Lingard segist ekki hafa fengið tækifæri hjá Solskjær Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2021 18:00 Lingard fagnar ásamt nýju liðsfélögum sínum, Ryan Fredericks og Tomas Soucek, í sigrinum á Aston Villa. Shaun Botterill/Getty Images Jesse Lingard er ánægður með skiptin til West Ham en Englendingurinn kom að láni til Hamranna í síðasta mánuði frá uppeldisfélaginu Manchester United. Lingard byrjaði heldur betur af krafti því hann skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum fyrir félagið er þeir unnu útisigur gegn Aston Villa. Enski miðjumaðurinn segir mikilvægt fyrir sig að byrja aftur að spila fótbolta reglulega og fannst hann ekki fá þau tækifæri sem hann átti skilið hjá stjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. „Á þessum aldri þá snýst þetta um að spila reglulega og sýna fólki hvað þú getur,“ sagði Lingard fyrir leik West Ham gegn Sheffield United sem nú er í gangi. Jesse Lingard claims Ole Gunnar Solskjaer didn't give him a chance at Manchester United https://t.co/FLp2MoMXSr— MailOnline Sport (@MailSport) February 15, 2021 „Ég er kominn hingað til að spila, hjálpa liðinu og vinna leiki. Vonandi getum við það. Síðan sjáum við til í lok tímabilsins en núna snýst þetta um að brosa, njóta boltans og finna gamla Jesse.“ „Það er fullt af hæðum og lægðum í fótboltanum og fólk fer í gegnum mismunandi hluti. Það er ekki bara bein lína á toppinn. Fólk lendir í áföllum, sem venjulegt fólk sér ekki, og margt gerist baka til.“ „Í útgöngubanninu rifjaði ég upp mín bestu augnablik í fótboltanum. Tímabilið undir Mourinho þar sem ég skoraði öll þessi mörk og fór á HM. Svo byrjaði ég vel undir Ole Gunnar.“ „Ég kom til baka í mínu besta formi eftir útgöngubannið og fékk ekki tækifærið sem ég var að bíða eftir. Þó að ég hafi ekki verið að spila var ég að æfa aukalega og halda mér í formi. Svo fyrir mér snýst þetta um að leggja mikið á sig og vilja þetta,“ sagði Lingard. Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Lingard byrjaði heldur betur af krafti því hann skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum fyrir félagið er þeir unnu útisigur gegn Aston Villa. Enski miðjumaðurinn segir mikilvægt fyrir sig að byrja aftur að spila fótbolta reglulega og fannst hann ekki fá þau tækifæri sem hann átti skilið hjá stjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. „Á þessum aldri þá snýst þetta um að spila reglulega og sýna fólki hvað þú getur,“ sagði Lingard fyrir leik West Ham gegn Sheffield United sem nú er í gangi. Jesse Lingard claims Ole Gunnar Solskjaer didn't give him a chance at Manchester United https://t.co/FLp2MoMXSr— MailOnline Sport (@MailSport) February 15, 2021 „Ég er kominn hingað til að spila, hjálpa liðinu og vinna leiki. Vonandi getum við það. Síðan sjáum við til í lok tímabilsins en núna snýst þetta um að brosa, njóta boltans og finna gamla Jesse.“ „Það er fullt af hæðum og lægðum í fótboltanum og fólk fer í gegnum mismunandi hluti. Það er ekki bara bein lína á toppinn. Fólk lendir í áföllum, sem venjulegt fólk sér ekki, og margt gerist baka til.“ „Í útgöngubanninu rifjaði ég upp mín bestu augnablik í fótboltanum. Tímabilið undir Mourinho þar sem ég skoraði öll þessi mörk og fór á HM. Svo byrjaði ég vel undir Ole Gunnar.“ „Ég kom til baka í mínu besta formi eftir útgöngubannið og fékk ekki tækifærið sem ég var að bíða eftir. Þó að ég hafi ekki verið að spila var ég að æfa aukalega og halda mér í formi. Svo fyrir mér snýst þetta um að leggja mikið á sig og vilja þetta,“ sagði Lingard.
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira