Opnar á að áhorfendur mæti á leiki hér á landi Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2021 11:35 Algjört áhorfendabann hefur verið á íþróttaleikjum hér á landi í vetur en nú sér fyrir endann á því. vísir/hulda margrét Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að áhorfendur verði innan tíðar leyfðir á íþróttaleikjum hér á landi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi í dag þegar hann var spurður út í kröfu íþróttahreyfingarinnar um að áhorfendur yrðu leyfðir á kappleikjum, jafnvel í númeruðum sætum eins og er í leikhúsum og kvikmyndahúsum: „Það eru ákveðnar tillögur þar að lútandi frá mér,“ var það eina sem Þórólfur vildi segja um málið að svo stöddu. Ekki er ljóst hvenær tilslakanir á samkomutakmörkunum, vegna kórónuveirufaraldursins, taka gildi en það er í höndum heilbrigðisráðherra að ákveða þær endanlega og greina frá þeim. Algjört áhorfendabann hefur verið á íþróttaviðburðum á Íslandi frá 20. október. Keppni í íþróttum, án áhorfenda var leyfð að nýju 13. janúar og hefur síðan verið spilað ört í greinum á borð við körfubolta og handbolta. Áhorfendur voru leyfðir á öðrum menningarviðburðum en íþróttaviðburðum frá og með 13. janúar, þegar sitjandi gestir í sal máttu vera 100 fullorðnir og 100 börn fædd 2005 og síðar. Skilyrði er að hvert sæti sé skráð á nafn og að fullorðnir beri grímu, og ætla má að sams konar krafa verði gerð varðandi áhorfendur á íþróttaviðburðum. Frá 8. febrúar hafa 150 fullorðnir mátt mæta á sviðslistasýningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundurinn fer fram í húsakynnum almannavarnadeildar í Katrínartúni. 22. febrúar 2021 10:01 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með veiruna á landamærum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið. 22. febrúar 2021 10:38 Segja kjánalegt að foreldrar megi fara á barinn en ekki horfa á leiki barna sinna „Þér er treystandi til að vera fullur á bar en ekki til að vera á íþróttakappleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson sem telur íþróttafélög landsins verðskulda tækifæri til að opna hús sín fyrir áhorfendum. 9. febrúar 2021 17:30 Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi í dag þegar hann var spurður út í kröfu íþróttahreyfingarinnar um að áhorfendur yrðu leyfðir á kappleikjum, jafnvel í númeruðum sætum eins og er í leikhúsum og kvikmyndahúsum: „Það eru ákveðnar tillögur þar að lútandi frá mér,“ var það eina sem Þórólfur vildi segja um málið að svo stöddu. Ekki er ljóst hvenær tilslakanir á samkomutakmörkunum, vegna kórónuveirufaraldursins, taka gildi en það er í höndum heilbrigðisráðherra að ákveða þær endanlega og greina frá þeim. Algjört áhorfendabann hefur verið á íþróttaviðburðum á Íslandi frá 20. október. Keppni í íþróttum, án áhorfenda var leyfð að nýju 13. janúar og hefur síðan verið spilað ört í greinum á borð við körfubolta og handbolta. Áhorfendur voru leyfðir á öðrum menningarviðburðum en íþróttaviðburðum frá og með 13. janúar, þegar sitjandi gestir í sal máttu vera 100 fullorðnir og 100 börn fædd 2005 og síðar. Skilyrði er að hvert sæti sé skráð á nafn og að fullorðnir beri grímu, og ætla má að sams konar krafa verði gerð varðandi áhorfendur á íþróttaviðburðum. Frá 8. febrúar hafa 150 fullorðnir mátt mæta á sviðslistasýningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundurinn fer fram í húsakynnum almannavarnadeildar í Katrínartúni. 22. febrúar 2021 10:01 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með veiruna á landamærum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið. 22. febrúar 2021 10:38 Segja kjánalegt að foreldrar megi fara á barinn en ekki horfa á leiki barna sinna „Þér er treystandi til að vera fullur á bar en ekki til að vera á íþróttakappleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson sem telur íþróttafélög landsins verðskulda tækifæri til að opna hús sín fyrir áhorfendum. 9. febrúar 2021 17:30 Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundurinn fer fram í húsakynnum almannavarnadeildar í Katrínartúni. 22. febrúar 2021 10:01
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með veiruna á landamærum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið. 22. febrúar 2021 10:38
Segja kjánalegt að foreldrar megi fara á barinn en ekki horfa á leiki barna sinna „Þér er treystandi til að vera fullur á bar en ekki til að vera á íþróttakappleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson sem telur íþróttafélög landsins verðskulda tækifæri til að opna hús sín fyrir áhorfendum. 9. febrúar 2021 17:30
Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01