Bíó og sjónvarp

Harry Shear­er hættur að ljá Dr Hibbert rödd sína

Atli Ísleifsson skrifar
Harry Shearer mun áfram tala fyrir fjölda annarra persóna Simpsons-þáttanna, þar á meðan Mr Burns, Smithers, Skinner skólastóra, Ned Flanders og Lovejoy prest.
Harry Shearer mun áfram tala fyrir fjölda annarra persóna Simpsons-þáttanna, þar á meðan Mr Burns, Smithers, Skinner skólastóra, Ned Flanders og Lovejoy prest. Getty

Bandaríski leikarinn Harry Shearer er hættur að ljá lækninum Dr. Julius Hibbert rödd sína í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna. Shearer hefur talað fyrir Dr. Hibbert í þáttunum í rúma þrjá áratugi, en aðstandendur þáttanna hafa nú tilkynnt að leikarinn Kevin Michael Richardson muni framvegis tala fyrir lækninn.

Sjö mánuðir eru síðan aðstandendur Simpsons-þáttanna tilkynntu að framvegis myndu hvítir leikarar ekki ljá svörtum persónum þáttanna rödd sína, að því er fram kemur í frétt Guardian.

Fox greindi frá því í gær að þátturinn sem frumsýndur var í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi yrði sá síðasti þar sem Shearer talar fyrir Hibbert. Framvegis yrði það Richardson sem hefur meðal annars talað fyrir Jerome, fyrrverandi kærasta Lois í þáttunum Family Guy. Richardson hefur áður talað fyrir aðrar persónur í Simpsons, þar með talið nígerískan kóng (í þættinum The Princess Guy), Jay G (The Great Phatsby) og klefafélaga Mr Burns (American History X-Cellent).

Shearer mun áfram tala fyrir fjölda annarra persóna Simpsons-þáttanna, þar á meðan Mr Burns, Smithers, Skinner skólastóra, Ned Flanders og Lovejoy prest.

Áður hafði verið greint frá því að leikarinn Hank Azaria myndi ekki lengur ljá verslunareigandanum Apu rödd sína, en hann er af indverskum uppruna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.