Framboð til stjórnar SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 12. febrúar 2021 09:18 Aðalfundur SVFR verður haldinn 25. febrúar næstkomandi og þar verður kosið um þrjú laus sæti í stjórn félagsins. Aðalfundur SVFR verður haldinn 25. febrúar næstkomandi og þar verður kosið um þrjú laus sæti í stjórn félagsins. Sjálfkjörið verður í stól Formannsins en þar býður Jón Þór Ólason núverandi Formaður sig einn fram. Að auki verður nú kosið í fulltrúaráð og þar eru í framboði Aðalsteinn Ingólfsson, Brynja Gunnarsdóttir, Elín Ingólfsdóttir, Karl Andrés Gíslason, Lilja Bjarnadóttir, Ólafur Kr. Ólafsson, Örn Viðar Skúlason, Þórólfur Halldórsson og Þorsteinn Ólafsson. Í framboði til stjórnar eru ný andlit og er það gleðilefni. Þar má nefna fyrst Helgu Jónsdóttur, Láru Kristjánsdóttur og Martein Jónasson. Síðan bjóða Ólafur Finnbogason og Ragnheiður Thorsteinsdóttir sem fram aftur. Til að skoða meira um frambjóðendur má finna upplýsingar um þá á vef Stangaveiðifélagsins www.svfr.is Ekki er tekið fram á vefnum með hvaða sniði kosningar fara fram en þar sem fjöldatakmarkanir eru í gildi geta líklega ekki allir sem vilja sótt Aðalfundin og eru því hvattir til að kjósa utankjörfundar. Það verður engu að síður að teljast sérkennilegt að félagasamtök eins og SVFR hafi ekki tekið upp tækninýjungar eins og rafræna kosningu til að fá fleiri félagsmenn til að kjósa og taka þátt í starfi félagsins. Það verður að teljast heldur veikt umboð stjórnar í jafn stóru félagi þegar undir 200 manns veita atkvæði sitt. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði
Aðalfundur SVFR verður haldinn 25. febrúar næstkomandi og þar verður kosið um þrjú laus sæti í stjórn félagsins. Sjálfkjörið verður í stól Formannsins en þar býður Jón Þór Ólason núverandi Formaður sig einn fram. Að auki verður nú kosið í fulltrúaráð og þar eru í framboði Aðalsteinn Ingólfsson, Brynja Gunnarsdóttir, Elín Ingólfsdóttir, Karl Andrés Gíslason, Lilja Bjarnadóttir, Ólafur Kr. Ólafsson, Örn Viðar Skúlason, Þórólfur Halldórsson og Þorsteinn Ólafsson. Í framboði til stjórnar eru ný andlit og er það gleðilefni. Þar má nefna fyrst Helgu Jónsdóttur, Láru Kristjánsdóttur og Martein Jónasson. Síðan bjóða Ólafur Finnbogason og Ragnheiður Thorsteinsdóttir sem fram aftur. Til að skoða meira um frambjóðendur má finna upplýsingar um þá á vef Stangaveiðifélagsins www.svfr.is Ekki er tekið fram á vefnum með hvaða sniði kosningar fara fram en þar sem fjöldatakmarkanir eru í gildi geta líklega ekki allir sem vilja sótt Aðalfundin og eru því hvattir til að kjósa utankjörfundar. Það verður engu að síður að teljast sérkennilegt að félagasamtök eins og SVFR hafi ekki tekið upp tækninýjungar eins og rafræna kosningu til að fá fleiri félagsmenn til að kjósa og taka þátt í starfi félagsins. Það verður að teljast heldur veikt umboð stjórnar í jafn stóru félagi þegar undir 200 manns veita atkvæði sitt.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði