Gylfi hefur ekki komist lengra í enska bikarnum í ellefu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 10:31 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar með félögum sínum í Everton í hinum magnaða sigri á Tottenham í gærkvöldi. Getty/Clive Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson kom að fjórum mörkum Everton í 5-4 sigri á Tottenham í enska bikarnum í gærkvöldi en með því tryggði Everton sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Gylfi skoraði eitt mark úr vítaspyrnu og lagði síðan upp mörk fyrir Dominic Calvert-Lewin, Richarlison og loks Bernard þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingunni. Gylfi kom þar með næstum því að jafnmörgum mörkum í þessum leik og í öllum deildarleikjunum til þessa í vetur. Gylfi Sigurðsson's game by number vs. Spurs:54 touches4 shots4 chances created3 assists2 aerial duels won2 tackles made1 goalIce-cool. pic.twitter.com/sIp48qIOHX— Squawka Football (@Squawka) February 10, 2021 Þetta var líka langþráð stund fyrir Gylfa sem hefur ekki komist langt í enska bikarnum með sínum liðum undanfarin áratug. Þetta verður í fyrsta sinn í ellefu ár þar sem lið Gylfa komast í átta liða úrslit enska bikarsins. Gylfi spilaði síðast í átta liða úrslitunum árið 2010 þegar hann var leikmaður Reading. Reading liðið tapaði þá 4-2 á móti Aston Villa í átta liða úrslitunum eftir að hafa meðal annars slegið út Liverpool á leið sinni þangað. Fyrir þetta tímabil höfðu lið Gylfa tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum í ensku bikarkeppninni. Gylfi hafði ennfremur komið samtals að sex mörkum í sautján leikjum í ensku bikarkeppninni (5 mörk og 1 stoðsending) fyrir leikinn sögulega í gær en bætti þá tölfræði sína verulega með frammistöðu sinni á Goodison Park. Watching this Sigurdsson assist on repeat #EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/4eqlgkkVRr— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 11, 2021 Lið Gylfa Þór Sigurðssonar og enski bikarinn 2009 með Reading - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2010 með Reading - Átta liða úrslit 2012 með Swansea - 32 liða úrslit 2013 með Tottenham - 32 liða úrslit 2014 með Tottenham - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2015 með Swansea - 32 liða úrslit 2016 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2017 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2018 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2019 með Everton - 32 liða úrslit 2020 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2021 með Everton - Eiga leik í átta liða úrslitunum Enski boltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Gylfi skoraði eitt mark úr vítaspyrnu og lagði síðan upp mörk fyrir Dominic Calvert-Lewin, Richarlison og loks Bernard þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingunni. Gylfi kom þar með næstum því að jafnmörgum mörkum í þessum leik og í öllum deildarleikjunum til þessa í vetur. Gylfi Sigurðsson's game by number vs. Spurs:54 touches4 shots4 chances created3 assists2 aerial duels won2 tackles made1 goalIce-cool. pic.twitter.com/sIp48qIOHX— Squawka Football (@Squawka) February 10, 2021 Þetta var líka langþráð stund fyrir Gylfa sem hefur ekki komist langt í enska bikarnum með sínum liðum undanfarin áratug. Þetta verður í fyrsta sinn í ellefu ár þar sem lið Gylfa komast í átta liða úrslit enska bikarsins. Gylfi spilaði síðast í átta liða úrslitunum árið 2010 þegar hann var leikmaður Reading. Reading liðið tapaði þá 4-2 á móti Aston Villa í átta liða úrslitunum eftir að hafa meðal annars slegið út Liverpool á leið sinni þangað. Fyrir þetta tímabil höfðu lið Gylfa tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum í ensku bikarkeppninni. Gylfi hafði ennfremur komið samtals að sex mörkum í sautján leikjum í ensku bikarkeppninni (5 mörk og 1 stoðsending) fyrir leikinn sögulega í gær en bætti þá tölfræði sína verulega með frammistöðu sinni á Goodison Park. Watching this Sigurdsson assist on repeat #EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/4eqlgkkVRr— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 11, 2021 Lið Gylfa Þór Sigurðssonar og enski bikarinn 2009 með Reading - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2010 með Reading - Átta liða úrslit 2012 með Swansea - 32 liða úrslit 2013 með Tottenham - 32 liða úrslit 2014 með Tottenham - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2015 með Swansea - 32 liða úrslit 2016 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2017 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2018 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2019 með Everton - 32 liða úrslit 2020 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2021 með Everton - Eiga leik í átta liða úrslitunum
Lið Gylfa Þór Sigurðssonar og enski bikarinn 2009 með Reading - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2010 með Reading - Átta liða úrslit 2012 með Swansea - 32 liða úrslit 2013 með Tottenham - 32 liða úrslit 2014 með Tottenham - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2015 með Swansea - 32 liða úrslit 2016 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2017 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2018 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2019 með Everton - 32 liða úrslit 2020 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2021 með Everton - Eiga leik í átta liða úrslitunum
Enski boltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira