Telja Hjálmar samningsbundinn og ætla að kæra ef þess þarf Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 08:31 Hjálmar Stefánsson er að mati Hauka samningsbundinn félaginu út maí. vísir/bára „Okkar túlkun er sú að hann sé samningsbundinn Haukum. Þetta fer bara sína leið í héraðsdómi ef að þess þarf,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, um mál landsliðsmannsins Hjálmars Stefánssonar. Hjálmar hefur verið leikmaður Carbajosa á Spáni frá því í ágúst en er á heimleið eftir landsleikina nú í febrúar og hefur átt í viðræðum við Val, samkvæmt upplýsingum Vísis. Hjálmar er með landsliðinu í Kósovó þar sem það mætir Slóvakíu á morgun og Lúxemborg á laugardaginn. Haukar telja hins vegar að Hjálmar megi ekki spila með öðru íslensku liði fyrr en frá og með næstu leiktíð. Fjögur stig skilja að Val og Hauka í Dominos-deildinni, í blöndu af fallbaráttu og baráttu um sæti í úrslitakeppninni, og því mikið undir fyrir bæði félög. Hjálmar skrifaði undir samning við Hauka árið 2019 sem gilda átti fram til 31. maí 2021. Þeim samningi var skilað inn á borð KKÍ og nafn Hjálmars birtist enn á vef KKÍ þegar flett er upp í skrá yfir samningsbundna leikmenn. Hjálmar Stefánsson er skráður með samning við Hauka á vef KKÍ.Skjáskot/kki.is „Það var ákvæði í samningnum sem vísaði til þess að hann mætti fara til erlends liðs, en á sama hátt kemur greinilega fram að hann megi ekki ræða við íslensk lið. Við vorum því til í að hleypa honum út ef hann fengi tækifæri þar, en lítum svo á að ef hann er ekki að leita að tækifærum þar sé hann enn samningsbundinn Haukum,“ segir Bragi. Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukaliðinu á komandi leiktíð en hann hefur gert samning við Aquimisa Carbajosa um að...Posted by Haukar körfubolti on Laugardagur, 22. ágúst 2020 Haukar reyndu að fá Hjálmar aftur þegar ljóst var að hann væri á heimleið en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafa ráðfært sig við lögfræðing og telja málið mjög skýrt. „Hann fékk að fara út og elta draumana, en ef að það er ekki lengur þannig þá fellur hann bara aftur á samninginn. Okkar lögfræðingur segir þetta vera nokkuð klippt og skorið. Það sé augljóst í hverju samningurinn felist. Honum sé veitt tækifæri til að fara út í atvinnumennsku en ekki tækifæri til að leita til annarra liða á Íslandi á meðan á samningnum stendur.“ Í höndum Spánverja að veita félagaskipti Þegar Hjálmar fór frá Haukum til Spánar þurftu Haukar að gefa samþykki sitt. KKÍ gaf þá út leyfisbréf, svokallað „letter of clearance“, til spænska sambandsins og Aquimisa Carbajosa „eignaðist“ Hauk. Það er því í höndum spænska félagsins að veita leyfi fyrir félagaskiptum núna, og spænska sambandsins að staðfesta það við KKÍ. Hjálmar Stefánsson spilar með íslenska landsliðinu í Kósóvó síðar í mánuðinum, í lokaleikjunum í forkeppni HM.vísir/bára „Þetta flækir málið. Við vorum ekki í aðstöðu til að synja honum um undirskrift félagaskipta. En það breytir bara því ekki að samkvæmt samningalögum og íslenskum vinnuréttarlögum er hann með samning við rekstrarfélag Hauka ehf.,“ segir Bragi. Beiðni frá Val eða öðru félagi um félagaskipti fyrir Hjálmar hefur ekki borist KKÍ svo vitað sé og því í raun ekkert sem Haukar geta gert að svo stöddu. Eins og fyrr segir eru þeir reiðubúnir að leita til almennra dómstóla ef þess gerist þörf. „Við höfum sent okkar rökstuðning á KKÍ. Ég veit ekki hvaða verkfæri KKÍ hefur til að takast á við þetta mál en annars verður þetta bara einkamál. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað leiðinlegir við hann. Hann samdi bara við okkur og okkur finnst eðlilegt að hann reyni ekki að nýta sér einhverja tæknigalla í samningi til að hlaupast undan honum,“ segir Bragi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Valur Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Hjálmar hefur verið leikmaður Carbajosa á Spáni frá því í ágúst en er á heimleið eftir landsleikina nú í febrúar og hefur átt í viðræðum við Val, samkvæmt upplýsingum Vísis. Hjálmar er með landsliðinu í Kósovó þar sem það mætir Slóvakíu á morgun og Lúxemborg á laugardaginn. Haukar telja hins vegar að Hjálmar megi ekki spila með öðru íslensku liði fyrr en frá og með næstu leiktíð. Fjögur stig skilja að Val og Hauka í Dominos-deildinni, í blöndu af fallbaráttu og baráttu um sæti í úrslitakeppninni, og því mikið undir fyrir bæði félög. Hjálmar skrifaði undir samning við Hauka árið 2019 sem gilda átti fram til 31. maí 2021. Þeim samningi var skilað inn á borð KKÍ og nafn Hjálmars birtist enn á vef KKÍ þegar flett er upp í skrá yfir samningsbundna leikmenn. Hjálmar Stefánsson er skráður með samning við Hauka á vef KKÍ.Skjáskot/kki.is „Það var ákvæði í samningnum sem vísaði til þess að hann mætti fara til erlends liðs, en á sama hátt kemur greinilega fram að hann megi ekki ræða við íslensk lið. Við vorum því til í að hleypa honum út ef hann fengi tækifæri þar, en lítum svo á að ef hann er ekki að leita að tækifærum þar sé hann enn samningsbundinn Haukum,“ segir Bragi. Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukaliðinu á komandi leiktíð en hann hefur gert samning við Aquimisa Carbajosa um að...Posted by Haukar körfubolti on Laugardagur, 22. ágúst 2020 Haukar reyndu að fá Hjálmar aftur þegar ljóst var að hann væri á heimleið en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafa ráðfært sig við lögfræðing og telja málið mjög skýrt. „Hann fékk að fara út og elta draumana, en ef að það er ekki lengur þannig þá fellur hann bara aftur á samninginn. Okkar lögfræðingur segir þetta vera nokkuð klippt og skorið. Það sé augljóst í hverju samningurinn felist. Honum sé veitt tækifæri til að fara út í atvinnumennsku en ekki tækifæri til að leita til annarra liða á Íslandi á meðan á samningnum stendur.“ Í höndum Spánverja að veita félagaskipti Þegar Hjálmar fór frá Haukum til Spánar þurftu Haukar að gefa samþykki sitt. KKÍ gaf þá út leyfisbréf, svokallað „letter of clearance“, til spænska sambandsins og Aquimisa Carbajosa „eignaðist“ Hauk. Það er því í höndum spænska félagsins að veita leyfi fyrir félagaskiptum núna, og spænska sambandsins að staðfesta það við KKÍ. Hjálmar Stefánsson spilar með íslenska landsliðinu í Kósóvó síðar í mánuðinum, í lokaleikjunum í forkeppni HM.vísir/bára „Þetta flækir málið. Við vorum ekki í aðstöðu til að synja honum um undirskrift félagaskipta. En það breytir bara því ekki að samkvæmt samningalögum og íslenskum vinnuréttarlögum er hann með samning við rekstrarfélag Hauka ehf.,“ segir Bragi. Beiðni frá Val eða öðru félagi um félagaskipti fyrir Hjálmar hefur ekki borist KKÍ svo vitað sé og því í raun ekkert sem Haukar geta gert að svo stöddu. Eins og fyrr segir eru þeir reiðubúnir að leita til almennra dómstóla ef þess gerist þörf. „Við höfum sent okkar rökstuðning á KKÍ. Ég veit ekki hvaða verkfæri KKÍ hefur til að takast á við þetta mál en annars verður þetta bara einkamál. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað leiðinlegir við hann. Hann samdi bara við okkur og okkur finnst eðlilegt að hann reyni ekki að nýta sér einhverja tæknigalla í samningi til að hlaupast undan honum,“ segir Bragi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Valur Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira