Var of hræddur til að tala við Tiger en tók við bikarnum frá honum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 14:30 Max Homa við hlið hetjunnar sinnar, Tiger Woods, eftir sigurinn á Genesis In getty/Brian Rothmuller Max Homa, þrítugur Bandaríkjamaður, hrósaði sigri á Genesis Invitational á PGA-mótaröðinni í gær. Hann hafði betur gegn Tony Finau í bráðabana og vann mótið fyrir framan hetjuna sína, Tiger Woods. Þetta var annar sigur Homas á PGA-mótaröðinni en hann vann Wells Fargo Championship fyrir tveimur árum. Sam Burns var með forystu fyrir lokahringinn á Genesis Invitational en missti svo taktinn. Homa kom sér þá í stöðu til að vinna en klikkaði á pútti sem hefði getað tryggt honum sigurinn. Homa þurfti því að fara í bráðabana gegn Finau. Upphafshögg hans á fyrstu holu bráðabanans fór í tré en hann náði samt pari, líkt og Finau. Homa lék aðra holu bráðabanans á pari á meðan Finau fékk skolla. Homa gat fagnað sigrinum eftir að Finau klikkaði á pútti. Homa var svekktur með að klúðra púttinu á lokaholunni á meðan hetjan hans og gestgjafi mótsins, sjálfur Tiger Woods, fylgdist með. Klippa: Homa vann fyrir framan Tiger „Ég gæti þurft að biðja hann afsökunar. Þú átt ekki að klúðra svona pútti fyrir framan Tiger Woods en ég kláraði þetta og er stoltur af því. Ég og mitt fólk töluðum um að spila eins og Tiger í dag. Og ég gerði það. Ég var ekki með skolla í dag,“ sagði Homa sem tók svo við sigurlaununum frá Tiger. „Ég sá Tiger um daginn en var of hræddur til að tala við hann. En hann þarf að tala við mig í dag svo þetta verður frábært augnablik.“ Homa lék samtals á tólf höggum undir pari á Genesis Invitational. Hann lék á fimm höggum undir pari á lokahringnum en Finau lék best allra, á sjö höggum undir pari. Fyrir sigurinn á Genesis Invitational fékk Homa tæplega 1,7 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þetta var annar sigur Homas á PGA-mótaröðinni en hann vann Wells Fargo Championship fyrir tveimur árum. Sam Burns var með forystu fyrir lokahringinn á Genesis Invitational en missti svo taktinn. Homa kom sér þá í stöðu til að vinna en klikkaði á pútti sem hefði getað tryggt honum sigurinn. Homa þurfti því að fara í bráðabana gegn Finau. Upphafshögg hans á fyrstu holu bráðabanans fór í tré en hann náði samt pari, líkt og Finau. Homa lék aðra holu bráðabanans á pari á meðan Finau fékk skolla. Homa gat fagnað sigrinum eftir að Finau klikkaði á pútti. Homa var svekktur með að klúðra púttinu á lokaholunni á meðan hetjan hans og gestgjafi mótsins, sjálfur Tiger Woods, fylgdist með. Klippa: Homa vann fyrir framan Tiger „Ég gæti þurft að biðja hann afsökunar. Þú átt ekki að klúðra svona pútti fyrir framan Tiger Woods en ég kláraði þetta og er stoltur af því. Ég og mitt fólk töluðum um að spila eins og Tiger í dag. Og ég gerði það. Ég var ekki með skolla í dag,“ sagði Homa sem tók svo við sigurlaununum frá Tiger. „Ég sá Tiger um daginn en var of hræddur til að tala við hann. En hann þarf að tala við mig í dag svo þetta verður frábært augnablik.“ Homa lék samtals á tólf höggum undir pari á Genesis Invitational. Hann lék á fimm höggum undir pari á lokahringnum en Finau lék best allra, á sjö höggum undir pari. Fyrir sigurinn á Genesis Invitational fékk Homa tæplega 1,7 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira