Hafði líklega verið látinn í þrjá daga áður en hann fannst á hótelherberginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 08:01 Vincent Jackson fannst látinn á mánudaginn. getty/Ron Elkman Vincent Jackson, fyrrverandi stjörnuleikmaður í NFL-deildinni, lést líklega allt að þremur dögum áður en hann fannst á hótelherbergi í Flórída fyrr í vikunni. Starfsmaður hótelsins fann Jackson látinn um hádegi á mánudaginn. Hann var 38 ára. Samkvæmt bráðabirgðakrufningu gæti Jackson hafa verið látinn í allt að þrjá daga þegar hann fannst. Starfsfólk hótelsins kom reyndar inn á herbergi Jacksons bæði á laugardaginn og sunnudaginn, sá hann sitjandi á sófa og taldi að hann væri sofandi. Þegar starfsfólkið sá hann í sömu stellingu á mánudeginum grunaði það að eitthvað væri að og komst þá að því að hann var látinn. Fjölskylda Jacksons lét lýsa eftir honum í síðustu viku en hann fannst tveimur dögum síðar á hótelinu. Samkvæmt lögreglunni í Hillsborough sýslu glímdi Jackson við alkahólisma og afleiðingar höfuðhögga eins og svo margir fyrrverandi leikmenn í NFL. Fjölskylda Jacksons sagði hins vegar að lögreglan talaði ekki fyrir þeirra hönd. Fjölskyldan ætlar að gefa heila Jacksons til rannsóknar til að komast að því hvort hann var með svokallaðan CTE-heilaskaða sem er tengdur við ítrekuð höfuðhögg og er alþekkt meðal fyrrverandi NFL-leikmanna. Jackson lék með San Diego Chargers og Tampa Bay Buccaneers á tólf ára ferli í NFL. Hann var þrisvar sinnum valinn til að keppa í stjörnuleik deildarinnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira
Starfsmaður hótelsins fann Jackson látinn um hádegi á mánudaginn. Hann var 38 ára. Samkvæmt bráðabirgðakrufningu gæti Jackson hafa verið látinn í allt að þrjá daga þegar hann fannst. Starfsfólk hótelsins kom reyndar inn á herbergi Jacksons bæði á laugardaginn og sunnudaginn, sá hann sitjandi á sófa og taldi að hann væri sofandi. Þegar starfsfólkið sá hann í sömu stellingu á mánudeginum grunaði það að eitthvað væri að og komst þá að því að hann var látinn. Fjölskylda Jacksons lét lýsa eftir honum í síðustu viku en hann fannst tveimur dögum síðar á hótelinu. Samkvæmt lögreglunni í Hillsborough sýslu glímdi Jackson við alkahólisma og afleiðingar höfuðhögga eins og svo margir fyrrverandi leikmenn í NFL. Fjölskylda Jacksons sagði hins vegar að lögreglan talaði ekki fyrir þeirra hönd. Fjölskyldan ætlar að gefa heila Jacksons til rannsóknar til að komast að því hvort hann var með svokallaðan CTE-heilaskaða sem er tengdur við ítrekuð höfuðhögg og er alþekkt meðal fyrrverandi NFL-leikmanna. Jackson lék með San Diego Chargers og Tampa Bay Buccaneers á tólf ára ferli í NFL. Hann var þrisvar sinnum valinn til að keppa í stjörnuleik deildarinnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira