Enginn, ekki einu sinni James Milner, var fæddur þegar Liverpool lenti síðast í svona þurrkatíð á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 12:00 James Milner og félagar í Liverpool voru þreytulegir á móti Brighton & Hove Albion á Anfield í gærkvöldi. Getty/Clive Brunskill Eftir tvo útisigra í London í síðustu viku þá héldu stuðningsmenn Liverpool örugglega að liðið þeirra væri búið að finna taktinn á nýjan leik. Annað kom á daginn á Anfield í gær. Liverpool tapaði þá sínum öðrum heimaleik í röð þegar liðið lá 1-0 á móti Brighton & Hove Albion í gærkvöldi. Liðið hafði tapað fyrir Burnley í heimaleiknum á undan. Það sem meira er að Liverpool hefur nú ekki skorað í þremur heimaleikjum í röð og það hafði ekki gerst í meira en 36 ár. Það þýðir að enginn leikmaður Liverpool í dag var fæddur þegar Liverpool liðið lenti síðast í því að skora ekki þremur heimaleikjum í röð í deildinni. 1984 - Liverpool have failed to score in three consecutive home league games for the first time since October 1984, with the Reds goalless run at Anfield currently standing at 348 minutes. Bereft. pic.twitter.com/10UTHWSqfa— OptaJoe (@OptaJoe) February 3, 2021 Þetta var í október 1984 en elsti leikmaður Liverpool liðsins var James Milner sem fæddist 4. janúar 1986. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þá bara sautján ára gamall og enn að spila með yngri flokkum TuS Ergenzingen. Síðastur til að skora deildarmark fyrir Liverpool á Anfield var Sadio Mané sem kom liðinu í 1-0 á 12. mínútu í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir gamlárskvöld. Liverpool hefur því spilað í 348 mínútur fyrir tómum Anfield leikvanginum án þess að finna leiðina í mark andstæðinganna. Sadio Mané gat ekki spilað í gærkvöldi vegna meiðsla. Mohamed Salah hafði skoraði tvö mörk í sigrinum á West Ham í leiknum á undan en Egyptinn hefur ekki skorað deildarmark á Anfield síðan í 2-1 sigri á Tottenham 16. desember síðastliðinn. Liverpool have lost back-to-back PL home game for first time since Sept 2012 - also failed to score in 3 home League games in a row - 1st time in 37 years Only had 1 attempt on target - fewest in a home PL game since April 2017 (L1-2 v Crystal Palace) pic.twitter.com/q5gO1X3LWQ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 3, 2021 Tímabilið 1984 til 1985 þá var Joe Fagan knattspyrnustjóri félagsins og Liverpool náði ekki að vinna titili. Liðið endaði hins vegar í öðru sæti í deildinni og í Evrópukeppni meistaraliða og komst í undanúrslit enska bikarsins. Markalausu heimaleikirnir frá 29. spetember til 20. október 1984 voru á móti Sheffield Wednesday (0–2), West Bromwich Albion (0-0) og Everton (0-1). Ian Rush endaði biðina eftir marki þegar hann skoraði á móti Southampton 10. nóvember. Þrátt fyrir mjög góðan endi á tímabilinu þá tókst Liverpool ekki að vinna upp forskot Everton sem vann þarna deildina með þrettán stiga mun. Joe Fagan hætti sem stjóri Liverpool eftir leiktíðina og Kenny Dalglish tók við sem spilandi knattspyrnustjóri. Liverpool vann tvöfalt á hans fyrsta tímabili 1985-86. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
Liverpool tapaði þá sínum öðrum heimaleik í röð þegar liðið lá 1-0 á móti Brighton & Hove Albion í gærkvöldi. Liðið hafði tapað fyrir Burnley í heimaleiknum á undan. Það sem meira er að Liverpool hefur nú ekki skorað í þremur heimaleikjum í röð og það hafði ekki gerst í meira en 36 ár. Það þýðir að enginn leikmaður Liverpool í dag var fæddur þegar Liverpool liðið lenti síðast í því að skora ekki þremur heimaleikjum í röð í deildinni. 1984 - Liverpool have failed to score in three consecutive home league games for the first time since October 1984, with the Reds goalless run at Anfield currently standing at 348 minutes. Bereft. pic.twitter.com/10UTHWSqfa— OptaJoe (@OptaJoe) February 3, 2021 Þetta var í október 1984 en elsti leikmaður Liverpool liðsins var James Milner sem fæddist 4. janúar 1986. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þá bara sautján ára gamall og enn að spila með yngri flokkum TuS Ergenzingen. Síðastur til að skora deildarmark fyrir Liverpool á Anfield var Sadio Mané sem kom liðinu í 1-0 á 12. mínútu í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir gamlárskvöld. Liverpool hefur því spilað í 348 mínútur fyrir tómum Anfield leikvanginum án þess að finna leiðina í mark andstæðinganna. Sadio Mané gat ekki spilað í gærkvöldi vegna meiðsla. Mohamed Salah hafði skoraði tvö mörk í sigrinum á West Ham í leiknum á undan en Egyptinn hefur ekki skorað deildarmark á Anfield síðan í 2-1 sigri á Tottenham 16. desember síðastliðinn. Liverpool have lost back-to-back PL home game for first time since Sept 2012 - also failed to score in 3 home League games in a row - 1st time in 37 years Only had 1 attempt on target - fewest in a home PL game since April 2017 (L1-2 v Crystal Palace) pic.twitter.com/q5gO1X3LWQ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 3, 2021 Tímabilið 1984 til 1985 þá var Joe Fagan knattspyrnustjóri félagsins og Liverpool náði ekki að vinna titili. Liðið endaði hins vegar í öðru sæti í deildinni og í Evrópukeppni meistaraliða og komst í undanúrslit enska bikarsins. Markalausu heimaleikirnir frá 29. spetember til 20. október 1984 voru á móti Sheffield Wednesday (0–2), West Bromwich Albion (0-0) og Everton (0-1). Ian Rush endaði biðina eftir marki þegar hann skoraði á móti Southampton 10. nóvember. Þrátt fyrir mjög góðan endi á tímabilinu þá tókst Liverpool ekki að vinna upp forskot Everton sem vann þarna deildina með þrettán stiga mun. Joe Fagan hætti sem stjóri Liverpool eftir leiktíðina og Kenny Dalglish tók við sem spilandi knattspyrnustjóri. Liverpool vann tvöfalt á hans fyrsta tímabili 1985-86.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira