Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 14:31 Tilkynnt verður um Íslensku myndlistarverðlaunin þann 25. febrúar næstkomandi. Myndlistarsjóður Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. Í ár verða einnig veittar tvær viðurkenningar, sérstök heiðursviðurkenning og viðurkenning fyrir útgefið efni á sviði myndlistar. Myndlistarráð stendur nú í fjórða skiptiað úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar. Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Myndlistarmanns ársins: Haraldur Jónsson fyrir sýninguna Ljósavél í gallerí Berg Contemporary. 19. des. 2020 – 27. feb. 2021. Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Loftleikur í i8 Gallerí. 3. sept. – 10. okt. 2020. Libia Castro og Ólafur Ólafsson fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3. okt. 2020 í samstarfi við tónlistar- og myndlistarhátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík. Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir fyrir sýninguna Ljósvaki í gallerí Berg Contemporary. 24. jan. – 21. mars 2020. Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Hvatningarverðlauna ársins: Andreas Brunner fyrir sýninguna,Ekki brotlent enn, D41, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sýningarstjóri Markús Þór Andrésson. 19. mars – 7. júní 2020. Guðlaug Mía Eyþórsdóttir fyrir sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar. 14. sept. – 9. okt. 2020. Una Björg Magnúsdóttir fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sýningarstjóri Aldís Snorradóttir.16. jan. – 15. mars 2020. Greint verður frá því hver af þessum fjórum hlýtur Myndlistarverðlaun ársins og hver hlýtur Hvatningarverðlaun ársins fimmtudaginn 25. febrúar 2021. Listasafn ReykjavíkurVísir/VIlhelm Í ár mun Myndlistarráð einnig veita í fyrsta skipti tvær viðurkenningar; Heiðursviðurkenningu og viðurkenningu fyrir útgefið efni á sviði myndlistar. Heiðursviðurkenning fellur í skaut starfandi myndlistarmanns fyrir heildarframlag hans til íslenskrar myndlistar. Viðurkenning fyrir útgefið efni, hvort heldur sem er í prentuðu eða stafrænu formi, er veitt stofnun, einstaklingi eða fyrirtæki sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist. Myndlistarráð tekur ákvörðun um hverjir hljóta viðurkenningar, en í ráðinu situr fulltrúi frá mennta- og menningarráðuneyti, Listasafni Íslands og Listfræðafélagi Íslands ásamt tveimur fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021 skipa: Helgi Þorgils Friðjónsson, formaður dómnefndar (Myndlistarráð) Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir (Listfræðafélag Íslands) Helga Óskarsdóttir (Samband íslenskra myndlistarmanna) Valur Brynjar Antonsson (fulltrúi safnstjóra íslenskra myndlistarsafna) Þorbjörg Jónsdóttir (Listaháskóli Íslands) Menning Myndlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í ár verða einnig veittar tvær viðurkenningar, sérstök heiðursviðurkenning og viðurkenning fyrir útgefið efni á sviði myndlistar. Myndlistarráð stendur nú í fjórða skiptiað úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar. Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Myndlistarmanns ársins: Haraldur Jónsson fyrir sýninguna Ljósavél í gallerí Berg Contemporary. 19. des. 2020 – 27. feb. 2021. Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Loftleikur í i8 Gallerí. 3. sept. – 10. okt. 2020. Libia Castro og Ólafur Ólafsson fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3. okt. 2020 í samstarfi við tónlistar- og myndlistarhátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík. Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir fyrir sýninguna Ljósvaki í gallerí Berg Contemporary. 24. jan. – 21. mars 2020. Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Hvatningarverðlauna ársins: Andreas Brunner fyrir sýninguna,Ekki brotlent enn, D41, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sýningarstjóri Markús Þór Andrésson. 19. mars – 7. júní 2020. Guðlaug Mía Eyþórsdóttir fyrir sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar. 14. sept. – 9. okt. 2020. Una Björg Magnúsdóttir fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sýningarstjóri Aldís Snorradóttir.16. jan. – 15. mars 2020. Greint verður frá því hver af þessum fjórum hlýtur Myndlistarverðlaun ársins og hver hlýtur Hvatningarverðlaun ársins fimmtudaginn 25. febrúar 2021. Listasafn ReykjavíkurVísir/VIlhelm Í ár mun Myndlistarráð einnig veita í fyrsta skipti tvær viðurkenningar; Heiðursviðurkenningu og viðurkenningu fyrir útgefið efni á sviði myndlistar. Heiðursviðurkenning fellur í skaut starfandi myndlistarmanns fyrir heildarframlag hans til íslenskrar myndlistar. Viðurkenning fyrir útgefið efni, hvort heldur sem er í prentuðu eða stafrænu formi, er veitt stofnun, einstaklingi eða fyrirtæki sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist. Myndlistarráð tekur ákvörðun um hverjir hljóta viðurkenningar, en í ráðinu situr fulltrúi frá mennta- og menningarráðuneyti, Listasafni Íslands og Listfræðafélagi Íslands ásamt tveimur fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021 skipa: Helgi Þorgils Friðjónsson, formaður dómnefndar (Myndlistarráð) Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir (Listfræðafélag Íslands) Helga Óskarsdóttir (Samband íslenskra myndlistarmanna) Valur Brynjar Antonsson (fulltrúi safnstjóra íslenskra myndlistarsafna) Þorbjörg Jónsdóttir (Listaháskóli Íslands)
Menning Myndlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira