NBA dagsins: Stjarna Hawks endaði á gólfinu í lokin og var mjög ósáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 15:01 Luka Doncic og Trae Young eru framtíðar stjórstjörnur í NBA deildinni í körfubolta. Getty/Todd Kirkland Það var dramatískur endir í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tveir af bestu ungu leikmönnum deildarinnar áttust við í leik Dallas Mavericks og Atlanta Hawks. Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er 21 árs og Trae Young hjá Atlanta Hawks er 22 ára. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að skapa sér nafn í bestu körfuboltadeild í heimi. Luka Doncic er á sínu þriðja tímabili og með 27,8 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og Trae Young er líka á sínu þriðja tímabili og er með 26,6 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það lítur allt út fyrir að þeir verði í stjörnuhlutverki miklu meira en áratug í viðbót. Í kvöld mættust þessir skemmtilegu leikmenn og hafði Luka Doncic betur. Doncic var með þrennu í 118-117 sigri Dallas Mavericks en hann skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Young átti ekkert slæman dag heldur og var með 25 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Úrslitin leiksins réðust hins vegar á umdeildu atviki. Trae Young hafði minnkað muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og bæði lið fengu í framhaldi sóknir en tókst ekki að skora. Atlanta Hawks átti loksins boltann þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 10. febrúar 2021) Það bjuggust auðvitað allir við því að Trae Young fengi að taka lokaskotið en hetja Hawks liðsins lá í gólfinu á úrslitastundu og þess í stað tók Danilo Gallinari erfitt skot sem geigaði. Trae Young var mjög ósáttur en dómararnir gleyptu flautuna. „Ég er ekki að reyna að hlaupa frá boltanum þegar það eru fjórar sekúndur eftir og við erum að reyna að vinna leikinn,“ sagði Trae Young ósáttur eftir leikinn. „Ég ætlaði ekki að fljúga á hausinn í lokin. Það var mjög pirrandi að fá ekki tækifæri til að fá skotið,“ sagði Trae Young. Trae Young hafði lent í samstuði við miðherjann Willie Cauley-Stein þegar hann ætlaði að setja upp hindrun en dómarar leiksins töldu Cauley-Stein ekki hafa brotið af sér. Dómararnir horfðu aftur á atvikið á myndbandi og breyttu ekki dómi sínum. Eftir sat Trae Young með sárt ennið og þótti á sér brotið. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá einvígi Luka Doncic og Trae Young sem og myndir frá sigurleikjum Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Brooklyn Nets. Í lokin eru síðan tíu flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er 21 árs og Trae Young hjá Atlanta Hawks er 22 ára. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að skapa sér nafn í bestu körfuboltadeild í heimi. Luka Doncic er á sínu þriðja tímabili og með 27,8 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og Trae Young er líka á sínu þriðja tímabili og er með 26,6 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það lítur allt út fyrir að þeir verði í stjörnuhlutverki miklu meira en áratug í viðbót. Í kvöld mættust þessir skemmtilegu leikmenn og hafði Luka Doncic betur. Doncic var með þrennu í 118-117 sigri Dallas Mavericks en hann skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Young átti ekkert slæman dag heldur og var með 25 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Úrslitin leiksins réðust hins vegar á umdeildu atviki. Trae Young hafði minnkað muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og bæði lið fengu í framhaldi sóknir en tókst ekki að skora. Atlanta Hawks átti loksins boltann þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 10. febrúar 2021) Það bjuggust auðvitað allir við því að Trae Young fengi að taka lokaskotið en hetja Hawks liðsins lá í gólfinu á úrslitastundu og þess í stað tók Danilo Gallinari erfitt skot sem geigaði. Trae Young var mjög ósáttur en dómararnir gleyptu flautuna. „Ég er ekki að reyna að hlaupa frá boltanum þegar það eru fjórar sekúndur eftir og við erum að reyna að vinna leikinn,“ sagði Trae Young ósáttur eftir leikinn. „Ég ætlaði ekki að fljúga á hausinn í lokin. Það var mjög pirrandi að fá ekki tækifæri til að fá skotið,“ sagði Trae Young. Trae Young hafði lent í samstuði við miðherjann Willie Cauley-Stein þegar hann ætlaði að setja upp hindrun en dómarar leiksins töldu Cauley-Stein ekki hafa brotið af sér. Dómararnir horfðu aftur á atvikið á myndbandi og breyttu ekki dómi sínum. Eftir sat Trae Young með sárt ennið og þótti á sér brotið. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá einvígi Luka Doncic og Trae Young sem og myndir frá sigurleikjum Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Brooklyn Nets. Í lokin eru síðan tíu flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira