Brynjar Þór: Það gefur augaleið Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 31. janúar 2021 20:45 Brynjar í leik á síðustu leiktíð. vísir/daníel Brynjar Þór Björnsson, þriggja stiga sérfræðingur KR, var sáttur með góðan sigur á Haukum í kvöld þar sem allt gekk upp eftir eilítið brösuga byrjun. „Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 15 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
„Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 15 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46