Magnaður Mitchell ástæða þess að Utah er heitasta liðið í NBA deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2021 23:30 Donovan Mitchell í leik Utah Jazz og Boston Celtics. Mitchell leiddi Utah til sigurs, þeirra 20. á tímabilinu. Alex Goodlett/Getty Images Utah Jazz er sem stendur besta liðið í NBA-deildinni í körfubolta með 20 sigra og aðeins fimm töp. Donovan Mitchell hefur verið þeirra besti maður en hann skoraði 36 stig í frábærum sigri á Boston Celtics fyrr í vikunni. Farið var yfir mikilvægi Mitchell í grein á íþróttamiðlinum The Athletic eftir magnaðan 122-108 sigur Jazz á Celtics. „Mitchell var besti leikmaður vallarins þegar hvað mest var undir. Hann var leikmaðurinn með mesta orkuna. Hann var leikmaðurinn sem tók skotin þegar þess þurfti. Hann var sá sem tók allar stóru ákvarðanirnar í sóknarleiknum,“ segir í greininni. 36 PTS (6 3PM), 9 AST 16th win in last 17 games W number 20 of the season@spidadmitchell and the @utahjazz stay hot with the victory vs. Boston! #TakeNote pic.twitter.com/e4eMvV6UFG— NBA (@NBA) February 10, 2021 Samherjar Mitchell hafa einnig verið frábærir það sem af er leiktíð. Þar má nefna Rudy Gobert, Joe Ingles, Bojan Bogdanovic, Mike Conley og jafnvel Jordan Clarkson sem hefur verið að koma inn af bekknum. Þrátt fyrir frábærar frammistöður þessara leikmanna er það Mitchell sem ákveður hversu hátt þak Utah Jazz er, hvort liðið geti virkilega barist um titilinn. Utah skoraði 122 stig gegn Celtics eins og áður kom fram. Þrátt fyrir það var varnarleikur Boston-manna ekki slæmur í leiknum, Mitchell var bara með svindlkóðann og var með svör við öllu sem Boston henti framan í hann. Sérstaklega undir lok leiks en Mitchell kom að 20 stigum á síðustu fimm mínútum leiksins. „Í fyrra eða árið þar á undan hefði ég ekki fundið Rudy undir lok leiks. Að vinna læknar allt. Ég held að við séum bara að vinna leiðir til að vinna leiki. Við viljum samt ekki aðeins vinna leiki í deildarkeppninni,“ sagði Mitchell eftir leikinn gegn Boston. Jazz datt út í oddaleik gegn Denver Nuggets á síðustu leiktíð, eitthvað sem Mitchell tók nærri sér. Hann var mættur aftur til æfinga aðeins nokkrum dögum síðar, bæði með bolta og svo í lyftingarsalnum. Hann lofaði sjálfum sér – og fjölmiðlum – að hann myndi aldrei detta aftur út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við höfum dottið út snemma tvö ár í röð. Við þurfum að komast í gegnum þá hindrun. Við viljum vinna meistaratitil.“ Stóra spurningin er hvort gott gengi Utah haldi áfram og hvort félagið geti komist loksins lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Farið var yfir mikilvægi Mitchell í grein á íþróttamiðlinum The Athletic eftir magnaðan 122-108 sigur Jazz á Celtics. „Mitchell var besti leikmaður vallarins þegar hvað mest var undir. Hann var leikmaðurinn með mesta orkuna. Hann var leikmaðurinn sem tók skotin þegar þess þurfti. Hann var sá sem tók allar stóru ákvarðanirnar í sóknarleiknum,“ segir í greininni. 36 PTS (6 3PM), 9 AST 16th win in last 17 games W number 20 of the season@spidadmitchell and the @utahjazz stay hot with the victory vs. Boston! #TakeNote pic.twitter.com/e4eMvV6UFG— NBA (@NBA) February 10, 2021 Samherjar Mitchell hafa einnig verið frábærir það sem af er leiktíð. Þar má nefna Rudy Gobert, Joe Ingles, Bojan Bogdanovic, Mike Conley og jafnvel Jordan Clarkson sem hefur verið að koma inn af bekknum. Þrátt fyrir frábærar frammistöður þessara leikmanna er það Mitchell sem ákveður hversu hátt þak Utah Jazz er, hvort liðið geti virkilega barist um titilinn. Utah skoraði 122 stig gegn Celtics eins og áður kom fram. Þrátt fyrir það var varnarleikur Boston-manna ekki slæmur í leiknum, Mitchell var bara með svindlkóðann og var með svör við öllu sem Boston henti framan í hann. Sérstaklega undir lok leiks en Mitchell kom að 20 stigum á síðustu fimm mínútum leiksins. „Í fyrra eða árið þar á undan hefði ég ekki fundið Rudy undir lok leiks. Að vinna læknar allt. Ég held að við séum bara að vinna leiðir til að vinna leiki. Við viljum samt ekki aðeins vinna leiki í deildarkeppninni,“ sagði Mitchell eftir leikinn gegn Boston. Jazz datt út í oddaleik gegn Denver Nuggets á síðustu leiktíð, eitthvað sem Mitchell tók nærri sér. Hann var mættur aftur til æfinga aðeins nokkrum dögum síðar, bæði með bolta og svo í lyftingarsalnum. Hann lofaði sjálfum sér – og fjölmiðlum – að hann myndi aldrei detta aftur út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við höfum dottið út snemma tvö ár í röð. Við þurfum að komast í gegnum þá hindrun. Við viljum vinna meistaratitil.“ Stóra spurningin er hvort gott gengi Utah haldi áfram og hvort félagið geti komist loksins lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira