Steph Curry með fjörutíu stiga og tíu þrista leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 08:01 Stephen Curry er hér á undan Dwayne Bacon og skorar fyrir Golden State í nótt. AP/Jeff Chiu Stephen Curry átti enn einn stórleikinn í nótt þegar Golden State Warriors vann í endurkomu sinn á heima til San Francisco eftir fjóra útileiki í röð í Texas. Stephen Curry skoraði 40 stig á 37 mínútum þegar Golden State Warriors vann 111-105 sigur á Orlando Magic en Curry hitti úr 10 af 19 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var einnig með 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Curry hefur verið sjóðheitur að undanförnu og er nú með fjóra þrista eða meira í þrettán leikjum í röð. Þetta var sautjándi leikur hans á ferlinum með tíu þrista eða fleiri. 9 threes for Steph Curry! @warriors 95@OrlandoMagic 91Mid-4th Q on NBA LP pic.twitter.com/3tFBoZfhZK— NBA (@NBA) February 12, 2021 Andrew Wiggins skoraði 21 stig fyrir Golden State liðið og Kelly Oubre Jr. bætti við 17 stigum og 10 fráköstum. Liðið var án nýliðans James Wiseman. Nikola Vucevic var með 25 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Orlando Magic og þeir Dwayne Bacon og Terrence Ross voru báðir með tuttugu stig. 1 5 for Melo in the 4th on TNT!@trailblazers 108@sixers 107 4:15 left pic.twitter.com/aOJ2vsCpj9— NBA (@NBA) February 12, 2021 Damian Lillard skoraði 30 stig þegar Portland Trail Blazers vann 118-114 heimasigur á Philadelphia 76ers og Carmelo Anthony kom með 24 stig á 26 mínútum af bekknum en Melo hitti meðal annars úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Joel Embiid var með 35 stig fyrir Philadelphia 76ers og Ben Simmons bætti við 23 stigum, 11 fráköstum og 9 stoðsendingum. 76ers liðið kastaði boltanum frá sér í blálokin þegar liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn með tveggja stiga körfu. 6 threes apiece for Semi Ojeleye & Payton Pritchard in the @celtics win!@semi: 24 PTS (career high)@paytonpritch3: 20 PTS pic.twitter.com/mLmHmYCqCk— NBA (@NBA) February 12, 2021 Það voru tvær óvæntar stjörnur sem voru í aðalhlutverki þegar Boston Celtics vann 120-106 heimasigur á Toronto Raptors. Semi Ojeleye setti nýtt persónulegt met með því að skora 24 stig og sex þrista og nýliðinn Payton Pritchard var með 20 stig og einnig sex þrista. Stjörnuleikmennirnir Jayson Tatum og Jaylen Brown voru saman með 19 stoðsendingar í leiknum, Brown var með 12 stig og 10 stoðsendingar en Tatum með 17 stig og 9 stoðsendingar. Kemba Walker skoraði 21 stig og var með fimm þrista en Boston skoraði alls tuttugu þriggja stiga körfur í leiknum. Boston liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Kyle Lowry var atkvæðamestur hjá Toronto með 24 stig og 6 stoðsendingar en Pascal Siakam skoraði 23 stig. Triple-double for @JimmyButler in the @MiamiHEAT's 4th-straight win! 27 PTS 10 REB 10 AST pic.twitter.com/sL7ftFTYE6— NBA (@NBA) February 12, 2021 Jimmy Butler var með þrennu, 27 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, þegar Miami Heat vann 101-94 sigur á Houston Rockets. Þetta var fjórði sigur Miami liðsins í röð en Houston var aftur á moti að tapa sínum fjórða leik í röð. Heat liðið var næstum því með tvo leikmenn með þrennu í þessum leik því Bam Adebayo endaði með 10 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Domantas Sabonis var með 26 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Indiana Pacers endaði fjögurra leikja taphrinu með 111-95 sigri á Detroit Pistons. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 111-105 Portland Trail Blazers - Philadelphia 76ers 118-114 Boston Celtics - Toronto Raptors 120-106 Detroit Pistons - Indiana Pacers 95-111 Houston Rockets - Miami Heat 94-101 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Stephen Curry skoraði 40 stig á 37 mínútum þegar Golden State Warriors vann 111-105 sigur á Orlando Magic en Curry hitti úr 10 af 19 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var einnig með 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Curry hefur verið sjóðheitur að undanförnu og er nú með fjóra þrista eða meira í þrettán leikjum í röð. Þetta var sautjándi leikur hans á ferlinum með tíu þrista eða fleiri. 9 threes for Steph Curry! @warriors 95@OrlandoMagic 91Mid-4th Q on NBA LP pic.twitter.com/3tFBoZfhZK— NBA (@NBA) February 12, 2021 Andrew Wiggins skoraði 21 stig fyrir Golden State liðið og Kelly Oubre Jr. bætti við 17 stigum og 10 fráköstum. Liðið var án nýliðans James Wiseman. Nikola Vucevic var með 25 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Orlando Magic og þeir Dwayne Bacon og Terrence Ross voru báðir með tuttugu stig. 1 5 for Melo in the 4th on TNT!@trailblazers 108@sixers 107 4:15 left pic.twitter.com/aOJ2vsCpj9— NBA (@NBA) February 12, 2021 Damian Lillard skoraði 30 stig þegar Portland Trail Blazers vann 118-114 heimasigur á Philadelphia 76ers og Carmelo Anthony kom með 24 stig á 26 mínútum af bekknum en Melo hitti meðal annars úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Joel Embiid var með 35 stig fyrir Philadelphia 76ers og Ben Simmons bætti við 23 stigum, 11 fráköstum og 9 stoðsendingum. 76ers liðið kastaði boltanum frá sér í blálokin þegar liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn með tveggja stiga körfu. 6 threes apiece for Semi Ojeleye & Payton Pritchard in the @celtics win!@semi: 24 PTS (career high)@paytonpritch3: 20 PTS pic.twitter.com/mLmHmYCqCk— NBA (@NBA) February 12, 2021 Það voru tvær óvæntar stjörnur sem voru í aðalhlutverki þegar Boston Celtics vann 120-106 heimasigur á Toronto Raptors. Semi Ojeleye setti nýtt persónulegt met með því að skora 24 stig og sex þrista og nýliðinn Payton Pritchard var með 20 stig og einnig sex þrista. Stjörnuleikmennirnir Jayson Tatum og Jaylen Brown voru saman með 19 stoðsendingar í leiknum, Brown var með 12 stig og 10 stoðsendingar en Tatum með 17 stig og 9 stoðsendingar. Kemba Walker skoraði 21 stig og var með fimm þrista en Boston skoraði alls tuttugu þriggja stiga körfur í leiknum. Boston liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Kyle Lowry var atkvæðamestur hjá Toronto með 24 stig og 6 stoðsendingar en Pascal Siakam skoraði 23 stig. Triple-double for @JimmyButler in the @MiamiHEAT's 4th-straight win! 27 PTS 10 REB 10 AST pic.twitter.com/sL7ftFTYE6— NBA (@NBA) February 12, 2021 Jimmy Butler var með þrennu, 27 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, þegar Miami Heat vann 101-94 sigur á Houston Rockets. Þetta var fjórði sigur Miami liðsins í röð en Houston var aftur á moti að tapa sínum fjórða leik í röð. Heat liðið var næstum því með tvo leikmenn með þrennu í þessum leik því Bam Adebayo endaði með 10 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Domantas Sabonis var með 26 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Indiana Pacers endaði fjögurra leikja taphrinu með 111-95 sigri á Detroit Pistons. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 111-105 Portland Trail Blazers - Philadelphia 76ers 118-114 Boston Celtics - Toronto Raptors 120-106 Detroit Pistons - Indiana Pacers 95-111 Houston Rockets - Miami Heat 94-101 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 111-105 Portland Trail Blazers - Philadelphia 76ers 118-114 Boston Celtics - Toronto Raptors 120-106 Detroit Pistons - Indiana Pacers 95-111 Houston Rockets - Miami Heat 94-101
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira