Höfða hópmálsókn vegna skyrs: Segja bandaríska neytendur beitta blekkingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2021 12:45 Icelandic Provisions Bandaríska lögmannsfyrirtækið Sheehan & Associates hefur höfðað hópmál fyrir hönd umbjóðenda sinna gegn Icelandic Provisions vegna umbúða og markaðssetningar hinnar „hefðbundnu íslensku mjólkurvöru“ skyrs. Icelandic Provisions, sem er í eigu Mjólkursamsölunnar og fjárfesta, er sakað um að blekkja neytendur með markaðsetningu vörunnar, þar sem umbúðirnar gefi til kynna að skyrið sé framleitt á Íslandi. Í stefnunni er meðal annars vísað til þess að á skyrinu standi „Traditional Icelandic Skyr“. Þá séu umbúðirnar myndskreyttar með myndum af „íslenskri sveit“. Enn fremur sé fjallað um skyrneyslu Íslendinga í þúsund ár og að umrætt skyr sé það eina sem er fáanlegt í Bandaríkjunum sem innihaldi íslenska mjólkurgerla. Lögmannsstofan segir allt þetta gefa neytandanum til kynna að varan sé framleidd á Íslandi en hún sé raunverulega framleidd í New York. Stendur á umbúðunum að skyrið sé framleitt í New York Í stefnunni segir að neytendur séu nú reiðubúnir til að greiða meira fyrir „upprunalega“ vöru og sá eiginleiki hafi raunar yfirtekið „gæði“. Þannig sé skyrið í sama flokki og viskí frá Skotlandi, hlynsýróp frá Vermont, tómatar frá Ítalíu og súkkulaði frá Sviss. Neytendur hafi væntingar um að varan sé framleidd þar sem hún kom fyrst fram og var þróuð og jafnframt vilja til að styðja við staðbundna framleiðslu. Neytendur séu hins vegar blekktir með notkun orðsins „fáanlegt“ í stað „framleitt“ í áðurnefndu samhengi. Þá er bent á að á umbúðunum standi að skyrinu sé dreift af Icelandic Provisions í New York en það sé þróað í samstarfi við MS á Íslandi. Þess ber að geta að það kemur sannarlega fram þar fyrir neðan að skyrið sé framleitt „með stolti“ í Batavia í New York úr innlendum og innfluttum hráefnum. Málrök lögmannsstofunnar lúta þó ekki eingöngu að umbúðunum heldur er einnig vísað til þess að á heimasíðu Icelandic Provisions standi „Halló from Iceland!“ Þá hafi auglýsing fyrir vöruna verið tekin upp í Vík, þar sem íslenskir leikarar útskýra skyr fyrir bandarískum neytendum. The National Law Review er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá málinu. Matvælaframleiðsla Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Icelandic Provisions, sem er í eigu Mjólkursamsölunnar og fjárfesta, er sakað um að blekkja neytendur með markaðsetningu vörunnar, þar sem umbúðirnar gefi til kynna að skyrið sé framleitt á Íslandi. Í stefnunni er meðal annars vísað til þess að á skyrinu standi „Traditional Icelandic Skyr“. Þá séu umbúðirnar myndskreyttar með myndum af „íslenskri sveit“. Enn fremur sé fjallað um skyrneyslu Íslendinga í þúsund ár og að umrætt skyr sé það eina sem er fáanlegt í Bandaríkjunum sem innihaldi íslenska mjólkurgerla. Lögmannsstofan segir allt þetta gefa neytandanum til kynna að varan sé framleidd á Íslandi en hún sé raunverulega framleidd í New York. Stendur á umbúðunum að skyrið sé framleitt í New York Í stefnunni segir að neytendur séu nú reiðubúnir til að greiða meira fyrir „upprunalega“ vöru og sá eiginleiki hafi raunar yfirtekið „gæði“. Þannig sé skyrið í sama flokki og viskí frá Skotlandi, hlynsýróp frá Vermont, tómatar frá Ítalíu og súkkulaði frá Sviss. Neytendur hafi væntingar um að varan sé framleidd þar sem hún kom fyrst fram og var þróuð og jafnframt vilja til að styðja við staðbundna framleiðslu. Neytendur séu hins vegar blekktir með notkun orðsins „fáanlegt“ í stað „framleitt“ í áðurnefndu samhengi. Þá er bent á að á umbúðunum standi að skyrinu sé dreift af Icelandic Provisions í New York en það sé þróað í samstarfi við MS á Íslandi. Þess ber að geta að það kemur sannarlega fram þar fyrir neðan að skyrið sé framleitt „með stolti“ í Batavia í New York úr innlendum og innfluttum hráefnum. Málrök lögmannsstofunnar lúta þó ekki eingöngu að umbúðunum heldur er einnig vísað til þess að á heimasíðu Icelandic Provisions standi „Halló from Iceland!“ Þá hafi auglýsing fyrir vöruna verið tekin upp í Vík, þar sem íslenskir leikarar útskýra skyr fyrir bandarískum neytendum. The National Law Review er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá málinu.
Matvælaframleiðsla Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira