Kyssti United merkið þrátt fyrir að vera nýkominn frá Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 10:31 Charlie McNeill skoraði fernu fyrir átján ára lið Manchester United í 4-2 sigri á Manchester City um helgina. Getty/ John Peters Það er ekki alltaf sem leikir í undir átján ára deildinni í enska fótboltanum fá athygli í netmiðlum en ein frammistaða um helgina breytti því snögglega. Charlie McNeill var leikmaður Manchester City á síðasta tímabili en fór hann illa með sína gömlu félaga í leik um helgina. McNeill skoraði nefnilega fernu þegar Manchester United vann 4-2 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum. Það er aftur á móti saga Charlie McNeill sem gerir þessar frammistöðu hans enn athyglisverðari. 17-year-old Charlie McNeill scored over 600 goals for Manchester City at youth level.Last year he joined rivals United for $1 million.Today he scored four goals in the U18 derby and celebrated by kissing the United badge pic.twitter.com/1suitXf48N— B/R Football (@brfootball) February 13, 2021 Charlie McNeill er aðeins sautján ára gamall en miðað við markaskor hans fyrir yngri lið Manchester City og Manchester United þá ætti hann að geta látið að sér kveða í framtíðinni. Manchester United sótti hann til Manchester City í sumar og borgaði fyrir hann eina milljón punda eða 179 milljónir íslenskra króna. Upphafsgreiðslan var 750 þúsund pund en hún getur hækkað upp í milljón. McNeill hafði raðað inn mörkum fyrir unglingalið City og þau voru líklegast orðin yfir sex hundruð talsins. McNeill var stuðningsmaður Manchester United þegar hann var yngri. Hann fékk aftur á móti sitt fyrsta tækifæri með liði Manchester City árið 2014 þegar hann komst inn í knattspyrnuakademíu félagsins. Charlie McNeill with a hattrick against his former club and celebrates his first goal by kissing the badge. Top red pic.twitter.com/G4Y0mOC7Ix— Scott Patterson (@R_o_M) February 13, 2021 McNeill dreymdi alltaf um að komast aftur til Manchester United og United keypti hann í sumar eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við Juventus og RB Leipzig. Leikurinn um helgina var hans fyrsti leikur á móti sínu gamla félagi og það er óhætt að segja að hann hafi verið maður leiksins. Strákurinn fékk líka mikla ást á netmiðlum fyrir að sýna Manchester United ást sína með því að kyssa félagsmerkið eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Mörkin urðu á endanum fjögur í 4-2 sigri. McNeill ætlaði augljóslega ekki að fylgja þeirri hefð að fagna ekki þegar þú skorar á móti þínum gömlu félögum, þvert á móti, þá lagði hann ofuráherslu á að sýna hvar hollusta hans er í dag. Stuðningsmenn Manchester United fór mjög ánægðir með strákinn og létu ást sína í ljós á netmiðlum. Charlie McNeill er þegar farinn að skapa sér nafn fyrir sín sérstöku fögn eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir neðan. Man United U18 striker Charlie McNeill this season: Shushed Liverpool after scoring in win Did 'take the L' dance after scoring twice vs. Leeds Kissed the badge after scoring four against former club Man City pic.twitter.com/1eBSoxSQdC— ESPN FC (@ESPNFC) February 13, 2021 McNeill átti líka eftir að bæta við þremur öðrum mörkum en annað markið hans í leiknum kom eftir að hann fylgdi eftir eigin vítaklúðri. McNeill hefur nú skorað tólf mörk í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir átján ár lið en tíu þessara marka hafa komið í síðustu sex leikjum hans. Þetta er önnur ferna leikmanns Manchester United liðsins á stuttum tíma því Joe Hugill skoraði fjögur mörk á móti Liverpool á dögunum og þá var Shola Shoretire með þrennu á móti Blackburn. Það eru því greinilega að koma upp markaskorarar hjá Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira
Charlie McNeill var leikmaður Manchester City á síðasta tímabili en fór hann illa með sína gömlu félaga í leik um helgina. McNeill skoraði nefnilega fernu þegar Manchester United vann 4-2 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum. Það er aftur á móti saga Charlie McNeill sem gerir þessar frammistöðu hans enn athyglisverðari. 17-year-old Charlie McNeill scored over 600 goals for Manchester City at youth level.Last year he joined rivals United for $1 million.Today he scored four goals in the U18 derby and celebrated by kissing the United badge pic.twitter.com/1suitXf48N— B/R Football (@brfootball) February 13, 2021 Charlie McNeill er aðeins sautján ára gamall en miðað við markaskor hans fyrir yngri lið Manchester City og Manchester United þá ætti hann að geta látið að sér kveða í framtíðinni. Manchester United sótti hann til Manchester City í sumar og borgaði fyrir hann eina milljón punda eða 179 milljónir íslenskra króna. Upphafsgreiðslan var 750 þúsund pund en hún getur hækkað upp í milljón. McNeill hafði raðað inn mörkum fyrir unglingalið City og þau voru líklegast orðin yfir sex hundruð talsins. McNeill var stuðningsmaður Manchester United þegar hann var yngri. Hann fékk aftur á móti sitt fyrsta tækifæri með liði Manchester City árið 2014 þegar hann komst inn í knattspyrnuakademíu félagsins. Charlie McNeill with a hattrick against his former club and celebrates his first goal by kissing the badge. Top red pic.twitter.com/G4Y0mOC7Ix— Scott Patterson (@R_o_M) February 13, 2021 McNeill dreymdi alltaf um að komast aftur til Manchester United og United keypti hann í sumar eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við Juventus og RB Leipzig. Leikurinn um helgina var hans fyrsti leikur á móti sínu gamla félagi og það er óhætt að segja að hann hafi verið maður leiksins. Strákurinn fékk líka mikla ást á netmiðlum fyrir að sýna Manchester United ást sína með því að kyssa félagsmerkið eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Mörkin urðu á endanum fjögur í 4-2 sigri. McNeill ætlaði augljóslega ekki að fylgja þeirri hefð að fagna ekki þegar þú skorar á móti þínum gömlu félögum, þvert á móti, þá lagði hann ofuráherslu á að sýna hvar hollusta hans er í dag. Stuðningsmenn Manchester United fór mjög ánægðir með strákinn og létu ást sína í ljós á netmiðlum. Charlie McNeill er þegar farinn að skapa sér nafn fyrir sín sérstöku fögn eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir neðan. Man United U18 striker Charlie McNeill this season: Shushed Liverpool after scoring in win Did 'take the L' dance after scoring twice vs. Leeds Kissed the badge after scoring four against former club Man City pic.twitter.com/1eBSoxSQdC— ESPN FC (@ESPNFC) February 13, 2021 McNeill átti líka eftir að bæta við þremur öðrum mörkum en annað markið hans í leiknum kom eftir að hann fylgdi eftir eigin vítaklúðri. McNeill hefur nú skorað tólf mörk í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir átján ár lið en tíu þessara marka hafa komið í síðustu sex leikjum hans. Þetta er önnur ferna leikmanns Manchester United liðsins á stuttum tíma því Joe Hugill skoraði fjögur mörk á móti Liverpool á dögunum og þá var Shola Shoretire með þrennu á móti Blackburn. Það eru því greinilega að koma upp markaskorarar hjá Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira