Ísland veitir neyðaraðstoð í Malaví Heimsljós 24. febrúar 2021 09:30 Mynd frá flugvellinum í Blantyre. Stuðningur frá Íslandi gerir skimunar- og greiningaraðstöðu við landamæri Malaví og Sambíu mögulega. Ísland veitir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Malaví 26 milljónir króna til að bregðast við neyðarástandi vegna COVID-19. Með stuðningi Íslands setur WFP upp skimunar- og greiningaraðstöðu við landamærastöðvar Malaví og Sambíu og reisir sex bráðabirgðaskýli við sjúkrahús sem nýtast sem rannsóknarstofur og legudeildir fyrir COVID-19 smitaða. „Framlag okkar beinist að því að draga úr útbreiðslu farsóttarinnar og góðu fréttirnar eru þær að smitum fækkar. Við eigum í afskaplega góðu og nánu samstarfi bæði við stjórnvöld í Malaví og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna um að ná árangri,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Skjót viðbrögð Íslands gera okkur kleift að bregðast við mikilli neyð og veita lífsnauðsynlega aðstoð til þeirra sem veikir eru af COVID-19,“ segir Benoit Thiry framkvæmdastjóri WFP í Malaví og þakkar Íslandi dyggan stuðning. Önnur bylgja COVID-19 skall á Malaví í upphafi árs af miklum þunga og forsetinn lýsti yfir neyðarástandi 12. janúar. Hertar aðgerðir tóku gildi með grímuskyldu og útgöngubanni eftir klukkan 21, auk þess sem skólum var lokað. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe er talið að bylgjan hafi borist til landsins með auknum straumi fólks milli landa um jól og áramót gegnum landamærastöðvar við Mósambík, Sambíu og Tansaníu. „Að öllum líkindum er um að ræða veiruafbrigði sem kennt er við Suður Afríku og breiðist hratt út. Heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum og stærstu sjúkrahús Malaví eru yfirfull. Tímabundin aðstaða fyrir COVID-19 sjúklinga hefur verið sett upp á fótboltavelli í Lilongwe, í forsetahöllinni í Zomba og í Mzuzu. Að sögn Ingu Dóru vinnur WFP náið með ríkisstjórn Malaví til að bregðast við birgðastjórnunarvanda sem stjórnvöld standa frammi fyrir. Reglulegir samhæfingarfundir eru haldnir með stjórnvöldum, WFP og öðrum mannúðarsamtökum sem starfa í landinu. Hún segir að með stuðningi frá Íslandi sé að hægt að bregðast hratt við herða eftirlit við landamæri og útvega legurými við spítala. „Birgðastjórnunarteymi WFP byggir á umfangsmikilli reynslu frá því að kljást við ebólu í vesturhluta Afríku og brást því hratt og örugglega við hér í Malaví þegar skyndileg þörf varð á að útvega og standsetja rými við sjúkrahús, skóla og flóttamannabúðir,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir. Ísland ráðstafaði 27 milljónir króna í júní á síðasta ári til WFP, til að bregðast við fyrstu bylgju faraldursins í Malaví. Stuðningurinn fólst þá meðal annars í því að setja upp COVID-19 skimunarastöðu á Blantyre flugvelli svo hægt væri að opna flugvöllinn eftir þriggja mánaða lokun. Einnig voru sett upp rými fyrir COVID-19 smitaða nemendur og kennara við framhaldsskóla, í flóttamannabúðum og við sjúkrahús, auk tímabundinna rannsóknarstofa. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Malaví Sambía Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent
Ísland veitir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Malaví 26 milljónir króna til að bregðast við neyðarástandi vegna COVID-19. Með stuðningi Íslands setur WFP upp skimunar- og greiningaraðstöðu við landamærastöðvar Malaví og Sambíu og reisir sex bráðabirgðaskýli við sjúkrahús sem nýtast sem rannsóknarstofur og legudeildir fyrir COVID-19 smitaða. „Framlag okkar beinist að því að draga úr útbreiðslu farsóttarinnar og góðu fréttirnar eru þær að smitum fækkar. Við eigum í afskaplega góðu og nánu samstarfi bæði við stjórnvöld í Malaví og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna um að ná árangri,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Skjót viðbrögð Íslands gera okkur kleift að bregðast við mikilli neyð og veita lífsnauðsynlega aðstoð til þeirra sem veikir eru af COVID-19,“ segir Benoit Thiry framkvæmdastjóri WFP í Malaví og þakkar Íslandi dyggan stuðning. Önnur bylgja COVID-19 skall á Malaví í upphafi árs af miklum þunga og forsetinn lýsti yfir neyðarástandi 12. janúar. Hertar aðgerðir tóku gildi með grímuskyldu og útgöngubanni eftir klukkan 21, auk þess sem skólum var lokað. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe er talið að bylgjan hafi borist til landsins með auknum straumi fólks milli landa um jól og áramót gegnum landamærastöðvar við Mósambík, Sambíu og Tansaníu. „Að öllum líkindum er um að ræða veiruafbrigði sem kennt er við Suður Afríku og breiðist hratt út. Heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum og stærstu sjúkrahús Malaví eru yfirfull. Tímabundin aðstaða fyrir COVID-19 sjúklinga hefur verið sett upp á fótboltavelli í Lilongwe, í forsetahöllinni í Zomba og í Mzuzu. Að sögn Ingu Dóru vinnur WFP náið með ríkisstjórn Malaví til að bregðast við birgðastjórnunarvanda sem stjórnvöld standa frammi fyrir. Reglulegir samhæfingarfundir eru haldnir með stjórnvöldum, WFP og öðrum mannúðarsamtökum sem starfa í landinu. Hún segir að með stuðningi frá Íslandi sé að hægt að bregðast hratt við herða eftirlit við landamæri og útvega legurými við spítala. „Birgðastjórnunarteymi WFP byggir á umfangsmikilli reynslu frá því að kljást við ebólu í vesturhluta Afríku og brást því hratt og örugglega við hér í Malaví þegar skyndileg þörf varð á að útvega og standsetja rými við sjúkrahús, skóla og flóttamannabúðir,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir. Ísland ráðstafaði 27 milljónir króna í júní á síðasta ári til WFP, til að bregðast við fyrstu bylgju faraldursins í Malaví. Stuðningurinn fólst þá meðal annars í því að setja upp COVID-19 skimunarastöðu á Blantyre flugvelli svo hægt væri að opna flugvöllinn eftir þriggja mánaða lokun. Einnig voru sett upp rými fyrir COVID-19 smitaða nemendur og kennara við framhaldsskóla, í flóttamannabúðum og við sjúkrahús, auk tímabundinna rannsóknarstofa. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Malaví Sambía Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent