Darri Freyr: Í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli Atli Freyr Arason skrifar 8. febrúar 2021 23:08 Darri Freyr tók við stjórnartaumunum hjá KR í sumar. vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason var himinlifandi með sigur lærisveina sinna í KR á Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. KR vann góðan útisigur eftir tap á heimavelli gegn Keflavík í síðustu umferð en Darri segir jafn framt að KR-ingar viti hvenær mikilvægustu leikirnir byrja; í úrslitakeppninni. „Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga í leikslok. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við: „Ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
„Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga í leikslok. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við: „Ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira