Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 07:31 James Harden átti frábæran leik gegn Phoenix Suns. getty/Christian Petersen Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. Kevin Durant og Kyrie Irving voru ekki með Brooklyn í leiknum í nótt en þriðja stjarnan, James Harden, sýndi mátt sinn og megin. Harden skoraði 38 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem lenti mest 24 stigum undir í leiknum en munurinn í hálfleik var 21 stig. Brooklyn hefur aldrei komið til baka eftir að hafa verið jafn mörgum stigum undir í hálfleik síðan félagið kom inn í NBA 1976. The Nets trailed by 21 points at halftime of tonight s victory over Phoenix, marking the largest halftime comeback for the Nets since joining the NBA in 1976. pic.twitter.com/MuZNmPsWsZ— NBA.com/Stats (@nbastats) February 17, 2021 Harden kom Brooklyn í fyrsta sinn yfir með þriggja stiga körfu þegar 31 sekúnda var eftir. Hann kláraði svo leikinn með tveimur vítaskotum. Þetta var fjórði sigur Brooklyn í röð. The Beard sparks 24-point comeback @JHarden13's 38 PTS, 7 REB, 11 AST and go-ahead three helps the @BrooklynNets storm back from 24 down to beat PHX! #BrooklynTogether pic.twitter.com/o8GfRhidcy— NBA (@NBA) February 17, 2021 Chris Paul skoraði 29 stig fyrir Phoenix, þar af sautján í 4. leikhluta. Devin Booker gerði 22 stig. Boston Celtics reif sig loks upp eftir dapurt gengi að undanförnu og vann góðan sigur á Denver Nuggets, 112-99, á heimavelli. Jaylen Brown skoraði 27 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 21. Nikola Jokic skoraði 43 stig fyrir Denver og Jamal Murray 25. Jaylen Brown's 27 push the @celtics past Denver! #BleedGreen @FCHWPO: 27 PTS, 5 REB, 5 AST pic.twitter.com/cthrndrcD6— NBA (@NBA) February 17, 2021 Los Angeles Lakers vann Minnesota Timberwolves, 104-125, en þetta var fyrsti sigur Lakers í Minnesota síðan í mars 2015. Anthony Davis lék ekki með meisturunum vegna meiðsla. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Dennis Schröder skoraði 24 stig og Montrezl Harrell skilaði sautján stigum af bekknum. LeBron puts up 30 PTS, 13 REB, 7 AST and the @Lakers move to 22-7 on the season! #LakeShow pic.twitter.com/j19hwXUd0f— NBA (@NBA) February 17, 2021 Úrslitin í nótt Phoenix 124-128 Brooklyn Boston 112-99 Denver Minnesota 104-112 LA Lakers Memphis 113-144 New Orleans Milwaukee 113-124 Toronto Oklahoma 104-115 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Kevin Durant og Kyrie Irving voru ekki með Brooklyn í leiknum í nótt en þriðja stjarnan, James Harden, sýndi mátt sinn og megin. Harden skoraði 38 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem lenti mest 24 stigum undir í leiknum en munurinn í hálfleik var 21 stig. Brooklyn hefur aldrei komið til baka eftir að hafa verið jafn mörgum stigum undir í hálfleik síðan félagið kom inn í NBA 1976. The Nets trailed by 21 points at halftime of tonight s victory over Phoenix, marking the largest halftime comeback for the Nets since joining the NBA in 1976. pic.twitter.com/MuZNmPsWsZ— NBA.com/Stats (@nbastats) February 17, 2021 Harden kom Brooklyn í fyrsta sinn yfir með þriggja stiga körfu þegar 31 sekúnda var eftir. Hann kláraði svo leikinn með tveimur vítaskotum. Þetta var fjórði sigur Brooklyn í röð. The Beard sparks 24-point comeback @JHarden13's 38 PTS, 7 REB, 11 AST and go-ahead three helps the @BrooklynNets storm back from 24 down to beat PHX! #BrooklynTogether pic.twitter.com/o8GfRhidcy— NBA (@NBA) February 17, 2021 Chris Paul skoraði 29 stig fyrir Phoenix, þar af sautján í 4. leikhluta. Devin Booker gerði 22 stig. Boston Celtics reif sig loks upp eftir dapurt gengi að undanförnu og vann góðan sigur á Denver Nuggets, 112-99, á heimavelli. Jaylen Brown skoraði 27 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 21. Nikola Jokic skoraði 43 stig fyrir Denver og Jamal Murray 25. Jaylen Brown's 27 push the @celtics past Denver! #BleedGreen @FCHWPO: 27 PTS, 5 REB, 5 AST pic.twitter.com/cthrndrcD6— NBA (@NBA) February 17, 2021 Los Angeles Lakers vann Minnesota Timberwolves, 104-125, en þetta var fyrsti sigur Lakers í Minnesota síðan í mars 2015. Anthony Davis lék ekki með meisturunum vegna meiðsla. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Dennis Schröder skoraði 24 stig og Montrezl Harrell skilaði sautján stigum af bekknum. LeBron puts up 30 PTS, 13 REB, 7 AST and the @Lakers move to 22-7 on the season! #LakeShow pic.twitter.com/j19hwXUd0f— NBA (@NBA) February 17, 2021 Úrslitin í nótt Phoenix 124-128 Brooklyn Boston 112-99 Denver Minnesota 104-112 LA Lakers Memphis 113-144 New Orleans Milwaukee 113-124 Toronto Oklahoma 104-115 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Phoenix 124-128 Brooklyn Boston 112-99 Denver Minnesota 104-112 LA Lakers Memphis 113-144 New Orleans Milwaukee 113-124 Toronto Oklahoma 104-115 Portland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira