Halda röngum upplýsingum að erlendum konum svo þær fái ekki hjálp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 20:01 Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Vísir/Sigurjón Erlendar konur í ofbeldissamböndum eru ekki meðvitaðar um þau úrræði sem þeim stendur til boða. Algengt er að ofbeldismennirnir nýti sér þekkingarleysi þeirra og fullyrði að þeim verði vísað úr landi ef þær leiti sér aðstoðar. Kvennaathvarfið lét á síðasta ári vinna skýrslu um stöðu erlendra kvenna sem búið höfðu við heimilisofbeldi og leitað í athvarfið. Níutíu prósent kvennanna höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi, áttatíu prósent fyrir líkamlegu ofbeldi og sjötíu prósent fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þessar sömu konur höfðu einnig fengið morðhótun, verið beittar kynferðislegu ofbeldi og verið teknar kyrkingartaki, svo dæmi séu tekin. Fæstar þeirra vissu af tilvist Kvennaathvarfsins. „Í einhverjum tilfellum höfðu gerendur haldið að þeim röngum upplýsingum og sagt: Ef þú ferð í Kvennaathvarfið þá er það bara fyrir konur sem eru heimilislausar eða í neyslu, eða sagt: Ef þú ferð þá tek ég börnin af þér. Þetta er ekki rétt,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins. Í skýrslunni er haft eftir konu að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður af heimilinu eftir að nágrannar hringdu eftir aðstoð. Konan hafi verið of hrædd til að hringja sjálf á lögregluna. Þegar lögregla og barnavernd komu hafi konan fyrst fengið upplýsingar um athvarfið. Orðrétt segir: „Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð út um allt.“ „Það þarf að fræða þessar konur meira við komuna til landsins og það hverjir eiga að gera það, sem eru væntanlega þeir sem konan er í samskiptum við eða hennar fjölskylda,“ útskýrir Drífa. Skýrsluna í heild má lesa hér. Heimilisofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Kvennaathvarfið lét á síðasta ári vinna skýrslu um stöðu erlendra kvenna sem búið höfðu við heimilisofbeldi og leitað í athvarfið. Níutíu prósent kvennanna höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi, áttatíu prósent fyrir líkamlegu ofbeldi og sjötíu prósent fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þessar sömu konur höfðu einnig fengið morðhótun, verið beittar kynferðislegu ofbeldi og verið teknar kyrkingartaki, svo dæmi séu tekin. Fæstar þeirra vissu af tilvist Kvennaathvarfsins. „Í einhverjum tilfellum höfðu gerendur haldið að þeim röngum upplýsingum og sagt: Ef þú ferð í Kvennaathvarfið þá er það bara fyrir konur sem eru heimilislausar eða í neyslu, eða sagt: Ef þú ferð þá tek ég börnin af þér. Þetta er ekki rétt,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins. Í skýrslunni er haft eftir konu að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður af heimilinu eftir að nágrannar hringdu eftir aðstoð. Konan hafi verið of hrædd til að hringja sjálf á lögregluna. Þegar lögregla og barnavernd komu hafi konan fyrst fengið upplýsingar um athvarfið. Orðrétt segir: „Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð út um allt.“ „Það þarf að fræða þessar konur meira við komuna til landsins og það hverjir eiga að gera það, sem eru væntanlega þeir sem konan er í samskiptum við eða hennar fjölskylda,“ útskýrir Drífa. Skýrsluna í heild má lesa hér.
Heimilisofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira