Einkarekin heilsugæsla Guðbrandur Einarsson skrifar 19. febrúar 2021 07:01 Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á. Oft snúast umræður stjórnmálanna meira um form en innihald og oft gerist það því miður að hlutirnir tefjast vegna deilna um slíkt. Nú er deilt um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þ.e. hvort opinberir aðilar eigi að veita þessa þjónustu eða hvort heimila eigi heibrigðisþjónustu í einkarekstri. Á höfðuðborgarsvæðinu hefur einkarekstur verið til staðar um árabil og af nítján heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru fjórar einkareknar. Fjárframlög hafa síðan fylgt sjúklingi sem hefur haft val um hvar hann staðsetur sig. Ánægja með einkareknar heilsugæslustöðvar Skv. ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að einkareknar heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: Einkarekin Einkarekin Opinber Opinber Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þyggja þjónustu hjá einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og einkarekin virðast geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Það liggur nú fyrir að fjármagn hefur fengist til að hefja undirbúning að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Það verkefni mun að líkum lætur taka nokkur ár ef ég þekki opinbera stjórnsýslu rétt. Á sama tíma berast fregnir af áhugasömum aðilum sem vilja og telja sig geta hafið rekstur einkarekinnar heilsugæslustöðvar og fengið til starfa lækna á slíka stöð. Íbúar sitji við sama borð Margir þeirra sem telja sig eiga einkarétt á hugtakinu „jafnaðarmennska“ virðast sjá þessu allt til foráttu. Að minni hyggju er þá verið að horfa meira á formið en innihaldið. Ég tel hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða. Þetta hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel og ég tel mig vera það mikinn jafnaðarmann að ég vil gera þá réttlátu kröfu að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgarsvæðið þegar horft er til þeirrar grunnheilbrigðisþjónustu sem íbúum þessa lands er veitt. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilsugæsla Reykjanesbær Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á. Oft snúast umræður stjórnmálanna meira um form en innihald og oft gerist það því miður að hlutirnir tefjast vegna deilna um slíkt. Nú er deilt um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þ.e. hvort opinberir aðilar eigi að veita þessa þjónustu eða hvort heimila eigi heibrigðisþjónustu í einkarekstri. Á höfðuðborgarsvæðinu hefur einkarekstur verið til staðar um árabil og af nítján heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru fjórar einkareknar. Fjárframlög hafa síðan fylgt sjúklingi sem hefur haft val um hvar hann staðsetur sig. Ánægja með einkareknar heilsugæslustöðvar Skv. ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að einkareknar heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: Einkarekin Einkarekin Opinber Opinber Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þyggja þjónustu hjá einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og einkarekin virðast geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Það liggur nú fyrir að fjármagn hefur fengist til að hefja undirbúning að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Það verkefni mun að líkum lætur taka nokkur ár ef ég þekki opinbera stjórnsýslu rétt. Á sama tíma berast fregnir af áhugasömum aðilum sem vilja og telja sig geta hafið rekstur einkarekinnar heilsugæslustöðvar og fengið til starfa lækna á slíka stöð. Íbúar sitji við sama borð Margir þeirra sem telja sig eiga einkarétt á hugtakinu „jafnaðarmennska“ virðast sjá þessu allt til foráttu. Að minni hyggju er þá verið að horfa meira á formið en innihaldið. Ég tel hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða. Þetta hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel og ég tel mig vera það mikinn jafnaðarmann að ég vil gera þá réttlátu kröfu að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgarsvæðið þegar horft er til þeirrar grunnheilbrigðisþjónustu sem íbúum þessa lands er veitt. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar