Íslenskur strákur valinn sem ein af vonarstjörnum CrossFit íþróttarinnar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 08:30 Haraldur Holgersson sést hér til hægri við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar en BKG hefur undanfarin ár verið yfirburðarmaður í karlaflokki í CrossFit íþróttinni á Íslandi. Instagram/@haraldur98 Haraldur Holgersson er tilnefndur af sérfræðingi Morning Chalk Up sem einn af unga CrossFit fólki heimsins sem gæti slegið í gegn á árinu 2021. Morning Chalk Up fékk þrjá sérfræðinga til að tilnefna einn karl og eina kona sem gætu skapað sér nafn á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sérfræðingarnir eru þeir Tommy Marquez, Patrick Clark og Brian Friend. Tilnefndu þeir CrossFit fólk frá fjórum löndum og þar á meðal Íslandi. Íþróttafólkið varð að vera 23 ára eða yngri og hafa aldrei tekið þátt áður á heimsleikunum. Tommy Marquez tilnefndi Dallin Pepper, nítján ára Bandaríkjamann og hina sautján ára gömlu Anikha Greer frá Kanada. Patrick Clark tilnefndi 21 árs gamlan Bandaríkjamann að nafni Cole Greashaber og Ellie Turner sem er 23 ára og frá Ástralíu. Brian Friend horfði hins vegar norður til Íslands og tilnefndi hinn 22 ára gamla Harald Holgersson og Sydney Michalyshen sem er 21 árs gömul og frá Kanada. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) Haraldur hefur náð góðum árangri í unglingaflokki á heimsleikunum en hann endaði í áttunda sæti í flokki 16 til 17 ára stráka árið 2016. Hann náði þá fimmta besta árangrinum í heimi í The Open í sínum aldursflokki. Haraldur tók þá í liðakeppninni árið 2017 og varð þá í 28. sæti á heimsleikunum með CF XY. Haraldur hefur verið að minna á sig síðustu ár, varð meðal annars sjöundi á Strength in Depth og fimmti á CrossFit móti í Noregi. Haraldur átti fínt Open í fyrra þar sem hann endaði í 94. sæti í heiminum og varð næstefstur karla á Íslandi á eftir Björgvini Karli Guðmundssyni. „Þó að það sé ólíklegt að hann geri betur en BKG þá býst ég við því að hann standi sig enn betur á The Open í ár. Ég held að hann muni berjast um sæti í undanúrslitunum og svo sæti á heimsleikunum í framhaldinu,“ sagði Brian Friend um Harald. Það má finna meira um þetta val á væntanlegum spútnikstjörnum ársins í CrossFit íþróttinni með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) CrossFit Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Morning Chalk Up fékk þrjá sérfræðinga til að tilnefna einn karl og eina kona sem gætu skapað sér nafn á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sérfræðingarnir eru þeir Tommy Marquez, Patrick Clark og Brian Friend. Tilnefndu þeir CrossFit fólk frá fjórum löndum og þar á meðal Íslandi. Íþróttafólkið varð að vera 23 ára eða yngri og hafa aldrei tekið þátt áður á heimsleikunum. Tommy Marquez tilnefndi Dallin Pepper, nítján ára Bandaríkjamann og hina sautján ára gömlu Anikha Greer frá Kanada. Patrick Clark tilnefndi 21 árs gamlan Bandaríkjamann að nafni Cole Greashaber og Ellie Turner sem er 23 ára og frá Ástralíu. Brian Friend horfði hins vegar norður til Íslands og tilnefndi hinn 22 ára gamla Harald Holgersson og Sydney Michalyshen sem er 21 árs gömul og frá Kanada. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) Haraldur hefur náð góðum árangri í unglingaflokki á heimsleikunum en hann endaði í áttunda sæti í flokki 16 til 17 ára stráka árið 2016. Hann náði þá fimmta besta árangrinum í heimi í The Open í sínum aldursflokki. Haraldur tók þá í liðakeppninni árið 2017 og varð þá í 28. sæti á heimsleikunum með CF XY. Haraldur hefur verið að minna á sig síðustu ár, varð meðal annars sjöundi á Strength in Depth og fimmti á CrossFit móti í Noregi. Haraldur átti fínt Open í fyrra þar sem hann endaði í 94. sæti í heiminum og varð næstefstur karla á Íslandi á eftir Björgvini Karli Guðmundssyni. „Þó að það sé ólíklegt að hann geri betur en BKG þá býst ég við því að hann standi sig enn betur á The Open í ár. Ég held að hann muni berjast um sæti í undanúrslitunum og svo sæti á heimsleikunum í framhaldinu,“ sagði Brian Friend um Harald. Það má finna meira um þetta val á væntanlegum spútnikstjörnum ársins í CrossFit íþróttinni með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98)
CrossFit Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti