Steinhissa og kveðst ekki vita hvort Kjartan laug Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 11:31 Kjartan Henry Finnbogason með boltann í leik með Horsens gegn Bröndby. Getty/Lars Ronbog Danska knattspyrnufélagið Horsens samþykkti beiðni Kjartans Henry Finnbogasonar um riftun samnings svo að hann gæti farið heim til Íslands. Íþróttastjóri Horsens var því steinhissa þegar tilkynnt var í morgun að Kjartan yrði áfram í Danmörku enn um sinn. Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í næstefstu deild Danmerkur, tilkynnti í morgun að félagið hefði gert samning við Kjartan sem gildir til 30. júní. Aðeins tveir dagar eru síðan að hann fékk samningnum við Horsens rift. Í viðtali við Fótbolta.net segir Kjartan að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að samningnum var rift. Ólafur Kristjánsson hafi þá haft samband. „Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net. Kjartan segist hafa heyrt í íslenskum knattspyrnufélögum en að það „þyrfti ansi mikið til“ svo að hann færi í annað lið en KR á Íslandi. Þá sé ekki útilokað að hann framlengi samninginn við Esbjerg, þó að líklegast sé að hann komi heim, hugsanlega í kringum upphaf Íslandsmótsins í vor en annars þegar félagskiptaglugginn opnist aftur 1. júlí. Segir Kjartan hafa lýst yfir skýrum vilja til að fara frá Danmörku Ljóst er að það kemur forráðamönnum og stuðningsmönnum Horsens rækilega á óvart að Kjartan ætli að spila áfram í Danmörku næstu mánuðina, eftir að hafa fengið samningi sínum rift á þeim forsendum að hann væri á leið heim til Íslands. „Ég verð að viðurkenna að þessu bjóst ég ekki við,“ sagði Niels Erik Söndergaard, íþróttastjóri Horsens, við Ekstrabladet. „Við settumst niður með Kjartani og hann gaf það skýrt til kynna að hann vildi fara heim til Íslands af persónulegum ástæðum, og að hann hefði engan áhuga á að spila áfram í Danmörku. Það kemur mér því verulega á óvart að hann skuli núna fara að spila í Esbjerg,“ sagði Söndergaard. Fljótt að breytast í fótboltaheiminum sem er stundum svolítið rotinn Söndergaard kveðst ekki bitur yfir niðurstöðunni en viðurkennir að þeir sem hafi verið lengur en hann hjá Esbjerg geti verið það. „Ég get bara sagt að hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltaheiminum, sem er stundum svolítið rotinn,“ sagði Söndergaard. En finnst honum Kjartan hafa logið til að losna undan samningi? „Það veit ég ekki. Kjartan verður að svara því hvað breyttist frá því að við töluðum saman, og hvað gerðist varðandi Esbjerg. Ég vil bara segja að ég er hissa en svo nær það ekki lengra,“ sagði Söndergaard. Danski boltinn Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í næstefstu deild Danmerkur, tilkynnti í morgun að félagið hefði gert samning við Kjartan sem gildir til 30. júní. Aðeins tveir dagar eru síðan að hann fékk samningnum við Horsens rift. Í viðtali við Fótbolta.net segir Kjartan að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að samningnum var rift. Ólafur Kristjánsson hafi þá haft samband. „Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net. Kjartan segist hafa heyrt í íslenskum knattspyrnufélögum en að það „þyrfti ansi mikið til“ svo að hann færi í annað lið en KR á Íslandi. Þá sé ekki útilokað að hann framlengi samninginn við Esbjerg, þó að líklegast sé að hann komi heim, hugsanlega í kringum upphaf Íslandsmótsins í vor en annars þegar félagskiptaglugginn opnist aftur 1. júlí. Segir Kjartan hafa lýst yfir skýrum vilja til að fara frá Danmörku Ljóst er að það kemur forráðamönnum og stuðningsmönnum Horsens rækilega á óvart að Kjartan ætli að spila áfram í Danmörku næstu mánuðina, eftir að hafa fengið samningi sínum rift á þeim forsendum að hann væri á leið heim til Íslands. „Ég verð að viðurkenna að þessu bjóst ég ekki við,“ sagði Niels Erik Söndergaard, íþróttastjóri Horsens, við Ekstrabladet. „Við settumst niður með Kjartani og hann gaf það skýrt til kynna að hann vildi fara heim til Íslands af persónulegum ástæðum, og að hann hefði engan áhuga á að spila áfram í Danmörku. Það kemur mér því verulega á óvart að hann skuli núna fara að spila í Esbjerg,“ sagði Söndergaard. Fljótt að breytast í fótboltaheiminum sem er stundum svolítið rotinn Söndergaard kveðst ekki bitur yfir niðurstöðunni en viðurkennir að þeir sem hafi verið lengur en hann hjá Esbjerg geti verið það. „Ég get bara sagt að hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltaheiminum, sem er stundum svolítið rotinn,“ sagði Söndergaard. En finnst honum Kjartan hafa logið til að losna undan samningi? „Það veit ég ekki. Kjartan verður að svara því hvað breyttist frá því að við töluðum saman, og hvað gerðist varðandi Esbjerg. Ég vil bara segja að ég er hissa en svo nær það ekki lengra,“ sagði Söndergaard.
Danski boltinn Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira