Brynjar Þór: Það gefur augaleið Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 31. janúar 2021 20:45 Brynjar í leik á síðustu leiktíð. vísir/daníel Brynjar Þór Björnsson, þriggja stiga sérfræðingur KR, var sáttur með góðan sigur á Haukum í kvöld þar sem allt gekk upp eftir eilítið brösuga byrjun. „Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 15 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
„Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 15 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46