Fjallið mældi COVID-áhrifin á sig með því að gera armbeygjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson keppir við Eddie Hall í Las Vegas í september þar sem kraftajötnarnir tveir ætla endanlega að gera upp sín mál. Instagram/@thorbjornsson Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn aftur af stað eftir kórónuveirusmit en hann er þó ekki hundrað prósent. Hafþór Júlíus Björnsson varð á dögunum að gera hlé á æfingum sínum fyrir hnefleikabardagann í Las Vegas í september næstkomandi eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hafþór var þá nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann barðist við Steven Ward í æfingabardaga. Hafþór Júlíus leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með því þegar hann athugaði með einföldum hætti hvað hefði breyst hjá sér á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan hann smitaðist af kórónuveirunni. „Eins og flest ykkar vitið þá fékk ég COVID-19 en mér líður miklu betur núna. Af því að mér líður miklu betur þá ætla ég að prófa það betur hvernig staðan er á mér,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég ætla að athuga það hversu margar armbeygjur ég get gert áður en ég geri mistök. Ég ætla að kanna það hvort ég hafi tapað einhverjum styrk og hvort ég búi enn yfir kraftinum sem ég hafði áður en ég veiktist,“ sagði Hafþór Júlíus. „Fullt af fólki segir að öndunin verði erfiðari en ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég ætla bara að komast að því hversu margar armbeygjur ég get gert,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus gerði síðan fimmtíu armbeygjur áður en hann gafst upp. Þær síðustu tóku greinilega á og hann var mjög móður þegar hann stóð upp. „Ég er vanur að gera fimmtíu til sextíu án þess að hafa mikið fyrir því,“ sagði Hafþór Júlíus eftir að hann kláraði þessar fimmtíu armbeygjur sínar. Það má sjá myndbandið af þessu prófi Fjallsins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Aflraunir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórði leikur Genoa í röð án taps Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson varð á dögunum að gera hlé á æfingum sínum fyrir hnefleikabardagann í Las Vegas í september næstkomandi eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hafþór var þá nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann barðist við Steven Ward í æfingabardaga. Hafþór Júlíus leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með því þegar hann athugaði með einföldum hætti hvað hefði breyst hjá sér á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan hann smitaðist af kórónuveirunni. „Eins og flest ykkar vitið þá fékk ég COVID-19 en mér líður miklu betur núna. Af því að mér líður miklu betur þá ætla ég að prófa það betur hvernig staðan er á mér,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég ætla að athuga það hversu margar armbeygjur ég get gert áður en ég geri mistök. Ég ætla að kanna það hvort ég hafi tapað einhverjum styrk og hvort ég búi enn yfir kraftinum sem ég hafði áður en ég veiktist,“ sagði Hafþór Júlíus. „Fullt af fólki segir að öndunin verði erfiðari en ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég ætla bara að komast að því hversu margar armbeygjur ég get gert,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus gerði síðan fimmtíu armbeygjur áður en hann gafst upp. Þær síðustu tóku greinilega á og hann var mjög móður þegar hann stóð upp. „Ég er vanur að gera fimmtíu til sextíu án þess að hafa mikið fyrir því,“ sagði Hafþór Júlíus eftir að hann kláraði þessar fimmtíu armbeygjur sínar. Það má sjá myndbandið af þessu prófi Fjallsins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Aflraunir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórði leikur Genoa í röð án taps Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira