Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 11:21 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Facebook Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs. Pakistanski miðillinn Dawn greinir frá stöðu leitarinnar á vef sínum í dag. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og félaga hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, í rúma fimm sólarhringa. Ekki var unnt að leita að þremenningunum í gær og fyrradag vegna veðurs en nú er útlit fyrir að veðurgluggi hafi opnast. Dawn hefur eftir tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að stefnt sé að því að C-130 flugvél pakistanska hersins verði send til leitarinnar í dag. Flugvélin er sögð komast hærra en þyrlurnar sem notaðar hafa verið við leit fram að þessu. Flugvélin verði útbúin hitamyndavélum. Þá séu fjórir göngumenn vanir háfjallaklifri tilbúnir að leggja af stað upp fjallið ef myndir úr hitamyndavélum varpi ljósi á staðsetningu Johns Snorra og félaga. Tveir göngumannanna, Sadiq Sadpara og Ali Muhammad Sadpara, hafi þegar lokið hæðaraðlögun og geti farið tafarlaust upp fyrir grunnbúðir ef nauðsyn krefur. Sextíu dagar til leitar Raja Nasir Ali Khan, ferðamálaráðherra á svæðinu, sagði á Twitter í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið á fundi í gær að gefa sér sextíu daga til leitarstarfs á K2. Þá verði aðeins lagt í björgunaraðgerðir upp fjallið þegar nákvæm staðsetning þremenninganna liggi fyrir. ...Duration of search activity is likely to be extended up to 60 days. Embassies of both foreign nationals may also be taken on board regarding search activities their assistance in form of international rescue climbers.#k2winterexpedition2021#Alisadapara #JohnSnorri #JPMohr— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 10, 2021 Stjórnvöld í Pakistan bönnuðu í gær ferðir upp á K2 út vetrartímabilið. Allir göngumenn sem þá voru staddir í búðum á fjallinu héldu í kjölfarið heim. Pakistan John Snorri á K2 Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Pakistanski miðillinn Dawn greinir frá stöðu leitarinnar á vef sínum í dag. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og félaga hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, í rúma fimm sólarhringa. Ekki var unnt að leita að þremenningunum í gær og fyrradag vegna veðurs en nú er útlit fyrir að veðurgluggi hafi opnast. Dawn hefur eftir tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að stefnt sé að því að C-130 flugvél pakistanska hersins verði send til leitarinnar í dag. Flugvélin er sögð komast hærra en þyrlurnar sem notaðar hafa verið við leit fram að þessu. Flugvélin verði útbúin hitamyndavélum. Þá séu fjórir göngumenn vanir háfjallaklifri tilbúnir að leggja af stað upp fjallið ef myndir úr hitamyndavélum varpi ljósi á staðsetningu Johns Snorra og félaga. Tveir göngumannanna, Sadiq Sadpara og Ali Muhammad Sadpara, hafi þegar lokið hæðaraðlögun og geti farið tafarlaust upp fyrir grunnbúðir ef nauðsyn krefur. Sextíu dagar til leitar Raja Nasir Ali Khan, ferðamálaráðherra á svæðinu, sagði á Twitter í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið á fundi í gær að gefa sér sextíu daga til leitarstarfs á K2. Þá verði aðeins lagt í björgunaraðgerðir upp fjallið þegar nákvæm staðsetning þremenninganna liggi fyrir. ...Duration of search activity is likely to be extended up to 60 days. Embassies of both foreign nationals may also be taken on board regarding search activities their assistance in form of international rescue climbers.#k2winterexpedition2021#Alisadapara #JohnSnorri #JPMohr— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 10, 2021 Stjórnvöld í Pakistan bönnuðu í gær ferðir upp á K2 út vetrartímabilið. Allir göngumenn sem þá voru staddir í búðum á fjallinu héldu í kjölfarið heim.
Pakistan John Snorri á K2 Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51