Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2021 15:41 Estonia var á leið frá Eistlandi til Svíþjóðar þegar hún sökk. Flakið liggur á aðeins um 80 metra dýpi. epa Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. Estonia sökk í Eystrasalti árið 1994 og var lýst grafreitur af Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi ári síðar. Talið er að 852 hafi farist með ferjunni. Héraðsdómstóll í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu í dag að kvikmyndagerðarmennirnir tveir, sem áttu yfir höfði sér sektir eða allt að tveggja ára fangelsi, hefðu sannarlega brotið gegn yfirlýsingu ríkjanna þriggja en það væri ekki hægt að sakfella þá þar sem þeir hefðu farið frá þýsku skipi á alþjóðlegu hafsvæði. Þjóðverjar eru ekki skuldbundnir af áðurnefndri yfirlýsingu. Sögðust hafa heyrt háan málmskell Það var niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar sem lauk árið 1997 að Estonia hefði sokkið í kjölfar þess að framdyrnar á skipinu hefðu opnast í miklum stormi, með þeim afleiðingum að þilfarið þar sem bifreiðarnar voru geymdar fylltist af sjó. Um borð voru 803 farþegar og 186 áhafnarmeðlimir en aðeins 138 komust lífs af. Meðal þeirra voru margir sem héldu því fram að þeir hefðu heyrt háan málmskell um það bil 50 mínútum áður en ferjan sökk en rannasakendur neituðu þeim möguleika að gat hefði komið á skrokk ferjunnar. Upptökur kvikmyndagerðarmannanna sýndu hins vegar stórt gat á stjórnborða skipsins, sem sérfræðingar segja að hafi líklega orðið til við árekstur við þúsund til fimmþúsund tonna fyrirbæri á ferð. Forsætisráðherra Eistlands sagði í fyrra að myndirnar vektu spurningar sem svör þyrftu að fást við og í desember síðastliðnum greindu Svíar frá því að til stæði að breyta lögum þannig að hægt yrði að rannsaka flakið upp á nýtt. Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Estonia sökk í Eystrasalti árið 1994 og var lýst grafreitur af Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi ári síðar. Talið er að 852 hafi farist með ferjunni. Héraðsdómstóll í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu í dag að kvikmyndagerðarmennirnir tveir, sem áttu yfir höfði sér sektir eða allt að tveggja ára fangelsi, hefðu sannarlega brotið gegn yfirlýsingu ríkjanna þriggja en það væri ekki hægt að sakfella þá þar sem þeir hefðu farið frá þýsku skipi á alþjóðlegu hafsvæði. Þjóðverjar eru ekki skuldbundnir af áðurnefndri yfirlýsingu. Sögðust hafa heyrt háan málmskell Það var niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar sem lauk árið 1997 að Estonia hefði sokkið í kjölfar þess að framdyrnar á skipinu hefðu opnast í miklum stormi, með þeim afleiðingum að þilfarið þar sem bifreiðarnar voru geymdar fylltist af sjó. Um borð voru 803 farþegar og 186 áhafnarmeðlimir en aðeins 138 komust lífs af. Meðal þeirra voru margir sem héldu því fram að þeir hefðu heyrt háan málmskell um það bil 50 mínútum áður en ferjan sökk en rannasakendur neituðu þeim möguleika að gat hefði komið á skrokk ferjunnar. Upptökur kvikmyndagerðarmannanna sýndu hins vegar stórt gat á stjórnborða skipsins, sem sérfræðingar segja að hafi líklega orðið til við árekstur við þúsund til fimmþúsund tonna fyrirbæri á ferð. Forsætisráðherra Eistlands sagði í fyrra að myndirnar vektu spurningar sem svör þyrftu að fást við og í desember síðastliðnum greindu Svíar frá því að til stæði að breyta lögum þannig að hægt yrði að rannsaka flakið upp á nýtt.
Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21
Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01
Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42