„Getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 08:43 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að létta fyrr á samkomutakmörkunum en núgildandi reglugerð segir til um. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar hvort hægt sé að slaka fyrr á samkomutakmörkunum en gildistími núverandi reglugerðar segir til um sem er 17. febrúar. Hann gefur hvorki upp um í hverju slíkar tilslakanir gætu verið fólgnar né hvenær hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að tilslökunum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði stöðuna í kórónuveirufaraldrinum nokkuð góða hér á landi. Síðastliðna viku hafa aðeins tíu manns greinst með veiruna innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Síðast greindist einstaklingur smitaður utan sóttkvíar þann 20. janúar. Í ljósi þessa er til skoðunar að létta á samkomutakmörkunum. „Við vitum hins vegar nákvæmlega ekki hvort veiran er einhvers staðar ennþá að leynast þarna úti í samfélaginu. Við sáum það í haust að það þurfti ekki nema eitt atvik eða tvö til þess að hleypa þessu af stað þannig að maður er svolítið brenndur af því,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á að það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir. Spurður hvort hann sæi fyrir sér einhverjar takmarkanir út árið kvaðst hann alveg sjá fyrir sér einhverjar takmarkanir. „Því eins og oft hefur komið fram þá á meðan veiran er að ganga alls staðar annars staðar og er á blússi þá er alltaf hætta á að hún komi hingað inn þannig að við þurfum að hafa einhverjar takmarkanir. Það er bara spurningin hvaða takmarkanir þurfum við að hafa. En ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú þessar einstaklingsbundnu sýkingavarnir sem skila okkur öllu. Við getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir; fólk passi sig á tveggja metra reglunni, noti grímur og eitthvað svona. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að það geti verið eitthvað áfram og við getum slakað á á öðrum sviðum vonandi,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Hann gefur hvorki upp um í hverju slíkar tilslakanir gætu verið fólgnar né hvenær hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að tilslökunum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði stöðuna í kórónuveirufaraldrinum nokkuð góða hér á landi. Síðastliðna viku hafa aðeins tíu manns greinst með veiruna innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Síðast greindist einstaklingur smitaður utan sóttkvíar þann 20. janúar. Í ljósi þessa er til skoðunar að létta á samkomutakmörkunum. „Við vitum hins vegar nákvæmlega ekki hvort veiran er einhvers staðar ennþá að leynast þarna úti í samfélaginu. Við sáum það í haust að það þurfti ekki nema eitt atvik eða tvö til þess að hleypa þessu af stað þannig að maður er svolítið brenndur af því,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á að það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir. Spurður hvort hann sæi fyrir sér einhverjar takmarkanir út árið kvaðst hann alveg sjá fyrir sér einhverjar takmarkanir. „Því eins og oft hefur komið fram þá á meðan veiran er að ganga alls staðar annars staðar og er á blússi þá er alltaf hætta á að hún komi hingað inn þannig að við þurfum að hafa einhverjar takmarkanir. Það er bara spurningin hvaða takmarkanir þurfum við að hafa. En ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú þessar einstaklingsbundnu sýkingavarnir sem skila okkur öllu. Við getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir; fólk passi sig á tveggja metra reglunni, noti grímur og eitthvað svona. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að það geti verið eitthvað áfram og við getum slakað á á öðrum sviðum vonandi,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira