Jón Dagur Þorsteinsson gerði eina mark AGF þegar liðið vann 1-0 sigur á Lyngby. Jón spilaði fyrstu 70 mínúturnar í leiknum en markið gerði hann á 52.mínútu.
Frederik Schram sat allan tímann á varamannabekk Lyngby.
Hjörtur Hermannsson kom inn á í hálfleik þegar Bröndby gerði 1-1 jafntefli við AaB. Staðan var 0-0 þegar Hjörtur kom inná en Bröndby trónir á toppi deildarinnar.