Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 18:30 Gasol lék síðast með Milwaukee Bucks vorið 2019. Hann er nú kominn á heimaslóðir í Katalóníu. Quinn Harris/Getty Images Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. Gasol lék með Börsungum frá árinu 1998 til ársins 2001. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hann lék með Memphis Grizzlies, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks á annars mögnuðum ferli. Muy feliz de volver a casa. Força Barça! pic.twitter.com/NtfG3UUssE— Pau Gasol (@paugasol) February 23, 2021 Þekktastur er hann fyrir mögnuð ár með Lakers þar sem hann og Kobe Bryant fóru fyrir liðinu sem varð meistari árin 2009 og 2010. Þess má til gamans geta að yngri bróðir hans, Marc Gasol, leikur með Lakers í dag. Alls lék Gasol eldri sex sinnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Var hann einnig valinn nýliði ársins að loknu sínu fyrsta tímabili í deildinni. Gasol hefur einnig verið einkar sigursæll með spænska landsliðinu. Tvívegis hefur liðið farið í úrslit Ólympíuleikanna en tapað og þá nældi liðið í brons árið 2016. Gasol varð heimsmeistari með Spánverjum 2006 ásamt því að hafa unnið EM í körfubolta árin 2009, 2011 og 2015. Hann hefur ekkert spilað síðan samningur hans við Bucks rann út vorið 2019. Gasol hefur verð að glíma við meiðsli undanfarið en er við það að komast í sitt gamla form. Hann mun vera í treyju númer 16 og gildir samningur hans við Barcelona út þetta tímabil. Þá heldur Gasol í vonina um að veraí leikmannahópi Spánar sem tekur þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar. La bienvenida de @NikolaMirotic33 a @paugasol pic.twitter.com/O7oQWd5JOR— Barça Basket (@FCBbasket) February 23, 2021 Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 18 sigra og þrjú töp að loknum 21 leik. Íslensku landsliðsmennirnir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og Haukur Helgi Pálsson leika allir með liðum í deildinni. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Gasol lék með Börsungum frá árinu 1998 til ársins 2001. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hann lék með Memphis Grizzlies, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks á annars mögnuðum ferli. Muy feliz de volver a casa. Força Barça! pic.twitter.com/NtfG3UUssE— Pau Gasol (@paugasol) February 23, 2021 Þekktastur er hann fyrir mögnuð ár með Lakers þar sem hann og Kobe Bryant fóru fyrir liðinu sem varð meistari árin 2009 og 2010. Þess má til gamans geta að yngri bróðir hans, Marc Gasol, leikur með Lakers í dag. Alls lék Gasol eldri sex sinnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Var hann einnig valinn nýliði ársins að loknu sínu fyrsta tímabili í deildinni. Gasol hefur einnig verið einkar sigursæll með spænska landsliðinu. Tvívegis hefur liðið farið í úrslit Ólympíuleikanna en tapað og þá nældi liðið í brons árið 2016. Gasol varð heimsmeistari með Spánverjum 2006 ásamt því að hafa unnið EM í körfubolta árin 2009, 2011 og 2015. Hann hefur ekkert spilað síðan samningur hans við Bucks rann út vorið 2019. Gasol hefur verð að glíma við meiðsli undanfarið en er við það að komast í sitt gamla form. Hann mun vera í treyju númer 16 og gildir samningur hans við Barcelona út þetta tímabil. Þá heldur Gasol í vonina um að veraí leikmannahópi Spánar sem tekur þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar. La bienvenida de @NikolaMirotic33 a @paugasol pic.twitter.com/O7oQWd5JOR— Barça Basket (@FCBbasket) February 23, 2021 Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 18 sigra og þrjú töp að loknum 21 leik. Íslensku landsliðsmennirnir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og Haukur Helgi Pálsson leika allir með liðum í deildinni.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti