PartyZone birtir árslistann fyrir 2020 Tinni Sveinsson skrifar 29. janúar 2021 13:20 Kanadíska tónlistarkonan Jayda G. Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu. Margir bíða eftir þessum árlega lista frá PartyZone og er þátturinn einn sá vinsælasti hvert ár hjá danstónlistarunnendum. Enda eru plötusnúðarnir með puttann á púlsinum og benda oftar en ekki á miklar gersemar. 31 árslistaþátturinn Þetta er í 31. sinn sem PartyZone kynnir árslista með þessu sniði. Fyrsti árslistaþátturinn var á dagskrá framhaldsskólaútvarpsstöðvarinnar Útrásar í janúar 1991. Síðan þá hefur hann verið á dagskrá í janúar ár hvert, oftast á X977 og Rás 2. Síðan um mitt ár í fyrra er þátturinn hættur í línulegri útvarpsdagskrá og er þess í stað er hann nú settur loftið hér á Vísi og Mixcloud rás þáttarins. Íslenskir plötusnúðar búsettir víða um land og erlendis hafa sent þeim Helga Má, Símoni FKNHDSM og Kristjáni Helga, umsjónarmönnum PartyZone, listana síðustu vikur. Þeir hafa legið yfir þeim og sett saman í einn árslista sem er opinberaður hér fyrir neðan. Í þættinum er búið að finna til öll bestu lög ársins 2020 í danstónlist. Þau eru kynnt og svo mixuð að hætti hússins. „Listinn ber þess svolítið merki að það voru ekki mörg móment sem plötusnúðarnir náðu með dansgólf fyrir framan sig á árinu. Það er smá dans-heima-í-stofu-keimur af þessu,“ segir Helgi Már. „Þarna er hellingur af góðri tónlist úr öllum áttum og öllum stefnum. Það var eftirtektarvert hversu margar frábærar breiðskífur komu út í danstónlistinni á árinu sem leið.“ Lagið sem trónir á toppnum er með kanadísku söngkonunni Jayda G og heitir Both of Us. Klúbbahittari af gamla skólanum. Hægt er að sjá myndbandið við lagið hér fyrir neðan og neðar í fréttinni er síðan hægt að renna yfir lista af sextíu efstu lögum ársins og stigunum sem þau fengu frá plötusnúðunum. „Það er svolítið skrítið að vera ekki í beinni, en þetta gaf okkur líka frelsi að láta tónlistina bara njóta sín og vera ekki í tímapressu að koma þessu frá okkur. Í næsta þætti verðum við sömuleiðis með smá árslista eftirköst þegar við fáum nokkra plötusnúða til að rýna aðeins í sína árslista. Eftir þann þátt getum við svo startað partýárinu mikla 2021 með stæl,“ segir Helgi. PartyZone Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Margir bíða eftir þessum árlega lista frá PartyZone og er þátturinn einn sá vinsælasti hvert ár hjá danstónlistarunnendum. Enda eru plötusnúðarnir með puttann á púlsinum og benda oftar en ekki á miklar gersemar. 31 árslistaþátturinn Þetta er í 31. sinn sem PartyZone kynnir árslista með þessu sniði. Fyrsti árslistaþátturinn var á dagskrá framhaldsskólaútvarpsstöðvarinnar Útrásar í janúar 1991. Síðan þá hefur hann verið á dagskrá í janúar ár hvert, oftast á X977 og Rás 2. Síðan um mitt ár í fyrra er þátturinn hættur í línulegri útvarpsdagskrá og er þess í stað er hann nú settur loftið hér á Vísi og Mixcloud rás þáttarins. Íslenskir plötusnúðar búsettir víða um land og erlendis hafa sent þeim Helga Má, Símoni FKNHDSM og Kristjáni Helga, umsjónarmönnum PartyZone, listana síðustu vikur. Þeir hafa legið yfir þeim og sett saman í einn árslista sem er opinberaður hér fyrir neðan. Í þættinum er búið að finna til öll bestu lög ársins 2020 í danstónlist. Þau eru kynnt og svo mixuð að hætti hússins. „Listinn ber þess svolítið merki að það voru ekki mörg móment sem plötusnúðarnir náðu með dansgólf fyrir framan sig á árinu. Það er smá dans-heima-í-stofu-keimur af þessu,“ segir Helgi Már. „Þarna er hellingur af góðri tónlist úr öllum áttum og öllum stefnum. Það var eftirtektarvert hversu margar frábærar breiðskífur komu út í danstónlistinni á árinu sem leið.“ Lagið sem trónir á toppnum er með kanadísku söngkonunni Jayda G og heitir Both of Us. Klúbbahittari af gamla skólanum. Hægt er að sjá myndbandið við lagið hér fyrir neðan og neðar í fréttinni er síðan hægt að renna yfir lista af sextíu efstu lögum ársins og stigunum sem þau fengu frá plötusnúðunum. „Það er svolítið skrítið að vera ekki í beinni, en þetta gaf okkur líka frelsi að láta tónlistina bara njóta sín og vera ekki í tímapressu að koma þessu frá okkur. Í næsta þætti verðum við sömuleiðis með smá árslista eftirköst þegar við fáum nokkra plötusnúða til að rýna aðeins í sína árslista. Eftir þann þátt getum við svo startað partýárinu mikla 2021 með stæl,“ segir Helgi.
PartyZone Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira