegar svona lagað gerist. Hræðsla geti smitast auðveldlega út frá sér. Hann var ánægður hvert börnin leituðu vegna skjálftans, á körfuboltavöllinn. „Maður er öruggur á vellinum,“ segir Páll. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Grunnskólar Tengdar fréttir Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 14:07 Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. 24. febrúar 2021 14:01 Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt. 24. febrúar 2021 13:26 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Skjálftahrinan hófst rétt upp úr klukkan tíu þegar stærsti skjálftinn, sem mældist 5,7 að stærð, reið yfir. Síðan þá hefur virkni verið mikil og fjölmargir skjálftar yfir fjórir að stærð orðið á Reykjanesinu. Foreldrar barna í leik- og grunnskólanum í Grindavík voru hvattir til að sækja börnin sín í skólann. Ásdís Vala var á meðal þeirra sem sótt voru. Móðir hennar hafði engan áhuga á að ræða við fréttamann á staðnum, ekkert fyrir athyglina, en Ásdís Vala gaf sig á tal við fréttamann með leyfi móðurinnar. Aðspurð af hverju móðir hennar væri komin að sækja hana var Ásdís Vala fljót til svars. „Út af því að ég var hrædd við jarðskjálftann,“ sagði Ásdís Vala. Sjá mátti tár á hvarmi en krakkarnir voru sumir hverjir í nokkru uppnámi vegna skjálftans. Ásdís Vala sagði marga krakka hafa verið hrædda. Hún væri á leið heim úr skólanum en reiknaði með að mæta þangað galvösk aftur á morgun. Hún sagði krakkana hafa hlaupið út úr skólanum og á kunnuglegan stað. „Við hlupum út á körfuboltavöllinn,“ sagði Ásdís Vala sem þekkir körfuboltann betur en margir enda faðir hennar Páll Axel Vilbergsson, þriggja stiga skytta með meiru, úr Grindavík. Páll Axel starfar á Keflavíkurflugvelli og var þar við störf þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann sagði dóttur sína almennt nokkuð harða af sér og benti á að í skólum gæti orðið ákveðinn múgæsingur þegar svona lagað gerist. Hræðsla geti smitast auðveldlega út frá sér. Hann var ánægður hvert börnin leituðu vegna skjálftans, á körfuboltavöllinn. „Maður er öruggur á vellinum,“ segir Páll.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Grunnskólar Tengdar fréttir Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 14:07 Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. 24. febrúar 2021 14:01 Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt. 24. febrúar 2021 13:26 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 14:07
Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. 24. febrúar 2021 14:01
Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt. 24. febrúar 2021 13:26