Teitur: Það er ekkert „panikk“ á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 13:30 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson sjást hér ræða um Valsliðið. S2 Sport Það er Íslandsmeistarapressa á Valsliðinu þó að byrjunin sýni ekki og sanni að þar sé á ferðinni lið sem er líklegt til að berjast um stóra titilinn í vetur. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi ræddu ýmis mál í Framlengingunni í síðasta þætti þar sem farið var yfir sjöundu umferð Domino´s deildar karla. Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson. Í framlengingunni í lok þáttarins henti Kjartan Atli fram nokkrum góðum spurningum. Ein af þeim var um meistaravonir Valsmanna sem réðu fimmfaldan Íslandsmeistaraþjálfara Finn Frey Stefánsson fyrir tímabilið og fengu líka til sín stórstjörnunnar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Axox frá Íslandsmeisturum KR. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin 1. febrúar 2021 Teitur Örlygsson segir enga ástæðu til að örvænta á Hlíðarenda þrátt fyrir að Valsliðið hafi tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum þar á meðal á móti Þór á Akureyri í síðasta leik sínum. „Ég held að það sé ekkert panikk. Það er alltof snemmt til að fara að panikka eitthvað núna,“ sagði Teitur Örlygsson en Kjartan Atli skaut þá inn í: „En ætlast Valsmenn til þess að þeir verði Íslandsmeistarar,“ spurði Kjartan. „Ég held að þeir vilji gera tilkall til þess og ég hvort sem þeir vinna titilinn eða ekki þá vilja þeir komast í úrslitarimmuna sjálfa. Þeir hafa verið að tjalda ýmislegu til þarna og þeir eru ekkert hættir,“ sagði Teitur. „Það hlýtur að vera krafa því þeir væru annars ekki að fá Acox, Pavel, Jón Arnór og alla þessa kappa. Þetta eru KR-ingar sem eru vanir því að vinna titilinn. Þeir eru ekki að fara úr liði sem er búið að vinna sex titla í röð í að hafa það eitthvað náðugt í blokkaríbúðum í Hlíðunum,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þeir vilja loksins fá pening fyrir að vinna titil en ekki bara í formi gullpenings heldur líka smá seðla,“ sagði Sævar. Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara? Það má finna alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi ræddu ýmis mál í Framlengingunni í síðasta þætti þar sem farið var yfir sjöundu umferð Domino´s deildar karla. Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson. Í framlengingunni í lok þáttarins henti Kjartan Atli fram nokkrum góðum spurningum. Ein af þeim var um meistaravonir Valsmanna sem réðu fimmfaldan Íslandsmeistaraþjálfara Finn Frey Stefánsson fyrir tímabilið og fengu líka til sín stórstjörnunnar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Axox frá Íslandsmeisturum KR. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin 1. febrúar 2021 Teitur Örlygsson segir enga ástæðu til að örvænta á Hlíðarenda þrátt fyrir að Valsliðið hafi tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum þar á meðal á móti Þór á Akureyri í síðasta leik sínum. „Ég held að það sé ekkert panikk. Það er alltof snemmt til að fara að panikka eitthvað núna,“ sagði Teitur Örlygsson en Kjartan Atli skaut þá inn í: „En ætlast Valsmenn til þess að þeir verði Íslandsmeistarar,“ spurði Kjartan. „Ég held að þeir vilji gera tilkall til þess og ég hvort sem þeir vinna titilinn eða ekki þá vilja þeir komast í úrslitarimmuna sjálfa. Þeir hafa verið að tjalda ýmislegu til þarna og þeir eru ekkert hættir,“ sagði Teitur. „Það hlýtur að vera krafa því þeir væru annars ekki að fá Acox, Pavel, Jón Arnór og alla þessa kappa. Þetta eru KR-ingar sem eru vanir því að vinna titilinn. Þeir eru ekki að fara úr liði sem er búið að vinna sex titla í röð í að hafa það eitthvað náðugt í blokkaríbúðum í Hlíðunum,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þeir vilja loksins fá pening fyrir að vinna titil en ekki bara í formi gullpenings heldur líka smá seðla,“ sagði Sævar. Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara? Það má finna alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara?
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira