„Óþolandi kjánalegt“ að Martin megi ekki vera með Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 17:16 Martin Hermannsson verður fjarri góðu gamni þegar landsliðið spilar í Kósóvó. Hann verður reyndar í öðru gamni, með liði Valencia í Euroleague. Getty/Ivan Terron Íslenska karlalandsliðið í körfubolta heldur af stað til Kósóvó á laugardaginn og mætir þar Slóvakíu og Lúxemborg í lokaleikjum riðilsins í forkeppni HM. Suma af bestu leikmönnum þjóðarinnar vantar í landsliðshópinn. Landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Á meðal þeirra sem að ekki geta verið með er Martin Hermannsson sem spilar með liði sínu Valencia gegn Real Madrid og Zenit í Euroleague á sama tíma. Euroleague er einkafyrirtæki og tekur ekki tillit til landsleikja eins og flestar landsdeildir gera og er þekkt í öðrum boltagreinum, eins og fótbolta og handbolta. „Þetta er óþolandi kjánalegt. Að menn komist ekki í landsleiki út af því að einhver önnur deild er í gangi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um landsliðið hefst eftir 24 mínútur og 45 sekúndur. „Þetta er það sem ég segi um þessa ofurdeild í knattspyrnu sem verið er að tala um,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar á grænni grein ef sömu reglur giltu um uppeldisbætur „Euroleague á sig sjálfa, eða félögin eiga Euroleague, og eru ekki í neinu samstarfi við FIBA. Peningurinn seytlar því aldrei niður í grasrótina eins og í fótboltanum. Ekki það að fótboltinn er svo mikið „beast“ að það verða til svo miklar tekjur að það er hægt að láta þær seytlast niður. Það er erfiðara í körfunni,“ sagði Kjartan Atli og velti enn frekar vöngum yfir því ef hlutirnir í körfuboltanum væru eins og í fótboltanum: „Pælið í því ef það væru uppeldisbætur í körfubolta. KR-ingar væru þá á svo grænni grein. Jón Arnór og Martin búnir að vera í efsta laginu í evrópskum körfubolta og annar þeirra í NBA. KR-ingar ættu bara sína eigin höll ef þetta væri eins og í fótboltanum.“ Þrátt fyrir að Martin vanti, sem og menn á borð við Hauk Helga Pálsson, Ægi Þór Steinarsson og fleiri. Hins vegar er Tryggvi Snær Hlinason með, sem og Elvar Már Friðriksson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Jón Axel Guðmundsson og fleiri. „Þetta er ekki alslæmt lið, langur vegur frá því þó það vanti sterka pósta,“ sagði Henry. Kjartan tók undir það og sagði að þó að leikmenn vantaði væri krafan enn sigur í báðum leikjum. Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er með 7 stig, Slóvakía og Kósóvó 6, og Lúxemborg 5. Efstu tvö liðin komast áfram úr forkeppninni. Ísland mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 21. febrúar. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Körfubolti Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Á meðal þeirra sem að ekki geta verið með er Martin Hermannsson sem spilar með liði sínu Valencia gegn Real Madrid og Zenit í Euroleague á sama tíma. Euroleague er einkafyrirtæki og tekur ekki tillit til landsleikja eins og flestar landsdeildir gera og er þekkt í öðrum boltagreinum, eins og fótbolta og handbolta. „Þetta er óþolandi kjánalegt. Að menn komist ekki í landsleiki út af því að einhver önnur deild er í gangi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um landsliðið hefst eftir 24 mínútur og 45 sekúndur. „Þetta er það sem ég segi um þessa ofurdeild í knattspyrnu sem verið er að tala um,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar á grænni grein ef sömu reglur giltu um uppeldisbætur „Euroleague á sig sjálfa, eða félögin eiga Euroleague, og eru ekki í neinu samstarfi við FIBA. Peningurinn seytlar því aldrei niður í grasrótina eins og í fótboltanum. Ekki það að fótboltinn er svo mikið „beast“ að það verða til svo miklar tekjur að það er hægt að láta þær seytlast niður. Það er erfiðara í körfunni,“ sagði Kjartan Atli og velti enn frekar vöngum yfir því ef hlutirnir í körfuboltanum væru eins og í fótboltanum: „Pælið í því ef það væru uppeldisbætur í körfubolta. KR-ingar væru þá á svo grænni grein. Jón Arnór og Martin búnir að vera í efsta laginu í evrópskum körfubolta og annar þeirra í NBA. KR-ingar ættu bara sína eigin höll ef þetta væri eins og í fótboltanum.“ Þrátt fyrir að Martin vanti, sem og menn á borð við Hauk Helga Pálsson, Ægi Þór Steinarsson og fleiri. Hins vegar er Tryggvi Snær Hlinason með, sem og Elvar Már Friðriksson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Jón Axel Guðmundsson og fleiri. „Þetta er ekki alslæmt lið, langur vegur frá því þó það vanti sterka pósta,“ sagði Henry. Kjartan tók undir það og sagði að þó að leikmenn vantaði væri krafan enn sigur í báðum leikjum. Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er með 7 stig, Slóvakía og Kósóvó 6, og Lúxemborg 5. Efstu tvö liðin komast áfram úr forkeppninni. Ísland mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 21. febrúar. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Körfubolti Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira