Anníe Mist: Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er að hefja keppni á ný eftir að hafa eignast Freyju Mist í ágúst síðastliðnum. Instagram/@anniethorisdottir Nýtt CrossFit tímabil nálgast óðum en opni hluti heimsleikanna hefst 11. mars næstkomandi. Meðal keppenda verður mamman Anníe Mist Þórisdóttir en þessi fyrrum tvöfaldi heimsmeistari er að koma til baka eftir barnsburðarleyfi. Anníe Mist Þórisdóttir ræddi nýtt fyrirkomulag á CrossFit tímabilinu í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up vefnum. Anníe Mist fagnar því að keppendur í ár endurheimti undankeppnir í líkingu við gömlu svæðakeppnirnar. Að þessu sinni komast keppendur ekki á heimsleikana í gegnum The Open heldur tryggja sér þar þátttökurétt í næstu tveimur hlutum undankeppninnar. „Að hafa bara keppni á netinu sem undankeppni er ekki nóg,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. Nú verða bæði átta manna úrslit og undanúrslit sem skera úr um hverjir komast á heimsleikana. Anníe Mist telur að nýju hlutar undankeppninnar færi henni og hinum aftur svipaða tilfinningu og fylgdi því að keppa á svæðakeppnunum sem margir söknuðu þegar þær voru aflagðar. „Við þurfum þessar keppnir þar sem þú ert að keppa á staðnum og á móti íþróttafólki sem er að reyna að tryggja sér sæti á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist leggur áherslu á mikilvægi þess að það sé ekki bara verið að hugsa um afreksfólkið sem ætli sér stóra hluti á heimsleikunum. „Þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið sem getur komist á heimsleikana. Þetta á líka vera fyrir íþróttafólkið sem er að taka næstu skrefin á CrossFit ferli sínum,“ sagði Anníe Mist. Með því að komast áfram í næsta stig undankeppninnar þá tekur þetta fólk einu skrefi meira en að „vera þetta venjulega fólk sem mætir í líkamsræktarsalinn og tekur þátt í The Open,“ eins og Anníe orðar það. Anníe er jafnframt ánægð með að íþróttafólkið þurfi að taka þátt í opna hlutanum á nýjan leik. „Já, The Open hefur tekið langan tíma og hefur áhrif á æfingarnar þínar en The Open er um leið eitt af mínu uppáhalds hlutum á tímabilinu,“ sagði Anníe Mist. „Við erum öllum saman í þessu. Ég er að keppa með mömmu og pabba og þetta skiptir alla í salnum mínum svo miklu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að keppa á heimsleikunum og ég fær að deila því með þeim öllum. Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vonast til þess að með því að stytta opna hlutan úr fimm vikum niður í þrjár vikur fái fleira fólk til að taka þátt í ár. „Fólk segir kannski að það ætli ekki að skrá sig en að það ætli samt að gera allar æfingarnar. Þér líður bara svolítið öðruvísi með þetta þegar þú sérð nafnið þitt á stigatöflunni. Þú verður aðeins betri bara með því að skrá þig,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir ræddi nýtt fyrirkomulag á CrossFit tímabilinu í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up vefnum. Anníe Mist fagnar því að keppendur í ár endurheimti undankeppnir í líkingu við gömlu svæðakeppnirnar. Að þessu sinni komast keppendur ekki á heimsleikana í gegnum The Open heldur tryggja sér þar þátttökurétt í næstu tveimur hlutum undankeppninnar. „Að hafa bara keppni á netinu sem undankeppni er ekki nóg,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. Nú verða bæði átta manna úrslit og undanúrslit sem skera úr um hverjir komast á heimsleikana. Anníe Mist telur að nýju hlutar undankeppninnar færi henni og hinum aftur svipaða tilfinningu og fylgdi því að keppa á svæðakeppnunum sem margir söknuðu þegar þær voru aflagðar. „Við þurfum þessar keppnir þar sem þú ert að keppa á staðnum og á móti íþróttafólki sem er að reyna að tryggja sér sæti á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist leggur áherslu á mikilvægi þess að það sé ekki bara verið að hugsa um afreksfólkið sem ætli sér stóra hluti á heimsleikunum. „Þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið sem getur komist á heimsleikana. Þetta á líka vera fyrir íþróttafólkið sem er að taka næstu skrefin á CrossFit ferli sínum,“ sagði Anníe Mist. Með því að komast áfram í næsta stig undankeppninnar þá tekur þetta fólk einu skrefi meira en að „vera þetta venjulega fólk sem mætir í líkamsræktarsalinn og tekur þátt í The Open,“ eins og Anníe orðar það. Anníe er jafnframt ánægð með að íþróttafólkið þurfi að taka þátt í opna hlutanum á nýjan leik. „Já, The Open hefur tekið langan tíma og hefur áhrif á æfingarnar þínar en The Open er um leið eitt af mínu uppáhalds hlutum á tímabilinu,“ sagði Anníe Mist. „Við erum öllum saman í þessu. Ég er að keppa með mömmu og pabba og þetta skiptir alla í salnum mínum svo miklu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að keppa á heimsleikunum og ég fær að deila því með þeim öllum. Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vonast til þess að með því að stytta opna hlutan úr fimm vikum niður í þrjár vikur fái fleira fólk til að taka þátt í ár. „Fólk segir kannski að það ætli ekki að skrá sig en að það ætli samt að gera allar æfingarnar. Þér líður bara svolítið öðruvísi með þetta þegar þú sérð nafnið þitt á stigatöflunni. Þú verður aðeins betri bara með því að skrá þig,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Sjá meira