Lífið

Eurovision verður ekki haldin með hefðbundnum hætti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Keppnin verður í Ahoy höllinni í Rotterdam. 
Keppnin verður í Ahoy höllinni í Rotterdam.  Vísir/getty/Robin Utrecht

Nú hafa forsvarsmenn Eurovision gefið út að ekki verði hægt að halda keppnina með hefðbundnum hætti en skipuleggjendur höfðu áður gefið út nokkrar sviðsmyndir keppninnar. Sviðsmynd A var alltaf sú að keppnin yrði haldin eins og Evrópubúar þekkja hana.

Það hefur nú verið útilokað vegna heimsfaraldurs og útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppninni var aflýst á síðasta ári vegna veirunnar og ákveðið að halda hana ári síðar á sama stað, í Rotterdam og það í maí.

Nú liggja fyrir þrjár sviðsmyndir, B, C og D.

Sviðsmynd B felur í sér nokkuð strangar reglur varðandi fjarlægjatakmarkanir. Sviðsmynd C gengur út á ákveðnar ferðatakmarkanir og líklega verða því engir áhorfendur í sal og minni hópur frá hverju landi.

Sviðsmynd D er síðan þannig að hvert atriði er tekið upp fyrir fram í heimalandinu og atriðið einfaldlega sýnt á sjónvarpsskjáum Evrópubúa.

Ákvörðunin mun ekki liggja fyrir fyrr en nær dregur vorinu en keppnin hefst 18. maí og líkur 22. maí.

Daði og Gagnamagnið flytja framlag Íslands þann 20. maí á seinna undankvöldinu en lagið verður frumflutt þann 13. mars hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.