Viðar: Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2021 19:28 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir „Þórsararnir sóttu á okkur og við vorum í smá eltingaleik. Í fyrri hálfleik vorum svo svolítið flatir og orkulitlir. Svo þegar við vinnum okkur til baka kostar það orku. Þessi skot sem við vorum að klikka á í fjórða leikhluta voru kannski frekar óskynsamleg og það er dýrt á móti svona góðu liði,“ sagði Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. „Þeir voru bara aðeins betri en við heilt yfir í kvöld og áttu sigurinn skilið þó svo að við höfum reynt að berjast,“ en Hattarmenn mættu í leikinn eftir tvo sigurleiki í Domino´s deildinni í röð sem aldrei áður hafði gerst í sögu þeirra í efstu deild. Hattarmenn náðu að koma sér vel inn í leikinn eftir fremur flatan fyrri hálfleik og náðu að jafna á tímabili í síðari hálfleiknum. „Leikurinn er náttúrulega 40 mínútur og þegar við vorum búnir að koma okkur yfir þá fáum við möguleika og hendum frá okkur bolta að óþörfu. Larry var okkur virkilega erfiður, það hitnaði á honum þarna á kafla og ég myndi segja að þeir séu besta liðið sem við erum búnir að spila við hingað til,“ bætti Viðar við en Larry Thomas var magnaður í liði Þórsara í kvöld. Viðar sagði að hann hefði rætt um það við sitt lið í hálfleik að þeir þyrftu að hækka orkustigið og einbeitinguna. „Við vorum að henda frá okkur óþarfa boltum og lokum fyrsta leikhlutanum skelfilega. Rútínan okkar í dag var allt öðruvísi en hún hefur verið alla aðra leiki á tímabilinu, svona ef maður á að fara að leita í afsökunarbókina og vera einhver ræfill.“ „Þeir voru bara betri en við og við hittum ekki á góðar 40 mínútur, vorum lengi í gang og þeir áttu sigurinn skilinn.“ Viðar og Davíð Tómas Tómasson dómari áttu í áhugaverðum samskiptum í seinni hálfleiknum skömmu eftir að bekkur Hattarmanna fékk tæknivillu. Davíð vildi að Matej Karlovic myndi fá sér sæti á bekknum í staðinn fyrir að standa. Viðar sagði hann meiddan og ætti erfitt með að sitja. Þá bað Davíð um læknisvottorð og svaraði Viðar því að þá myndi hann ekki spila meira í leiknum. Davíð var sá sem hafði betur og Karlovic settist. „Leikmennirnir eiga að sitja samkvæmt reglunum. Við höfum rætt við dómarana um að við séum með menn sem eru tæpir, annar með bak og hinn í hæl og hásin og þeir verða að standa og halda sér heitum.“ „Bæði ég og mínir leikmenn voru kannski búnir að vera full grimmir og ósáttir með marga dóma og enduðum á að fá tæknivillu. Þá fauk í Dabba T og hann stjórnar og við verðum bara að hlýða því.“ „Mér fannst vera dæmt á einhvern tittlingaskít hér og þar en ég er náttúrulega bullandi litaður. Hann stjórnar og þá verða menn að sitja. Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það,“ sagði Viðar Hafsteinsson að lokum. Dominos-deild karla Höttur Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
„Þeir voru bara aðeins betri en við heilt yfir í kvöld og áttu sigurinn skilið þó svo að við höfum reynt að berjast,“ en Hattarmenn mættu í leikinn eftir tvo sigurleiki í Domino´s deildinni í röð sem aldrei áður hafði gerst í sögu þeirra í efstu deild. Hattarmenn náðu að koma sér vel inn í leikinn eftir fremur flatan fyrri hálfleik og náðu að jafna á tímabili í síðari hálfleiknum. „Leikurinn er náttúrulega 40 mínútur og þegar við vorum búnir að koma okkur yfir þá fáum við möguleika og hendum frá okkur bolta að óþörfu. Larry var okkur virkilega erfiður, það hitnaði á honum þarna á kafla og ég myndi segja að þeir séu besta liðið sem við erum búnir að spila við hingað til,“ bætti Viðar við en Larry Thomas var magnaður í liði Þórsara í kvöld. Viðar sagði að hann hefði rætt um það við sitt lið í hálfleik að þeir þyrftu að hækka orkustigið og einbeitinguna. „Við vorum að henda frá okkur óþarfa boltum og lokum fyrsta leikhlutanum skelfilega. Rútínan okkar í dag var allt öðruvísi en hún hefur verið alla aðra leiki á tímabilinu, svona ef maður á að fara að leita í afsökunarbókina og vera einhver ræfill.“ „Þeir voru bara betri en við og við hittum ekki á góðar 40 mínútur, vorum lengi í gang og þeir áttu sigurinn skilinn.“ Viðar og Davíð Tómas Tómasson dómari áttu í áhugaverðum samskiptum í seinni hálfleiknum skömmu eftir að bekkur Hattarmanna fékk tæknivillu. Davíð vildi að Matej Karlovic myndi fá sér sæti á bekknum í staðinn fyrir að standa. Viðar sagði hann meiddan og ætti erfitt með að sitja. Þá bað Davíð um læknisvottorð og svaraði Viðar því að þá myndi hann ekki spila meira í leiknum. Davíð var sá sem hafði betur og Karlovic settist. „Leikmennirnir eiga að sitja samkvæmt reglunum. Við höfum rætt við dómarana um að við séum með menn sem eru tæpir, annar með bak og hinn í hæl og hásin og þeir verða að standa og halda sér heitum.“ „Bæði ég og mínir leikmenn voru kannski búnir að vera full grimmir og ósáttir með marga dóma og enduðum á að fá tæknivillu. Þá fauk í Dabba T og hann stjórnar og við verðum bara að hlýða því.“ „Mér fannst vera dæmt á einhvern tittlingaskít hér og þar en ég er náttúrulega bullandi litaður. Hann stjórnar og þá verða menn að sitja. Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það,“ sagði Viðar Hafsteinsson að lokum.
Dominos-deild karla Höttur Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum