Borgaði hálfa milljón fyrir erfiða fæðingu á Balí: „Ég var svo ógeðslega hrædd“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 07:00 Apríl Harpa Smáradóttir ásamt fjölskyldu sinni á Balí. Instagram Apríl Harpa Smáradóttir eignaðist dóttur sína Lúnu á sjúkrahúsi þar á Balí þar sem hún býr. Hún upplifði mikla hræðslu í fæðingunni, meðal annars vegna samskiptaleysis og tungumálaerfiðleika. Apríl segir að hún hafi fengið áfall og kvíða í kjölfarið sem hún þurfti svo að vinna úr. „Ég ætlaði að fæða barnið mitt heima á Íslandi en af því að maðurinn minn er frá Suður-Afríku þá er mjög erfitt fyrir hann að koma til Íslands, þannig að við urðum að eiga það úti.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög svekkt þegar hún komst að því að hún gæti ekki fætt í örygginu í sínu heimalandi á Íslandi. Hennar upplifun af fæðingarfyrirkomulaginu í Indónesíu var neikvæð. Þar sem hún er ekki skráð í heilbrigðiskerfið úti var fæðingin mjög kostnaðarsöm. „Það kostaði okkur hálfa milljón að eignast Lúnu.“ Fæðingin var langdregin og erfið og endaði í bráðakeisara eftir að gleymdist að setja upp þvaglegg hjá henni í mænudeifingu. Apríl segir sögu sína í hlaðvarpinu Kviknar. View this post on Instagram A post shared by april (@rvkgypsea) Nýja starfið eins og gjöf Apríl er menntaður heilsumannfræðingur, jógakennari og leiðir reglulega hugleiðslur. Hún ákvað svo að læra að verða sængurlegu doula eftir eigin erfiðu fæðingarreynslu. „Mér líður eins og það sé heiti eða staða þar sem ég næ að draga alla mína ástríðu saman í einhvers konar gjöf.“ Sjálf hafði hún ekki heyrt um sængurlegu doulur fyrr en hún eignaðist barnið sitt á Balí. „Ég var með sængurlegu doulu úti og það bjargaði minni sængurlegu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Apríl og Andrea ræða í þættinum meðal annars um sængurlegu, hugleiðslu, dáleiðslu, skömm tengda keisarafæðingum, mikilvægi stuðningsaðila í fæðingum, doulustarfið og margt fleira. Klippa: Kviknar - Apríl Harpa Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Apríl segir að hún hafi fengið áfall og kvíða í kjölfarið sem hún þurfti svo að vinna úr. „Ég ætlaði að fæða barnið mitt heima á Íslandi en af því að maðurinn minn er frá Suður-Afríku þá er mjög erfitt fyrir hann að koma til Íslands, þannig að við urðum að eiga það úti.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög svekkt þegar hún komst að því að hún gæti ekki fætt í örygginu í sínu heimalandi á Íslandi. Hennar upplifun af fæðingarfyrirkomulaginu í Indónesíu var neikvæð. Þar sem hún er ekki skráð í heilbrigðiskerfið úti var fæðingin mjög kostnaðarsöm. „Það kostaði okkur hálfa milljón að eignast Lúnu.“ Fæðingin var langdregin og erfið og endaði í bráðakeisara eftir að gleymdist að setja upp þvaglegg hjá henni í mænudeifingu. Apríl segir sögu sína í hlaðvarpinu Kviknar. View this post on Instagram A post shared by april (@rvkgypsea) Nýja starfið eins og gjöf Apríl er menntaður heilsumannfræðingur, jógakennari og leiðir reglulega hugleiðslur. Hún ákvað svo að læra að verða sængurlegu doula eftir eigin erfiðu fæðingarreynslu. „Mér líður eins og það sé heiti eða staða þar sem ég næ að draga alla mína ástríðu saman í einhvers konar gjöf.“ Sjálf hafði hún ekki heyrt um sængurlegu doulur fyrr en hún eignaðist barnið sitt á Balí. „Ég var með sængurlegu doulu úti og það bjargaði minni sængurlegu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Apríl og Andrea ræða í þættinum meðal annars um sængurlegu, hugleiðslu, dáleiðslu, skömm tengda keisarafæðingum, mikilvægi stuðningsaðila í fæðingum, doulustarfið og margt fleira. Klippa: Kviknar - Apríl Harpa Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira