NBA dagsins: Kareem og Malone fengu félagsskap í 35 þúsund stiga klúbbnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 15:31 LeBron James skráði sig í sögubækur NBA-deildarinnar í nótt. getty/Katelyn Mulcahy Meðlimum í 35 þúsund stiga klúbbnum í NBA-deildinni í körfubolta fjölgaði í nótt þegar LeBron James skoraði sitt 35 þúsund stig í tapi Los Angeles Lakers fyrir Brooklyn Nets, 98-109. LeBron skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum í nótt. Það dugði þó ekki til. Lakers var án Anthonys Davis og Dennis Schröder, tveggja af þremur stigahæstu mönnum liðsins. Kevin Durant var fjarri góðu gamni hjá Brooklyn vegna meiðsla. „Að missa AD og svo leikstjórnandann okkar er mikið áfall. En það vantar líka leikmenn hjá þeim. Hvorugt liðið var fullskipað. Við spiluðum bara ekki eins vel og við getum. Þeir eiga hrós skilið,“ sagði LeBron eftir leikinn. Hann komst í hóp með Abdul-Jabbar og Malone þegar hann setti niður vítaskot undir lok fyrri hálfleiks. LeBron hefur nú skorað 35.017 stig. Hann vantar 1.911 stig til að ná Malone og 3.370 stig til að ná Abdul-Jabbar. LeBron James is the 3rd player in NBA history to reach 35,000 career points.1. Kareem Abdul-Jabbar: 38,3872. Karl Malone: 36,9283. LeBron James: 35,017 pic.twitter.com/Am57wJYP2N— NBA History (@NBAHistory) February 19, 2021 LeBron er yngstur í sögu NBA til að ná því að skora 35 þúsund stig. Hann var einnig yngstur til að skora fimm, tíu, tuttugu og þrjátíu þúsund stig. Lakers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar með 22 sigra og átta töp. Heitasta lið NBA, Utah Jazz, er á toppnum með 24 sigra og fimm töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Brooklyn, Milwaukee Bucks og Toronto Raptors, Sacramento Kings og Miami Heat auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 19. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
LeBron skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum í nótt. Það dugði þó ekki til. Lakers var án Anthonys Davis og Dennis Schröder, tveggja af þremur stigahæstu mönnum liðsins. Kevin Durant var fjarri góðu gamni hjá Brooklyn vegna meiðsla. „Að missa AD og svo leikstjórnandann okkar er mikið áfall. En það vantar líka leikmenn hjá þeim. Hvorugt liðið var fullskipað. Við spiluðum bara ekki eins vel og við getum. Þeir eiga hrós skilið,“ sagði LeBron eftir leikinn. Hann komst í hóp með Abdul-Jabbar og Malone þegar hann setti niður vítaskot undir lok fyrri hálfleiks. LeBron hefur nú skorað 35.017 stig. Hann vantar 1.911 stig til að ná Malone og 3.370 stig til að ná Abdul-Jabbar. LeBron James is the 3rd player in NBA history to reach 35,000 career points.1. Kareem Abdul-Jabbar: 38,3872. Karl Malone: 36,9283. LeBron James: 35,017 pic.twitter.com/Am57wJYP2N— NBA History (@NBAHistory) February 19, 2021 LeBron er yngstur í sögu NBA til að ná því að skora 35 þúsund stig. Hann var einnig yngstur til að skora fimm, tíu, tuttugu og þrjátíu þúsund stig. Lakers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar með 22 sigra og átta töp. Heitasta lið NBA, Utah Jazz, er á toppnum með 24 sigra og fimm töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Brooklyn, Milwaukee Bucks og Toronto Raptors, Sacramento Kings og Miami Heat auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 19. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira