Man Utd komst í 2-0 í fyrri hálfleik en þó vildi Solskjær meina að hans menn hefðu spilað betri fótbolta í síðari hálfleiknum.
„Við spiluðum góðan fótbolta í síðari hálfleik en fengum á okkur þrjú mörk úr þremur tilraunum þeirra. Það er mjög svekkjandi að lenda í því.“
„Ég vil ekki kenna einhverjum um mörkin sem við fengum á okkur en við vitum að við sem lið hefðum getað gert betur í öllum þeirra,“ sagði Solskjær.
Man Utd missti af tækifæri til að fara upp að hlið Man City á toppi deildarinnar.
„James og Richarlison voru að ógna okkur í fyrri hálfleiknum og mér fannst við ekki verðskulda tveggja marka forystu í leikhléi en mörkin okkar voru frábær. Við áttum að halda forystunni og bæta við fjórða markinu í 3-2,“
„Ef við ætlum að keppa um efsta sætið verðum við að hætta að fá á okkur svona auðveld mörk,“ sagði Solskjær.