Neymar var í byrjunarliði PSG er liðið heimsótti Caen í franska bikarnum í gærkvöld. Hann var tekinn af velli vegna meiðsla eftir slétta klukkustund er staðan var 1-0 PSG í vil þökk sé marki lánsmannsins Moise Kean. Reyndist það eina mark leiksins.
Nú hefur PSG staðfest að Brasilíumaðurinn verði frá í allavega fjórar vikur og því öruggt að hann missi af ferð frönsku meistaranna til Katalóníu þar sem liðið mætir Barcelona í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Blow for Paris. Neymar ruled out for around 4 weeks with a left adductor injury. Will miss first-leg last-16 tie at Barcelona.#UCL pic.twitter.com/rZuSN2zJq3
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 11, 2021
Síðari leikur liðanna fer fram þann 10. mars næstkomandi og óvíst er hvort Neymar verði orðinn heill heilsu er sá leikur fer fram.
Neymar lék með Börsungum áður en PSG gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni í heimi sumarið 2017. Það verður því ekkert af endurfundum Lionel Messi og Neymar en þeir tveir var og er vel til vina.
Leikir PSG og Barcelona, líkt og aðrir leikri 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.