NBA dagsins: Þríhöfða sóknarskrímslið í Brooklyn skoraði samtals 89 stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 15:31 Tveir þriðju af sóknartríóinu ógurlega í Brooklyn Nets, James Harden og Kevin Durant. getty/Kevin C. Cox Kevin Durant, James Harden og Kyrie Irving skoruðu samtals 89 stig þegar Brooklyn Nets sigraði Atlanta Hawks, 128-132, í NBA-deildinni í nótt. Þrátt fyrir Durant, Harden og Irving hafi allir verið heitir í leiknum þurfti Brooklyn framlengingu til að knýja fram sigur. Harden gat tryggt Brooklyn sigur undir lok venjulegs leiktíma en þriggja stiga skot hans geigaði. Hann gulltryggði hins vegar sigur heimamanna með því að setja niður tvö vítaskot þegar 4,6 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Harden skoraði 31 stig sem er það þriðja mesta sem hann hefur gert fyrir Brooklyn síðan hann kom til liðsins frá Houston Rockets fyrr í þessum mánuði. Auk þess að skora 31 stig tók Harden átta fráköst og gaf fimmtán stoðsendingar. Hann er stoðsendingahæstur í NBA með 11,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Durant skoraði 32 stig í leiknum í nótt og Irving var með 26 stig og sjö stoðsendingar. Sá síðarnefndi hitti úr ellefu af sautján skotum sínum í leiknum. Brooklyn hefur unnið þrjá leiki í röð og er í 4. sæti Austurdeildarinnar. Liðið hefur unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir að Harden kom. Það kemur kannski lítið á óvart að ekkert lið hefur skorað fleiri stig að meðaltali í leik á tímabilinu en Brooklyn, eða 119,8 stig. Aftur á móti hafa aðeins fimm lið fengið á sig fleiri stig að meðaltali í leik (115,8). Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Brooklyn og Atlanta. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Philadelphia 76ers og Los Angeles og Utah Jazz og Dallas Mavericks sem og tíu flottustu tilþrifin úr leikjum næturinnar. Klippa: NBA dagsins 28. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Philadelphia vann dramatískan sigur á Lakers í stórleiknum Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers, 107-106, þegar topplið Austur- og Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 28. janúar 2021 08:01 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Þrátt fyrir Durant, Harden og Irving hafi allir verið heitir í leiknum þurfti Brooklyn framlengingu til að knýja fram sigur. Harden gat tryggt Brooklyn sigur undir lok venjulegs leiktíma en þriggja stiga skot hans geigaði. Hann gulltryggði hins vegar sigur heimamanna með því að setja niður tvö vítaskot þegar 4,6 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Harden skoraði 31 stig sem er það þriðja mesta sem hann hefur gert fyrir Brooklyn síðan hann kom til liðsins frá Houston Rockets fyrr í þessum mánuði. Auk þess að skora 31 stig tók Harden átta fráköst og gaf fimmtán stoðsendingar. Hann er stoðsendingahæstur í NBA með 11,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Durant skoraði 32 stig í leiknum í nótt og Irving var með 26 stig og sjö stoðsendingar. Sá síðarnefndi hitti úr ellefu af sautján skotum sínum í leiknum. Brooklyn hefur unnið þrjá leiki í röð og er í 4. sæti Austurdeildarinnar. Liðið hefur unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir að Harden kom. Það kemur kannski lítið á óvart að ekkert lið hefur skorað fleiri stig að meðaltali í leik á tímabilinu en Brooklyn, eða 119,8 stig. Aftur á móti hafa aðeins fimm lið fengið á sig fleiri stig að meðaltali í leik (115,8). Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Brooklyn og Atlanta. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Philadelphia 76ers og Los Angeles og Utah Jazz og Dallas Mavericks sem og tíu flottustu tilþrifin úr leikjum næturinnar. Klippa: NBA dagsins 28. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Philadelphia vann dramatískan sigur á Lakers í stórleiknum Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers, 107-106, þegar topplið Austur- og Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 28. janúar 2021 08:01 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Philadelphia vann dramatískan sigur á Lakers í stórleiknum Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers, 107-106, þegar topplið Austur- og Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 28. janúar 2021 08:01