Aftur stórmót í golfi í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2021 17:31 EM stúlkna í golfi fer fram á Urriðavelli í Heiðmörk. mynd/GSÍ Sumarið 2022 verður haldið stórmót í golfi á Íslandi þegar Evrópumót stúlknalandsliða fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ. Í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands kemur fram að undirbúningur fyrir mótið, sem er í höndum GSÍ, Odds og Golfsambands Evrópu, sé nú þegar hafinn. Einu sinni áður hefur stórmót í golfi farið fram hér á landi en það var einnig á Urriðavelli, þegar EM kvenna var haldið þar sumarið 2016. Búast má við því að vel á annað hundrað keppendur, þjálfarar og fylgdarlið mæti á mótið þarnæsta sumar, frá 20 löndum. Keppendur verða fremstu áhugakylfingar Evrópu, úr hópi 18 ára kvenna og yngri. Evrópumót stúlknalandsliða fór fyrst fram árið 1991 og var haldið á tveggja ára fresti til ársins 1999 en hefur síðan verið haldið árlega. Mótið á Ísland verður númer 27 í röðinni. Síðast fór mótið fram í Slóvakíu og þar fögnuðu Þjóðverjar sigri. „Hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland“ Haukur Örn Birgisson er forseti Golfsambands Íslands sem og Golfsambands Evrópu. Í tilkynningu frá GSÍ segist hann meðal annars hlakka til að geta gefið erlendum keppendum færi á að heimsækja Íslands: „Við erum afar stolt af því að Ísland hafi verið valið sem áfangastaður fyrir Evrópumót í golfi. Evrópska golfsambandið var mjög ánægt með framkvæmdina árið 2016 og það sama má segja um keppendur í því móti. Evrópumót landsliða eru stærstu mót sem EGA stendur fyrir ár hvert og þessi mót eru ávallt haldin á bestu golfvöllum Evrópu. Í þessu vali felst því mikil viðurkenning fyrir Urriðavöll og félagsmenn í Golfklúbbnum Oddi. Með GSÍ-hattinn á mér hlakka ég mikið til áskorunarinnar sem felst í því að halda svona merkilegt golfmót og með EGA-hattinn á mér get ég ekki annað sagt en að ég hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland af þessu tilefni,“ segir Haukur Örn. Golf Garðabær Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands kemur fram að undirbúningur fyrir mótið, sem er í höndum GSÍ, Odds og Golfsambands Evrópu, sé nú þegar hafinn. Einu sinni áður hefur stórmót í golfi farið fram hér á landi en það var einnig á Urriðavelli, þegar EM kvenna var haldið þar sumarið 2016. Búast má við því að vel á annað hundrað keppendur, þjálfarar og fylgdarlið mæti á mótið þarnæsta sumar, frá 20 löndum. Keppendur verða fremstu áhugakylfingar Evrópu, úr hópi 18 ára kvenna og yngri. Evrópumót stúlknalandsliða fór fyrst fram árið 1991 og var haldið á tveggja ára fresti til ársins 1999 en hefur síðan verið haldið árlega. Mótið á Ísland verður númer 27 í röðinni. Síðast fór mótið fram í Slóvakíu og þar fögnuðu Þjóðverjar sigri. „Hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland“ Haukur Örn Birgisson er forseti Golfsambands Íslands sem og Golfsambands Evrópu. Í tilkynningu frá GSÍ segist hann meðal annars hlakka til að geta gefið erlendum keppendum færi á að heimsækja Íslands: „Við erum afar stolt af því að Ísland hafi verið valið sem áfangastaður fyrir Evrópumót í golfi. Evrópska golfsambandið var mjög ánægt með framkvæmdina árið 2016 og það sama má segja um keppendur í því móti. Evrópumót landsliða eru stærstu mót sem EGA stendur fyrir ár hvert og þessi mót eru ávallt haldin á bestu golfvöllum Evrópu. Í þessu vali felst því mikil viðurkenning fyrir Urriðavöll og félagsmenn í Golfklúbbnum Oddi. Með GSÍ-hattinn á mér hlakka ég mikið til áskorunarinnar sem felst í því að halda svona merkilegt golfmót og með EGA-hattinn á mér get ég ekki annað sagt en að ég hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland af þessu tilefni,“ segir Haukur Örn.
Golf Garðabær Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira