Kanadíska liðið í NBA þarf að spila restina af heimaleikjum sínum á Flórída Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 11:01 Kyle Lowry og félagar í Toronto Raptors spila heimaleiki sína á tímabilinu í Flórída fylki. Getty/Mike Ehrmann Það er ekki slæmt að vera íþróttalið í Tampa Bay þessa dagana enda virðist hvert meistaraliðið á fætur öðru koma þaðan. Nú er Tampa borg meira eiginlega búið að eignast NBA lið líka. Toronto Raptors, eina kanadíska liðið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tekið þá ákvörðun að spila alla heimaleiki sína á þessu tímabili í Tampa. Raptors-liðið var tilneytt til að spila heimaleiki sína í Bandaríkjunum vegna sóttvarnarreglna á ferðalögum á milli Bandaríkjanna og Kanada en það var búist við því að liðið myndi snúa heim til Toronto áður en tímabilið kláraðist. The Toronto Raptors will continue playing home games in Tampa to finish the NBA season due to border restrictions and public safety measures in Canada. https://t.co/ZPHMIKebzp— The Athletic (@TheAthletic) February 11, 2021 Eins og flestir vita þá vann Tampa Bay Buccaneers Super Bowl í ameríska fótboltanum á dögunum en áður hafði íshokkíliðið Tampa Bay Lightning unnið Stanley bikarinn og hafnarboltaliðið Tampa Bay Rays komist alla leið í úrslitaleikina sem Bandaríkjamaðurinn kallar World Series „Flórída hefur tekið vel á móti okkur og við erum svo þakklát fyrir gestrisnina í Tampa og í Amalie höllinni. Við búum í borg meistaranna og ætlum að halda í þá hefð og koma með fleiri sigra til nýju vinanna og stuðningsmannanna okkar hér,“ sagði Masai Ujiri, forseti Toronto Raptors, í yfirlýsingu. The ongoing border restrictions and public safety measures in Canada won t allow the Raptors to return to Toronto this season.Tampa, let s get behind our Raptors pic.twitter.com/FoKuvczWfr— Raptors Nation (@RaptorsNationCP) February 11, 2021 „Hjartað okkar er samt heima í Toronto. Við hugsum oft til stuðningsmanna okkar og allra þeirra sem við sökunum þaðan. Við getum ekki beðið eftir því að við hittumst öll á ný,“ bætti Ujiri við. Hvort sem að breytingin háði liði Toronto Raptors í byrjun þá tapaði liðið átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Liðið hefur aftur á móti unnið 10 af 15 leikjum síðan þá og hafa unnið 6 af 11 leikjum sínum í Tampa. Toronto Raptors varð NBA meistari í fyrsta og eina skiptið árið 2019. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Toronto Raptors, eina kanadíska liðið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tekið þá ákvörðun að spila alla heimaleiki sína á þessu tímabili í Tampa. Raptors-liðið var tilneytt til að spila heimaleiki sína í Bandaríkjunum vegna sóttvarnarreglna á ferðalögum á milli Bandaríkjanna og Kanada en það var búist við því að liðið myndi snúa heim til Toronto áður en tímabilið kláraðist. The Toronto Raptors will continue playing home games in Tampa to finish the NBA season due to border restrictions and public safety measures in Canada. https://t.co/ZPHMIKebzp— The Athletic (@TheAthletic) February 11, 2021 Eins og flestir vita þá vann Tampa Bay Buccaneers Super Bowl í ameríska fótboltanum á dögunum en áður hafði íshokkíliðið Tampa Bay Lightning unnið Stanley bikarinn og hafnarboltaliðið Tampa Bay Rays komist alla leið í úrslitaleikina sem Bandaríkjamaðurinn kallar World Series „Flórída hefur tekið vel á móti okkur og við erum svo þakklát fyrir gestrisnina í Tampa og í Amalie höllinni. Við búum í borg meistaranna og ætlum að halda í þá hefð og koma með fleiri sigra til nýju vinanna og stuðningsmannanna okkar hér,“ sagði Masai Ujiri, forseti Toronto Raptors, í yfirlýsingu. The ongoing border restrictions and public safety measures in Canada won t allow the Raptors to return to Toronto this season.Tampa, let s get behind our Raptors pic.twitter.com/FoKuvczWfr— Raptors Nation (@RaptorsNationCP) February 11, 2021 „Hjartað okkar er samt heima í Toronto. Við hugsum oft til stuðningsmanna okkar og allra þeirra sem við sökunum þaðan. Við getum ekki beðið eftir því að við hittumst öll á ný,“ bætti Ujiri við. Hvort sem að breytingin háði liði Toronto Raptors í byrjun þá tapaði liðið átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Liðið hefur aftur á móti unnið 10 af 15 leikjum síðan þá og hafa unnið 6 af 11 leikjum sínum í Tampa. Toronto Raptors varð NBA meistari í fyrsta og eina skiptið árið 2019. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira