„Eiga að sýna íslensku strákunum þá virðingu að taka alvöru Bandaríkjamann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 10:00 Eric Julian Wise er ekki að gera nóg fyrir Grindavíkurliðið og það munar mikið um það. Vísir/ Hulda Margrét Framtíð bandaríska körfuboltamannsins Eric Julian Wise hjá Grindavík var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gærkvöldi þar sem fjallað var um níundu umferða. Eric Wise skoraði 12 stig í tapleiknum á móti KR og hefur aðeins skorað samtals 46 stig í síðustu fimm leikjum liðsins eða undir tíu stigum að meðaltali í leik. Kjartan Atli Kjartansson vakti máls á þessu í þættinum. „Verum alveg hreinskilnir. Eric Wise var hérna árið 2016, var frábær og var svo keyptur í aðra deild frá Grindavík eftir fimm leiki. Hann slítur hásin áður en hann kemur hingað aftur það er fyrir ári síðan. Hann var að jafna sig á síðustu leiktíð hvenær sem hún var,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Hann er með þrettán stig í leik og maður horfir á líkamstjáninguna hans. Maður veit ekki alveg hvað maður á að halda,“ sagði Kjartan Atli. „Í fyrsta lagi skil ég ekki hvað hann er að gera í liðinu fyrst að hann sleit hásin á þessum tíma. Menn vissu hvað yrði spilað ört og gátu því gert sér grein fyrir því að það væri ekki hægt að taka neina áhættu með leikmenn,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Framtíð Wise hjá Grindavík „Það er eins og þú þurfir að trekkja hann í gang í leikjunum og hann byrjar yfirleitt ekki leikina fyrr en í seinni hálfleik þegar einhverjir eru búnir að nudda og hnoða hann í gang. Líkamstjáningin er síðan þannig að það er eins og hann hafi engan áhuga á því að vera hérna að öðru leyti en að fara niður í Landsbanka og ná sér í peninginn. Ég skil ekki hvað hann er að gera hérna ennþá,“ sagði Sævar. „Ég var að fylgjast með plús og mínus tölfræðinni hjá honum og Lalla (Þorleifur Ólafsson) sem var að skipta við hann. Lalli er nýbyrjaður aftur en var plús sautján á meðan hann var mínus 23. Grindavík var framan af miklu betra með Wise á bekknum. Miðað við þennan leik þá finnst mér hann vera hættur að reyna,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Ég held að hann hafi einhverja hugmynd um að þetta sé að vera búið hjá honum,“ sagði Teitur. „Þetta er svo ferlegt því ef þú horfir á töfluna þá er Grindavík bara á fínum stað miðað við allt og allt finnst mér. Íslendingarnir þeirra eru búnir að spila vel en það er kanaígildið þeirra, það er Wise sem er að klikka. Mér finnst að það eigi bara sýna þessum íslensku strákum þá virðingu að taka bara alvöru Bandaríkjamann. Ég skil ekki hvað Grindavík er ennþá að hugsa,“ sagði Teitur. Það má finna alla umfjöllunina um Eric Wise hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Eric Wise skoraði 12 stig í tapleiknum á móti KR og hefur aðeins skorað samtals 46 stig í síðustu fimm leikjum liðsins eða undir tíu stigum að meðaltali í leik. Kjartan Atli Kjartansson vakti máls á þessu í þættinum. „Verum alveg hreinskilnir. Eric Wise var hérna árið 2016, var frábær og var svo keyptur í aðra deild frá Grindavík eftir fimm leiki. Hann slítur hásin áður en hann kemur hingað aftur það er fyrir ári síðan. Hann var að jafna sig á síðustu leiktíð hvenær sem hún var,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Hann er með þrettán stig í leik og maður horfir á líkamstjáninguna hans. Maður veit ekki alveg hvað maður á að halda,“ sagði Kjartan Atli. „Í fyrsta lagi skil ég ekki hvað hann er að gera í liðinu fyrst að hann sleit hásin á þessum tíma. Menn vissu hvað yrði spilað ört og gátu því gert sér grein fyrir því að það væri ekki hægt að taka neina áhættu með leikmenn,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Framtíð Wise hjá Grindavík „Það er eins og þú þurfir að trekkja hann í gang í leikjunum og hann byrjar yfirleitt ekki leikina fyrr en í seinni hálfleik þegar einhverjir eru búnir að nudda og hnoða hann í gang. Líkamstjáningin er síðan þannig að það er eins og hann hafi engan áhuga á því að vera hérna að öðru leyti en að fara niður í Landsbanka og ná sér í peninginn. Ég skil ekki hvað hann er að gera hérna ennþá,“ sagði Sævar. „Ég var að fylgjast með plús og mínus tölfræðinni hjá honum og Lalla (Þorleifur Ólafsson) sem var að skipta við hann. Lalli er nýbyrjaður aftur en var plús sautján á meðan hann var mínus 23. Grindavík var framan af miklu betra með Wise á bekknum. Miðað við þennan leik þá finnst mér hann vera hættur að reyna,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Ég held að hann hafi einhverja hugmynd um að þetta sé að vera búið hjá honum,“ sagði Teitur. „Þetta er svo ferlegt því ef þú horfir á töfluna þá er Grindavík bara á fínum stað miðað við allt og allt finnst mér. Íslendingarnir þeirra eru búnir að spila vel en það er kanaígildið þeirra, það er Wise sem er að klikka. Mér finnst að það eigi bara sýna þessum íslensku strákum þá virðingu að taka bara alvöru Bandaríkjamann. Ég skil ekki hvað Grindavík er ennþá að hugsa,“ sagði Teitur. Það má finna alla umfjöllunina um Eric Wise hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira