Borgaði hálfa milljón fyrir erfiða fæðingu á Balí: „Ég var svo ógeðslega hrædd“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 07:00 Apríl Harpa Smáradóttir ásamt fjölskyldu sinni á Balí. Instagram Apríl Harpa Smáradóttir eignaðist dóttur sína Lúnu á sjúkrahúsi þar á Balí þar sem hún býr. Hún upplifði mikla hræðslu í fæðingunni, meðal annars vegna samskiptaleysis og tungumálaerfiðleika. Apríl segir að hún hafi fengið áfall og kvíða í kjölfarið sem hún þurfti svo að vinna úr. „Ég ætlaði að fæða barnið mitt heima á Íslandi en af því að maðurinn minn er frá Suður-Afríku þá er mjög erfitt fyrir hann að koma til Íslands, þannig að við urðum að eiga það úti.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög svekkt þegar hún komst að því að hún gæti ekki fætt í örygginu í sínu heimalandi á Íslandi. Hennar upplifun af fæðingarfyrirkomulaginu í Indónesíu var neikvæð. Þar sem hún er ekki skráð í heilbrigðiskerfið úti var fæðingin mjög kostnaðarsöm. „Það kostaði okkur hálfa milljón að eignast Lúnu.“ Fæðingin var langdregin og erfið og endaði í bráðakeisara eftir að gleymdist að setja upp þvaglegg hjá henni í mænudeifingu. Apríl segir sögu sína í hlaðvarpinu Kviknar. View this post on Instagram A post shared by april (@rvkgypsea) Nýja starfið eins og gjöf Apríl er menntaður heilsumannfræðingur, jógakennari og leiðir reglulega hugleiðslur. Hún ákvað svo að læra að verða sængurlegu doula eftir eigin erfiðu fæðingarreynslu. „Mér líður eins og það sé heiti eða staða þar sem ég næ að draga alla mína ástríðu saman í einhvers konar gjöf.“ Sjálf hafði hún ekki heyrt um sængurlegu doulur fyrr en hún eignaðist barnið sitt á Balí. „Ég var með sængurlegu doulu úti og það bjargaði minni sængurlegu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Apríl og Andrea ræða í þættinum meðal annars um sængurlegu, hugleiðslu, dáleiðslu, skömm tengda keisarafæðingum, mikilvægi stuðningsaðila í fæðingum, doulustarfið og margt fleira. Klippa: Kviknar - Apríl Harpa Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira
Apríl segir að hún hafi fengið áfall og kvíða í kjölfarið sem hún þurfti svo að vinna úr. „Ég ætlaði að fæða barnið mitt heima á Íslandi en af því að maðurinn minn er frá Suður-Afríku þá er mjög erfitt fyrir hann að koma til Íslands, þannig að við urðum að eiga það úti.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög svekkt þegar hún komst að því að hún gæti ekki fætt í örygginu í sínu heimalandi á Íslandi. Hennar upplifun af fæðingarfyrirkomulaginu í Indónesíu var neikvæð. Þar sem hún er ekki skráð í heilbrigðiskerfið úti var fæðingin mjög kostnaðarsöm. „Það kostaði okkur hálfa milljón að eignast Lúnu.“ Fæðingin var langdregin og erfið og endaði í bráðakeisara eftir að gleymdist að setja upp þvaglegg hjá henni í mænudeifingu. Apríl segir sögu sína í hlaðvarpinu Kviknar. View this post on Instagram A post shared by april (@rvkgypsea) Nýja starfið eins og gjöf Apríl er menntaður heilsumannfræðingur, jógakennari og leiðir reglulega hugleiðslur. Hún ákvað svo að læra að verða sængurlegu doula eftir eigin erfiðu fæðingarreynslu. „Mér líður eins og það sé heiti eða staða þar sem ég næ að draga alla mína ástríðu saman í einhvers konar gjöf.“ Sjálf hafði hún ekki heyrt um sængurlegu doulur fyrr en hún eignaðist barnið sitt á Balí. „Ég var með sængurlegu doulu úti og það bjargaði minni sængurlegu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Apríl og Andrea ræða í þættinum meðal annars um sængurlegu, hugleiðslu, dáleiðslu, skömm tengda keisarafæðingum, mikilvægi stuðningsaðila í fæðingum, doulustarfið og margt fleira. Klippa: Kviknar - Apríl Harpa Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira