„Það var svakaleg orka í okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 22:33 Jakob Örn Sigurðarson skoraði 14 stig í kvöld í sigrinum á Stjörnunni. vísir/bára „Þetta var rosagóður sigur á heimavelli, loksins. Mér finnst þetta vera á uppleið og ég var ánægður með okkur í dag,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson eftir sigur KR á Stjörnunni í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld. KR vann fyrsta leikhluta 31-13 og leikinn samtals með níu stiga mun, 100-91. „Við byrjuðum rosalega sterkt, hittum vel og það var svakaleg orka í okkur. Við náðum öllum lausum boltum og slíkt. Það var mjög gott. Svo náttúrulega koma þeir inn í leikinn. Við vorum að spila við rosalega gott lið – reynda menn – og þeir fundu svolítið lausnir við því sem við vorum að gera þegar þeir voru að „pósta upp“. Að sama skapi var mjög gott hjá okkur að missa ekki hausinn heldur halda dampi og ná að klára þetta í lokin,“ sagði Jakob. Stjarnan minnkaði muninn um 13 stig í þriðja leikhluta, niður í aðeins þrjú stig. „Við vissum alveg að þeir myndu koma með eitthvað „run“. Það gerðist frekar fljótt fannst mér, alveg í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir komust strax inn í leikinn. Fjórði leikhluti var bara jafn og gat farið hvoru megin sem var. Ég er rosalega ánægður með að við skyldum finna lausn í lokin og setja niður stóru skotin,“ sagði Jakob sem setti niður fjögur af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 14 stig í leiknum. KR-ingar, sem verða að teljast með lágvaxið lið, tóku fleiri fráköst en Stjörnumenn í fyrri hálfleiknum en enduðu þó með 36 fráköst gegn 46 fráköstum Stjörnunnar. Frammistaðan í fyrri hálfleiknum var þó það sem gerði útslagið í kvöld: „Við erum litlir, erum að berjast en auðvitað gefum við upp sóknarfráköst. Það er bara gefið þegar maður er með minna lið, og svolítið mikið minna lið. En við erum með aðra kosti á móti. Það er erfiðara að dekka okkur, við erum hreyfanlegir, svo við reynum að vinna þetta upp á annan hátt,“ sagði Jakob en KR skoraði úr 18 af 39 þriggja stiga skotum sínum í kvöld. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira
KR vann fyrsta leikhluta 31-13 og leikinn samtals með níu stiga mun, 100-91. „Við byrjuðum rosalega sterkt, hittum vel og það var svakaleg orka í okkur. Við náðum öllum lausum boltum og slíkt. Það var mjög gott. Svo náttúrulega koma þeir inn í leikinn. Við vorum að spila við rosalega gott lið – reynda menn – og þeir fundu svolítið lausnir við því sem við vorum að gera þegar þeir voru að „pósta upp“. Að sama skapi var mjög gott hjá okkur að missa ekki hausinn heldur halda dampi og ná að klára þetta í lokin,“ sagði Jakob. Stjarnan minnkaði muninn um 13 stig í þriðja leikhluta, niður í aðeins þrjú stig. „Við vissum alveg að þeir myndu koma með eitthvað „run“. Það gerðist frekar fljótt fannst mér, alveg í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir komust strax inn í leikinn. Fjórði leikhluti var bara jafn og gat farið hvoru megin sem var. Ég er rosalega ánægður með að við skyldum finna lausn í lokin og setja niður stóru skotin,“ sagði Jakob sem setti niður fjögur af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 14 stig í leiknum. KR-ingar, sem verða að teljast með lágvaxið lið, tóku fleiri fráköst en Stjörnumenn í fyrri hálfleiknum en enduðu þó með 36 fráköst gegn 46 fráköstum Stjörnunnar. Frammistaðan í fyrri hálfleiknum var þó það sem gerði útslagið í kvöld: „Við erum litlir, erum að berjast en auðvitað gefum við upp sóknarfráköst. Það er bara gefið þegar maður er með minna lið, og svolítið mikið minna lið. En við erum með aðra kosti á móti. Það er erfiðara að dekka okkur, við erum hreyfanlegir, svo við reynum að vinna þetta upp á annan hátt,“ sagði Jakob en KR skoraði úr 18 af 39 þriggja stiga skotum sínum í kvöld.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira
Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45