Liverpool hefur grætt oftar en tapað á markaðnum síðustu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 08:00 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp með leikmönnunum Roberto Firmino, Diogo Jota, Fabinho og Andrew Robertson. Getty/Laurence Griffiths Liverpool hefur ekki eytt miklu í nýja leikmenn síðustu misseri miðað við nágranna þeirra frá Manchester borg og þetta sést vel í fróðlegri úttekt CIES Football Observatory. Margir eru að velta fyrir sér taktík Liverpool á félagsskiptamarkaðnum í kjölfar þess að spekingum finnst vanta talsvert upp á breidd Liverpool liðsins til að geta haldið í við Manchester liðin tvö. Það er í það minnsta ljóst að Liverpool er að kosta til miklu minni pening í leikmenn en Manchester City og Manchester United þegar er borið saman það sem félög kaupa og selja af leikmönnum undanfarin fimm ár. CIES Football Observatory hefur verið að gera upp kaup og sölur félaga undanfarið og setja þau í samhengi við síðustu tímabil. Í einni af samantektinni hjá CIES þá var settur fram athyglisverður samanburður á þremur liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eða liðum Manchester City, Manchester United og Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm tímabil og hversu mikið þessi þrjú félög hafa komið út í plús eða mínus í viðskiptum sínum með leikmenn. View this post on Instagram A post shared by CIES Football Observatory (@cies_football) Eins og sjá má í þessari grafík þá hafa Manchester City og Mancheter United eytt miklu meira í leikmenn og þá hafa þau aldrei verið í plús í viðskiptum sínum með leikmenn. City kom eitt tímabil út á sléttu en annars eru þessi bæði félög alltaf í mínus. Liverpool hefur aftur á móti grætt oftar á leikmannasölum en liðið hefur tapað. Á þremur af síðustu fimm tímabilum þá hefur Liverpool fengið inn meiri pening fyrir sölur á leikmönnum en félagið hefur borgað fyrir nýja leikmenn. Það er líka gríðarlegur munur á nettóeyðslu þessara þriggja félaga. Manchester City hefur alls eytt 631 milljón evra meira í keypta leikmenn en félagið hefur fengið fyrir sölu á leikmönnum. Manchester United er ekki langt á eftr með 583 milljónir evra í mínus. Liverpool hefur aftur á móti bara eytt 129 milljónum evra meira í nýja leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn í staðinn. Nú er spurning hvort Jürgen Klopp mæti með þessa samantekt á næsta fund sinn með stjórninni til að pressa á það að fá að eyða í nýja leikmenn næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Margir eru að velta fyrir sér taktík Liverpool á félagsskiptamarkaðnum í kjölfar þess að spekingum finnst vanta talsvert upp á breidd Liverpool liðsins til að geta haldið í við Manchester liðin tvö. Það er í það minnsta ljóst að Liverpool er að kosta til miklu minni pening í leikmenn en Manchester City og Manchester United þegar er borið saman það sem félög kaupa og selja af leikmönnum undanfarin fimm ár. CIES Football Observatory hefur verið að gera upp kaup og sölur félaga undanfarið og setja þau í samhengi við síðustu tímabil. Í einni af samantektinni hjá CIES þá var settur fram athyglisverður samanburður á þremur liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eða liðum Manchester City, Manchester United og Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm tímabil og hversu mikið þessi þrjú félög hafa komið út í plús eða mínus í viðskiptum sínum með leikmenn. View this post on Instagram A post shared by CIES Football Observatory (@cies_football) Eins og sjá má í þessari grafík þá hafa Manchester City og Mancheter United eytt miklu meira í leikmenn og þá hafa þau aldrei verið í plús í viðskiptum sínum með leikmenn. City kom eitt tímabil út á sléttu en annars eru þessi bæði félög alltaf í mínus. Liverpool hefur aftur á móti grætt oftar á leikmannasölum en liðið hefur tapað. Á þremur af síðustu fimm tímabilum þá hefur Liverpool fengið inn meiri pening fyrir sölur á leikmönnum en félagið hefur borgað fyrir nýja leikmenn. Það er líka gríðarlegur munur á nettóeyðslu þessara þriggja félaga. Manchester City hefur alls eytt 631 milljón evra meira í keypta leikmenn en félagið hefur fengið fyrir sölu á leikmönnum. Manchester United er ekki langt á eftr með 583 milljónir evra í mínus. Liverpool hefur aftur á móti bara eytt 129 milljónum evra meira í nýja leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn í staðinn. Nú er spurning hvort Jürgen Klopp mæti með þessa samantekt á næsta fund sinn með stjórninni til að pressa á það að fá að eyða í nýja leikmenn næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira