Útihlaupið veldur Kristófer enn vandræðum Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2021 13:00 Kristófer Acox er algjör máttarstólpi í liði Vals, með flest stig og flest fráköst að meðaltali í leik. vísir/vilhelm Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, hefur ekki jafnað sig til fulls af kálfameiðslum sem hann hlaut í útihlaupi þegar æfingar innanhúss voru bannaðar fyrr í vetur. Kristófer missti af landsleikjum í nóvember eftir að hafa meiðst í kálfa. Meiðslin hafa áfram truflað hann í fyrstu leikjum Vals á þessu ári, eftir hléið langa sem var í Dominos-deildinni vegna samkomutakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins. @krisacox spilar ekki með A-landsliðinu í lok mánaðarins vegna meiðsla.Tognaði aftan í læri við útihlaup á frjálsíþróttavelli. Drengurinn er alinn upp á parketi, en er meinaður aðgangur að slíkum lífsgæðum#korfubolti #ÍSÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 17, 2020 Kristófer varð til að mynda að hætta leik í 3. leikhluta í 88-81 sigrinum gegn Hetti í gærkvöld. Í stuttu spjalli við Vísi eftir leik kvaðst hann þurfa tíma svo að kálfinn jafnaði sig betur, en þann tíma væri erfitt að finna enda spilað þétt þessar vikurnar. Valur mætir Þór á Akureyri á sunnudaginn og spilar svo þrjá leiki í febrúar þar til að landsleikjahléið kemur 13. febrúar. „Kristófer meiddist í útihlaupi í „COVID-tíðinni“ í nóvember. Við erum í vandkvæðum með hann. Ef hann stífnar upp í kálfanum þá getur það haft slæmar afleiðingar,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Þrátt fyrir að hafa ekki jafnað sig til fulls af meiðslunum er Kristófer atkvæðamestur Valsmanna það sem af er leiktíð með 18,2 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik. Með sterkara lið eftir landsleikjahléið Valsmenn hafa hins vegar verið alveg án landsliðsmannsins Frank Booker vegna meiðsla og þá hefur leit að bandarískum leikmanni ekki skilað árangri enn. „Booker verður ekki klár fyrr en eftir landsleikjahléið. Við munum bæta við okkur bandarískum leikmanni en ég vil ekki spá mikið í því. Við erum með þetta lið núna og það býr mikið meira í þessu liði en við höfum náð að sýna,“ sagði Finnur. En er ljóst hvenær Valur fær sinn bandaríska leikmann? „Ég stórefast um að hann verði kominn áður en þetta hraðmót klárast en við sjáum til,“ sagði Finnur, svo búast má við að Valur spili áfram næstu fjóra leiki án bandarísks leikmanns. Hlé verður á Dominos-deildinni, vegna landsleikja, frá 13.-27. febrúar. Dominos-deild karla Valur Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Kristófer missti af landsleikjum í nóvember eftir að hafa meiðst í kálfa. Meiðslin hafa áfram truflað hann í fyrstu leikjum Vals á þessu ári, eftir hléið langa sem var í Dominos-deildinni vegna samkomutakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins. @krisacox spilar ekki með A-landsliðinu í lok mánaðarins vegna meiðsla.Tognaði aftan í læri við útihlaup á frjálsíþróttavelli. Drengurinn er alinn upp á parketi, en er meinaður aðgangur að slíkum lífsgæðum#korfubolti #ÍSÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 17, 2020 Kristófer varð til að mynda að hætta leik í 3. leikhluta í 88-81 sigrinum gegn Hetti í gærkvöld. Í stuttu spjalli við Vísi eftir leik kvaðst hann þurfa tíma svo að kálfinn jafnaði sig betur, en þann tíma væri erfitt að finna enda spilað þétt þessar vikurnar. Valur mætir Þór á Akureyri á sunnudaginn og spilar svo þrjá leiki í febrúar þar til að landsleikjahléið kemur 13. febrúar. „Kristófer meiddist í útihlaupi í „COVID-tíðinni“ í nóvember. Við erum í vandkvæðum með hann. Ef hann stífnar upp í kálfanum þá getur það haft slæmar afleiðingar,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Þrátt fyrir að hafa ekki jafnað sig til fulls af meiðslunum er Kristófer atkvæðamestur Valsmanna það sem af er leiktíð með 18,2 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik. Með sterkara lið eftir landsleikjahléið Valsmenn hafa hins vegar verið alveg án landsliðsmannsins Frank Booker vegna meiðsla og þá hefur leit að bandarískum leikmanni ekki skilað árangri enn. „Booker verður ekki klár fyrr en eftir landsleikjahléið. Við munum bæta við okkur bandarískum leikmanni en ég vil ekki spá mikið í því. Við erum með þetta lið núna og það býr mikið meira í þessu liði en við höfum náð að sýna,“ sagði Finnur. En er ljóst hvenær Valur fær sinn bandaríska leikmann? „Ég stórefast um að hann verði kominn áður en þetta hraðmót klárast en við sjáum til,“ sagði Finnur, svo búast má við að Valur spili áfram næstu fjóra leiki án bandarísks leikmanns. Hlé verður á Dominos-deildinni, vegna landsleikja, frá 13.-27. febrúar.
Dominos-deild karla Valur Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira