Evrópumeistararnir þurftu að eyða nóttinni úti í flugvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 15:01 Robert Lewandowski og félagar í Bayern liðinu áttu ekki skemmtilega nótt á Berlínarflugvelli. EPA-EFE/Boris Streubel Evrópumeistarar Bayern München áttu að ferðast til Katar á föstudagskvöldið þar sem liðið keppir á heimsmeistarakeppni félagsliða í vikunni. Ferðalagið fór ekki alveg eftir plönum þeirra þýsku. Bayern München er fulltrúi Evrópu í heimsmeistarakeppni félagsliða og mætir egypska félaginu Al-Ahly í undanúrslitunum í kvöld. Bayern mætti Herthu Berlin í þýsku deildinni á föstudagskvöldið og ætlaði síðan að fljúga beint til Katar þar sem HM félagsliða fer fram. Leiknum við Herthu var meðal annars flýtt um hálftíma svo að Bæjarar kæmust nógu snemma út á Berlínarflugvöll. Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 23.15 að staðartíma en slæmt veður, frost og snjókoma, sá til þess að öllu flugi var aflýst þar til klukkan fimm um morguninn. Það átti að banna öllum flugvélum að fara í loftið eftir miðnætti en flugvél Bæjara ætlaði í loftið klukkan 23.59. Hún var hins vegar stöðvuð. ESPN sagði frá. Incredible German bureaucracy:Bayern Munich slept in their airplane waiting to take off 7 HOURS LATER!Why?Flight scheduled 23.15.But ready to take off only at 23.59 from Berlin.It takes 1 minute and half to take off.But after 00.00 Berlin state doesn t allow to take off!— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) February 6, 2021 Leikmenn og starfsmenn Bayern komust þá hvergi og þurftu að dúsa í flugvélinni alla nóttina. Flugvélin flaug síðan fyrst til München um morguninn þar sem það þurfti að skipta um áhöfnina áður en flogið var til Katar. Lið Bayern átti því ömurlega nótt og kom til Katar níu klukkutímum seinna en áætlað var. „Þeir vita ekki hvað þeir hafa gert liðinu okkar. Okkur finnst eins og yfirvöld í Brandenburg hafi verið að fíflast með okkur,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, við Bild Seinkunin þýddi að Bæjarar náðu ekki að koma á staðinn þremur sólarhringum fyrir leikinn eins og sóttvarnarreglur FIFA segja til um. Það er þó von til þess að það verði vægar tekið á Bæjurum hjá FIFA en hjá yfirvöldum í Berlín. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Bayern München er fulltrúi Evrópu í heimsmeistarakeppni félagsliða og mætir egypska félaginu Al-Ahly í undanúrslitunum í kvöld. Bayern mætti Herthu Berlin í þýsku deildinni á föstudagskvöldið og ætlaði síðan að fljúga beint til Katar þar sem HM félagsliða fer fram. Leiknum við Herthu var meðal annars flýtt um hálftíma svo að Bæjarar kæmust nógu snemma út á Berlínarflugvöll. Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 23.15 að staðartíma en slæmt veður, frost og snjókoma, sá til þess að öllu flugi var aflýst þar til klukkan fimm um morguninn. Það átti að banna öllum flugvélum að fara í loftið eftir miðnætti en flugvél Bæjara ætlaði í loftið klukkan 23.59. Hún var hins vegar stöðvuð. ESPN sagði frá. Incredible German bureaucracy:Bayern Munich slept in their airplane waiting to take off 7 HOURS LATER!Why?Flight scheduled 23.15.But ready to take off only at 23.59 from Berlin.It takes 1 minute and half to take off.But after 00.00 Berlin state doesn t allow to take off!— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) February 6, 2021 Leikmenn og starfsmenn Bayern komust þá hvergi og þurftu að dúsa í flugvélinni alla nóttina. Flugvélin flaug síðan fyrst til München um morguninn þar sem það þurfti að skipta um áhöfnina áður en flogið var til Katar. Lið Bayern átti því ömurlega nótt og kom til Katar níu klukkutímum seinna en áætlað var. „Þeir vita ekki hvað þeir hafa gert liðinu okkar. Okkur finnst eins og yfirvöld í Brandenburg hafi verið að fíflast með okkur,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, við Bild Seinkunin þýddi að Bæjarar náðu ekki að koma á staðinn þremur sólarhringum fyrir leikinn eins og sóttvarnarreglur FIFA segja til um. Það er þó von til þess að það verði vægar tekið á Bæjurum hjá FIFA en hjá yfirvöldum í Berlín.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira