Steph Curry með fjörutíu stiga og tíu þrista leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 08:01 Stephen Curry er hér á undan Dwayne Bacon og skorar fyrir Golden State í nótt. AP/Jeff Chiu Stephen Curry átti enn einn stórleikinn í nótt þegar Golden State Warriors vann í endurkomu sinn á heima til San Francisco eftir fjóra útileiki í röð í Texas. Stephen Curry skoraði 40 stig á 37 mínútum þegar Golden State Warriors vann 111-105 sigur á Orlando Magic en Curry hitti úr 10 af 19 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var einnig með 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Curry hefur verið sjóðheitur að undanförnu og er nú með fjóra þrista eða meira í þrettán leikjum í röð. Þetta var sautjándi leikur hans á ferlinum með tíu þrista eða fleiri. 9 threes for Steph Curry! @warriors 95@OrlandoMagic 91Mid-4th Q on NBA LP pic.twitter.com/3tFBoZfhZK— NBA (@NBA) February 12, 2021 Andrew Wiggins skoraði 21 stig fyrir Golden State liðið og Kelly Oubre Jr. bætti við 17 stigum og 10 fráköstum. Liðið var án nýliðans James Wiseman. Nikola Vucevic var með 25 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Orlando Magic og þeir Dwayne Bacon og Terrence Ross voru báðir með tuttugu stig. 1 5 for Melo in the 4th on TNT!@trailblazers 108@sixers 107 4:15 left pic.twitter.com/aOJ2vsCpj9— NBA (@NBA) February 12, 2021 Damian Lillard skoraði 30 stig þegar Portland Trail Blazers vann 118-114 heimasigur á Philadelphia 76ers og Carmelo Anthony kom með 24 stig á 26 mínútum af bekknum en Melo hitti meðal annars úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Joel Embiid var með 35 stig fyrir Philadelphia 76ers og Ben Simmons bætti við 23 stigum, 11 fráköstum og 9 stoðsendingum. 76ers liðið kastaði boltanum frá sér í blálokin þegar liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn með tveggja stiga körfu. 6 threes apiece for Semi Ojeleye & Payton Pritchard in the @celtics win!@semi: 24 PTS (career high)@paytonpritch3: 20 PTS pic.twitter.com/mLmHmYCqCk— NBA (@NBA) February 12, 2021 Það voru tvær óvæntar stjörnur sem voru í aðalhlutverki þegar Boston Celtics vann 120-106 heimasigur á Toronto Raptors. Semi Ojeleye setti nýtt persónulegt met með því að skora 24 stig og sex þrista og nýliðinn Payton Pritchard var með 20 stig og einnig sex þrista. Stjörnuleikmennirnir Jayson Tatum og Jaylen Brown voru saman með 19 stoðsendingar í leiknum, Brown var með 12 stig og 10 stoðsendingar en Tatum með 17 stig og 9 stoðsendingar. Kemba Walker skoraði 21 stig og var með fimm þrista en Boston skoraði alls tuttugu þriggja stiga körfur í leiknum. Boston liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Kyle Lowry var atkvæðamestur hjá Toronto með 24 stig og 6 stoðsendingar en Pascal Siakam skoraði 23 stig. Triple-double for @JimmyButler in the @MiamiHEAT's 4th-straight win! 27 PTS 10 REB 10 AST pic.twitter.com/sL7ftFTYE6— NBA (@NBA) February 12, 2021 Jimmy Butler var með þrennu, 27 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, þegar Miami Heat vann 101-94 sigur á Houston Rockets. Þetta var fjórði sigur Miami liðsins í röð en Houston var aftur á moti að tapa sínum fjórða leik í röð. Heat liðið var næstum því með tvo leikmenn með þrennu í þessum leik því Bam Adebayo endaði með 10 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Domantas Sabonis var með 26 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Indiana Pacers endaði fjögurra leikja taphrinu með 111-95 sigri á Detroit Pistons. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 111-105 Portland Trail Blazers - Philadelphia 76ers 118-114 Boston Celtics - Toronto Raptors 120-106 Detroit Pistons - Indiana Pacers 95-111 Houston Rockets - Miami Heat 94-101 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Stephen Curry skoraði 40 stig á 37 mínútum þegar Golden State Warriors vann 111-105 sigur á Orlando Magic en Curry hitti úr 10 af 19 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var einnig með 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Curry hefur verið sjóðheitur að undanförnu og er nú með fjóra þrista eða meira í þrettán leikjum í röð. Þetta var sautjándi leikur hans á ferlinum með tíu þrista eða fleiri. 9 threes for Steph Curry! @warriors 95@OrlandoMagic 91Mid-4th Q on NBA LP pic.twitter.com/3tFBoZfhZK— NBA (@NBA) February 12, 2021 Andrew Wiggins skoraði 21 stig fyrir Golden State liðið og Kelly Oubre Jr. bætti við 17 stigum og 10 fráköstum. Liðið var án nýliðans James Wiseman. Nikola Vucevic var með 25 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Orlando Magic og þeir Dwayne Bacon og Terrence Ross voru báðir með tuttugu stig. 1 5 for Melo in the 4th on TNT!@trailblazers 108@sixers 107 4:15 left pic.twitter.com/aOJ2vsCpj9— NBA (@NBA) February 12, 2021 Damian Lillard skoraði 30 stig þegar Portland Trail Blazers vann 118-114 heimasigur á Philadelphia 76ers og Carmelo Anthony kom með 24 stig á 26 mínútum af bekknum en Melo hitti meðal annars úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Joel Embiid var með 35 stig fyrir Philadelphia 76ers og Ben Simmons bætti við 23 stigum, 11 fráköstum og 9 stoðsendingum. 76ers liðið kastaði boltanum frá sér í blálokin þegar liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn með tveggja stiga körfu. 6 threes apiece for Semi Ojeleye & Payton Pritchard in the @celtics win!@semi: 24 PTS (career high)@paytonpritch3: 20 PTS pic.twitter.com/mLmHmYCqCk— NBA (@NBA) February 12, 2021 Það voru tvær óvæntar stjörnur sem voru í aðalhlutverki þegar Boston Celtics vann 120-106 heimasigur á Toronto Raptors. Semi Ojeleye setti nýtt persónulegt met með því að skora 24 stig og sex þrista og nýliðinn Payton Pritchard var með 20 stig og einnig sex þrista. Stjörnuleikmennirnir Jayson Tatum og Jaylen Brown voru saman með 19 stoðsendingar í leiknum, Brown var með 12 stig og 10 stoðsendingar en Tatum með 17 stig og 9 stoðsendingar. Kemba Walker skoraði 21 stig og var með fimm þrista en Boston skoraði alls tuttugu þriggja stiga körfur í leiknum. Boston liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Kyle Lowry var atkvæðamestur hjá Toronto með 24 stig og 6 stoðsendingar en Pascal Siakam skoraði 23 stig. Triple-double for @JimmyButler in the @MiamiHEAT's 4th-straight win! 27 PTS 10 REB 10 AST pic.twitter.com/sL7ftFTYE6— NBA (@NBA) February 12, 2021 Jimmy Butler var með þrennu, 27 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, þegar Miami Heat vann 101-94 sigur á Houston Rockets. Þetta var fjórði sigur Miami liðsins í röð en Houston var aftur á moti að tapa sínum fjórða leik í röð. Heat liðið var næstum því með tvo leikmenn með þrennu í þessum leik því Bam Adebayo endaði með 10 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Domantas Sabonis var með 26 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Indiana Pacers endaði fjögurra leikja taphrinu með 111-95 sigri á Detroit Pistons. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 111-105 Portland Trail Blazers - Philadelphia 76ers 118-114 Boston Celtics - Toronto Raptors 120-106 Detroit Pistons - Indiana Pacers 95-111 Houston Rockets - Miami Heat 94-101 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 111-105 Portland Trail Blazers - Philadelphia 76ers 118-114 Boston Celtics - Toronto Raptors 120-106 Detroit Pistons - Indiana Pacers 95-111 Houston Rockets - Miami Heat 94-101
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn