Bauð skjólstæðingi hans þrettán milljónir fyrir fimm daga og talaði um að vera hennar „Sugar daddy“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 08:31 Snorri Barón Jónsson með Söru Sigmundsdóttur og Evert Víglundssyni. Instagram/@snorribaron Það fauk í umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson þegar hann las tölvupóst frá ríkum manni í Bandaríkjunum sem vildi kynnast íslenskri íþróttakonu betur. Snorri Barón Jónsson, sem er meðal annars umboðsmaður CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá mjög ósæmilegu tilboði sem skjólstæðingur hans fékk um helgina. Samkvæmt færslu Snorra þá vildi ríkur maður út í heimi fá skjólstæðing hans í heimsókn til sín, annaðhvort yfir helgi eða í fimm daga. Snorri Barón segir ekki frá því hvaða skjólstæðingur þetta var nema að það sé íþróttakona. Tilboðið hljóðaði upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali fyrir eina helgi, rúmar sex milljónir króna, eða hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir fimm daga, tæpar þrettán milljónir. Viðkomandi ætlaði líka að borga allan ferðakostnað og uppihald og var tilbúinn að hittast bæði í New York og Los Angeles. Hann lýsti enn fremur samskiptunum að hann sæi sig sem svokallaðan „Sugar daddy“ og að hann væri til í að endurtaka leikinn reglulega svona eins og einu sinni í mánuði. „Sá þig á Instagram, stórglæsileg. Geri þér þetta tilboð. Ég er 44 ára gamall, einfaldur og þægilegur í umgengni. Mjög vel stæður. Þetta gæti verið góð leið fyrir þig til að græða góðan pening og þetta telst varla vera vinna. Þú græðir á útlitinu og getur notað tækifærið og safnað pening sem kemur þér í góð mál fyrir framtíðina,“ segir í þessu tilboði mannsins. Snorri birti tölvupóstinn sem má sjá hér fyrir neðan. Í færslu sinni fer Snorri meðal annars yfir það að hann hefði aldrei getað séð fyrir sér hvaða rugl íþróttafólk þarf að þola í málum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Tvískinnungurinn, ófagmennskan, sálfræðileikirnir, sjálfsástin og auðhyggjan sem lifir góðu lífi í þessu heimi. Í ofanálag þá er það virðingarleysið, kynjamismununin og öfuguggahátturinn sem konur sérstaklega þurfa að ganga í gegnum. Þetta gerir mig alveg vitlausan en þetta breytist ekki nema ef við breytum þessu. Hvernig er það, er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota, skrifaði Snorri Barón Jónsson í færslu sinni. Snorri lýsir því líka hvernig hann og skjólstæðingur sinn hafi fyrst hlegið að þessu og hún hafi grínast með það að hafa alltaf viljað eignast „Sugar daddy“. Hann segir hana alltaf hafa getað útilokað svona hluti. Snorra var þó ekki skemmt og sagðist hafa orðið öskureiður. Snorri Barón ákvað því að segja frá þessu á Instagram síðu sinni og gefa heiminum sýn inn í þann veruleika sem sumar íþróttakonur þurfa að upplifa. CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Snorri Barón Jónsson, sem er meðal annars umboðsmaður CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá mjög ósæmilegu tilboði sem skjólstæðingur hans fékk um helgina. Samkvæmt færslu Snorra þá vildi ríkur maður út í heimi fá skjólstæðing hans í heimsókn til sín, annaðhvort yfir helgi eða í fimm daga. Snorri Barón segir ekki frá því hvaða skjólstæðingur þetta var nema að það sé íþróttakona. Tilboðið hljóðaði upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali fyrir eina helgi, rúmar sex milljónir króna, eða hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir fimm daga, tæpar þrettán milljónir. Viðkomandi ætlaði líka að borga allan ferðakostnað og uppihald og var tilbúinn að hittast bæði í New York og Los Angeles. Hann lýsti enn fremur samskiptunum að hann sæi sig sem svokallaðan „Sugar daddy“ og að hann væri til í að endurtaka leikinn reglulega svona eins og einu sinni í mánuði. „Sá þig á Instagram, stórglæsileg. Geri þér þetta tilboð. Ég er 44 ára gamall, einfaldur og þægilegur í umgengni. Mjög vel stæður. Þetta gæti verið góð leið fyrir þig til að græða góðan pening og þetta telst varla vera vinna. Þú græðir á útlitinu og getur notað tækifærið og safnað pening sem kemur þér í góð mál fyrir framtíðina,“ segir í þessu tilboði mannsins. Snorri birti tölvupóstinn sem má sjá hér fyrir neðan. Í færslu sinni fer Snorri meðal annars yfir það að hann hefði aldrei getað séð fyrir sér hvaða rugl íþróttafólk þarf að þola í málum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Tvískinnungurinn, ófagmennskan, sálfræðileikirnir, sjálfsástin og auðhyggjan sem lifir góðu lífi í þessu heimi. Í ofanálag þá er það virðingarleysið, kynjamismununin og öfuguggahátturinn sem konur sérstaklega þurfa að ganga í gegnum. Þetta gerir mig alveg vitlausan en þetta breytist ekki nema ef við breytum þessu. Hvernig er það, er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota, skrifaði Snorri Barón Jónsson í færslu sinni. Snorri lýsir því líka hvernig hann og skjólstæðingur sinn hafi fyrst hlegið að þessu og hún hafi grínast með það að hafa alltaf viljað eignast „Sugar daddy“. Hann segir hana alltaf hafa getað útilokað svona hluti. Snorra var þó ekki skemmt og sagðist hafa orðið öskureiður. Snorri Barón ákvað því að segja frá þessu á Instagram síðu sinni og gefa heiminum sýn inn í þann veruleika sem sumar íþróttakonur þurfa að upplifa.
CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira