Magnaður Mitchell ástæða þess að Utah er heitasta liðið í NBA deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2021 23:30 Donovan Mitchell í leik Utah Jazz og Boston Celtics. Mitchell leiddi Utah til sigurs, þeirra 20. á tímabilinu. Alex Goodlett/Getty Images Utah Jazz er sem stendur besta liðið í NBA-deildinni í körfubolta með 20 sigra og aðeins fimm töp. Donovan Mitchell hefur verið þeirra besti maður en hann skoraði 36 stig í frábærum sigri á Boston Celtics fyrr í vikunni. Farið var yfir mikilvægi Mitchell í grein á íþróttamiðlinum The Athletic eftir magnaðan 122-108 sigur Jazz á Celtics. „Mitchell var besti leikmaður vallarins þegar hvað mest var undir. Hann var leikmaðurinn með mesta orkuna. Hann var leikmaðurinn sem tók skotin þegar þess þurfti. Hann var sá sem tók allar stóru ákvarðanirnar í sóknarleiknum,“ segir í greininni. 36 PTS (6 3PM), 9 AST 16th win in last 17 games W number 20 of the season@spidadmitchell and the @utahjazz stay hot with the victory vs. Boston! #TakeNote pic.twitter.com/e4eMvV6UFG— NBA (@NBA) February 10, 2021 Samherjar Mitchell hafa einnig verið frábærir það sem af er leiktíð. Þar má nefna Rudy Gobert, Joe Ingles, Bojan Bogdanovic, Mike Conley og jafnvel Jordan Clarkson sem hefur verið að koma inn af bekknum. Þrátt fyrir frábærar frammistöður þessara leikmanna er það Mitchell sem ákveður hversu hátt þak Utah Jazz er, hvort liðið geti virkilega barist um titilinn. Utah skoraði 122 stig gegn Celtics eins og áður kom fram. Þrátt fyrir það var varnarleikur Boston-manna ekki slæmur í leiknum, Mitchell var bara með svindlkóðann og var með svör við öllu sem Boston henti framan í hann. Sérstaklega undir lok leiks en Mitchell kom að 20 stigum á síðustu fimm mínútum leiksins. „Í fyrra eða árið þar á undan hefði ég ekki fundið Rudy undir lok leiks. Að vinna læknar allt. Ég held að við séum bara að vinna leiðir til að vinna leiki. Við viljum samt ekki aðeins vinna leiki í deildarkeppninni,“ sagði Mitchell eftir leikinn gegn Boston. Jazz datt út í oddaleik gegn Denver Nuggets á síðustu leiktíð, eitthvað sem Mitchell tók nærri sér. Hann var mættur aftur til æfinga aðeins nokkrum dögum síðar, bæði með bolta og svo í lyftingarsalnum. Hann lofaði sjálfum sér – og fjölmiðlum – að hann myndi aldrei detta aftur út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við höfum dottið út snemma tvö ár í röð. Við þurfum að komast í gegnum þá hindrun. Við viljum vinna meistaratitil.“ Stóra spurningin er hvort gott gengi Utah haldi áfram og hvort félagið geti komist loksins lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Farið var yfir mikilvægi Mitchell í grein á íþróttamiðlinum The Athletic eftir magnaðan 122-108 sigur Jazz á Celtics. „Mitchell var besti leikmaður vallarins þegar hvað mest var undir. Hann var leikmaðurinn með mesta orkuna. Hann var leikmaðurinn sem tók skotin þegar þess þurfti. Hann var sá sem tók allar stóru ákvarðanirnar í sóknarleiknum,“ segir í greininni. 36 PTS (6 3PM), 9 AST 16th win in last 17 games W number 20 of the season@spidadmitchell and the @utahjazz stay hot with the victory vs. Boston! #TakeNote pic.twitter.com/e4eMvV6UFG— NBA (@NBA) February 10, 2021 Samherjar Mitchell hafa einnig verið frábærir það sem af er leiktíð. Þar má nefna Rudy Gobert, Joe Ingles, Bojan Bogdanovic, Mike Conley og jafnvel Jordan Clarkson sem hefur verið að koma inn af bekknum. Þrátt fyrir frábærar frammistöður þessara leikmanna er það Mitchell sem ákveður hversu hátt þak Utah Jazz er, hvort liðið geti virkilega barist um titilinn. Utah skoraði 122 stig gegn Celtics eins og áður kom fram. Þrátt fyrir það var varnarleikur Boston-manna ekki slæmur í leiknum, Mitchell var bara með svindlkóðann og var með svör við öllu sem Boston henti framan í hann. Sérstaklega undir lok leiks en Mitchell kom að 20 stigum á síðustu fimm mínútum leiksins. „Í fyrra eða árið þar á undan hefði ég ekki fundið Rudy undir lok leiks. Að vinna læknar allt. Ég held að við séum bara að vinna leiðir til að vinna leiki. Við viljum samt ekki aðeins vinna leiki í deildarkeppninni,“ sagði Mitchell eftir leikinn gegn Boston. Jazz datt út í oddaleik gegn Denver Nuggets á síðustu leiktíð, eitthvað sem Mitchell tók nærri sér. Hann var mættur aftur til æfinga aðeins nokkrum dögum síðar, bæði með bolta og svo í lyftingarsalnum. Hann lofaði sjálfum sér – og fjölmiðlum – að hann myndi aldrei detta aftur út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við höfum dottið út snemma tvö ár í röð. Við þurfum að komast í gegnum þá hindrun. Við viljum vinna meistaratitil.“ Stóra spurningin er hvort gott gengi Utah haldi áfram og hvort félagið geti komist loksins lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira