LeBron ósáttur með að stjörnuleikurinn fari fram í miðjum heimsfaraldri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 12:30 LeBron James er nákvæmlega núll spenntur fyrir stjörnuleiknum í NBA-deildinni. getty/Keith Birmingham LeBron James er ósáttur með að NBA-deildin ætli að vera með hinn árlega stjörnuleik í miðjum heimsfaraldri. Samkvæmt fréttum vestanhafs á stjörnuleikurinn að fara fram í Atlanta 7. mars. Fyrir tímabilið var ekki gert ráð fyrir því að hann færi fram. LeBron hefur engan áhuga á að spila stjörnuleikinn ef hann fer fram. „Ég er ekkert spenntur fyrir stjörnuleik. Ég er ekki ánægður með þetta. Ef ég verð valinn spila ég en hugurinn verður annars staðar,“ sagði LeBron sem var með þrefalda tvennu þegar Los Angeles Lakers sigraði Denver Nuggets, 114-93, í nót. LeBron skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Því miður fyrir LeBron eru verður hann valinn í stjörnuleikinn. Hann er nefnilega efstur í Vesturdeildinni eftir fyrsta hluta kosningar aðdáenda NBA í stjörnuliðin. LeBron hefur spilað sextán stjörnuleiki í röð, eða síðan 2005, á hans öðru tímabili í NBA. LeBron hafði hlakkað til að geta kastað mæðinni eftir álag síðustu mánaða. „Við fengum 71 dags langt undirbúningstímabil og þegar tímabilið hófst var okkur tjáð að það yrði enginn stjörnuleikur svo við fengjum frí. Síðan bæta þeir stjörnuleiknum við sisvona,“ sagði LeBron. „Þetta er köld vatnsgusa framan í okkur. Við erum enn að kljást við heimsfaraldur og förum síðan allir inn í borg sem er opin.“ De'Aaron Fox, stærsta stjarna Sacramento Kings, gekk enn lengra en LeBron og sagði að það væri hreinlega heimskt að stjörnuleikurinn væri fram í ár. Hann ætlar þó að spila ef hann verður valinn. „Þú átt að spila og ef sleppir því og ert ekki meiddur færðu háa sekt svo ég mun taka þátt,“ sagði Fox sem hefur ekki enn verið valinn til að spila í stjörnuleiknum á ferlinum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Samkvæmt fréttum vestanhafs á stjörnuleikurinn að fara fram í Atlanta 7. mars. Fyrir tímabilið var ekki gert ráð fyrir því að hann færi fram. LeBron hefur engan áhuga á að spila stjörnuleikinn ef hann fer fram. „Ég er ekkert spenntur fyrir stjörnuleik. Ég er ekki ánægður með þetta. Ef ég verð valinn spila ég en hugurinn verður annars staðar,“ sagði LeBron sem var með þrefalda tvennu þegar Los Angeles Lakers sigraði Denver Nuggets, 114-93, í nót. LeBron skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Því miður fyrir LeBron eru verður hann valinn í stjörnuleikinn. Hann er nefnilega efstur í Vesturdeildinni eftir fyrsta hluta kosningar aðdáenda NBA í stjörnuliðin. LeBron hefur spilað sextán stjörnuleiki í röð, eða síðan 2005, á hans öðru tímabili í NBA. LeBron hafði hlakkað til að geta kastað mæðinni eftir álag síðustu mánaða. „Við fengum 71 dags langt undirbúningstímabil og þegar tímabilið hófst var okkur tjáð að það yrði enginn stjörnuleikur svo við fengjum frí. Síðan bæta þeir stjörnuleiknum við sisvona,“ sagði LeBron. „Þetta er köld vatnsgusa framan í okkur. Við erum enn að kljást við heimsfaraldur og förum síðan allir inn í borg sem er opin.“ De'Aaron Fox, stærsta stjarna Sacramento Kings, gekk enn lengra en LeBron og sagði að það væri hreinlega heimskt að stjörnuleikurinn væri fram í ár. Hann ætlar þó að spila ef hann verður valinn. „Þú átt að spila og ef sleppir því og ert ekki meiddur færðu háa sekt svo ég mun taka þátt,“ sagði Fox sem hefur ekki enn verið valinn til að spila í stjörnuleiknum á ferlinum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira